miðvikudagur, mars 8

Enn og aftur veiði

Jæja, þá er veiðimósi búinn að panta veiðina og leyfin komin í hús.

Nú fara menn og æfa sig í köstum, lesa sér til um zen-veiði, læra að hugsa eins og laxar og vera áin. Munið að veiði er eins og trúarleg athöfn og menn snæða aðeins það sem þeir veiða og drekka bara vatnið í ánni. Allur tími sem ekki er notaður í veiði eða svefn skal nýttur í að hugleiða og biðja til laxanna í ánni um fyrirgefningu fyrir komandi dráp.

Eða drekka fullt af bjór og drepast útí móa.

Vá hvað nýja sérsmíðaða(mósasmíðaða) flugustöngin mín rokkar feitt. Ef að þið actually vissuð eitthvað um veiði eða veiðistangir þá væruð þið hrikalega spældir.

Engin ummæli: