fimmtudagur, desember 8

Deilt á Gautinn

Loksins eitthvað almennilegt, loksins eitthvað jus. Lögfræðiarmur FUGO er í bullandi ósætti.
Pælingar meistrar Gauts, hér fyrir neðan, kalla á vangaveltur um spurninguna; er lögfræði eitthvað meira en lagatækni, enn ein aðferðarfræðin í sófafræðum félagsvísindanna eða er um raunveruleg hugvísindi í anda Lock og Spinoza að ræða? og í framhaldi af því hver er munurinn á lögfræði og heimspeki, ef einhver, samanborið við lögfræði og stærfræði? Ég veit ekki svarið enda ekki lagabrekka. Skúli obiter dicta Magnússon veit það ekki heldur, ekki frekar en Líndal og DÞB. En það má pæla með Páli.
Því má halda fram að þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst lögfræði um orð. Þá er átt við orð og tilgang orða í víðum skilningi sbr, kenningar Wittgensteins um málið og fleira. Spurningin um hvort til sé hin eina rétta lögfræðilega niðurstaða er álíka og spurning um hvort Einhyrningur sé til. Einhyrningur er sennilega ekki til í hinum raunverulega efniheimi en hann er til í huga okkar og leggjum við ákveðna merkingu í orðið "Einhyrningur" sem er hestur með horn. Einfalt. Þetta leiðir okkur að spurningunni hvort við getum vitað í reynd eitthvað um hinn raunverulega efnisheim með skynjun og vitsmunum einum að vopni. Allt sem við lærum er háð túlkun okkar og skynjun en ekki hvernig hlutur líta raunverulega út. Barátta vísindanna er því þeim takmörkunum háð að við getum ekki sagt til um eitthvað sem er ekki hluti af efnisheiminum eins og við skyjnum hann. Í framhaldi af þessu koma svo pælingar hvernig við vitum á annað borð nokkuð. Sennilega er það útaf reynslu og aftur reynslu. Klassík raunhyggja á ferð enda ekki vit í öðru!
En aftur að lögfræðinni. Við skynjum hluti af reynslu og það sama á við um orð. Merking orða er háð reynslu okkar á því hvað þetta orð þýðir. Borð er borð afþví að þannig hefur það verið og reiknum þá með að þannig um það áfram vera. Reynsluheimur lögfræðinnar er sá hinn sami. Regla er regla af því við leggjum ákveðna merkingu í regluna af reynslu og göngum útfrá því, til hægðarauka, að mun mun framvegis vera. Hin lögfræðilega rétta niðurstaða er til ef við leggjum einhverja merkingu í það orðasamband, byggða á reynslu. Hver sú merking er er einmitt það sem menn deila á um. Vildaréttur eða náttúruréttur, hverjum er ekki sama:)
Lögfræði er ss vísindi um orð og túlkun þeirra. Hvort tveggja tækni og vísindi. Ekkert merkilegri en hvað annað. Vil bara svo til að ákveðið hefur verið að lög skipta máli (eru lög nauðsynleg er svo aftur annað) í því kerfi samfélags sem búið hefur verið til....vegna reynslu fortíðar.

Svo mörg voru þau orð og mun ég sennilega ekki skrifa neitt hér aftur í bráð vegna fjölda áskoranna frá öðrum FUGO-limum. Bless :)

2 ummæli:

Gautur sagði...

ég er nú samt hlynntari því að hina eina rétta lögfræðilega niðurstaða sé ekki til. 8 ég skil röksemdafærslu þína en þykir hún leiðinlega þægileg laúsn frá klássískum deilum.) En þetta er vissulega ein lausn á málinu... þakka þetta skemmtilega innlegg íumræðuna óg hvet ég þig til að koma með fleira í þessu dúr.´... meiri fræði!!

katur bjorn sagði...

ok þá, hin lögfræðilega rétta niðurstaða er þá ekki til frekar en fljúgandi hvalur...allir sáttir nema stóní því hann er fóní.

G. Berg! farðu að bora í Bora bora