Það er nú ekki af kallinum skafið þessa dagana, vinna 10 tíma á dag, skrifa tvær ritgerðir og undirbúa málflutning sem fram fer í Vín eftri 596 klst, fyrir nú utan að reyna að eiga pínulitla tilveru svona með. Fyndið með þennan málflutningsundirbúning ... við erum eiginlega að treyst aá að þetta brjótist út svona eins og í bandarískri vellumynd þegar allt er að fara til andskotans og svo fer skyndilega allt að ganga geðveikt vel. Hofum helst verið að fókusa á mydnina Cool Runnings þar sem við erum í álíka góðum málum og þeir félagar voru fyrir keppnina. hehehe en vonandi smellur þetta allt... verður einkennilegt að standa fyrir framan panel af einhverjum doktorum og Advokötum með ferilskrá á lengd við BA rigerð.... og flytja mál þar sem helsta deilu efnið er gölluð prentvél sem getur bara prentað á pappír sem er 10 míkrómetrar að þykkt en ekki 8 eins og hún átti að geta ...ÓITRÚLEGA spennadni alveg..... svona er lögfræðin..... ekkert Boston legal.......Denny Crane hljómar líka ólíkt betur en Gautur Sturluson...
Rakst á stutta frétt í morgunblaðinu um helgina þar sem sagt var frá því að Jóna Hansen okkar ástæli kennari hafi látist nú nýverið.... flestir Hagskælingar minnast hennar og miðanna í vösunum.... fín kelling en leiðinlegur kennari... hún afrekaði meira að segja að plata okkur jóa til að leika í helgileik á aðfangadag einu sinni.... ég var að sjálfsögðu vitringur... jói var stórkostlegur sem Jósep.... hann hefði nú sennilega staðið sig betur sem María mey í dag.... allavega skrítið að sjá svona fólk sem markerað hefur hjá manni tilveruna fara að falla frá.... svona er þetta nú bara....
friður og gleði
Gautur Sturluson
mánudagur, mars 13
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Undir engum kringumstæðum get ég gúterað að Jóna Hansen sé kölluð "fín kelling". Hún var my nemesis og ég get með sanni sagt að hún olli mér meira hugarangri og veseni en allflestir sem ég þekki. Svo að maður sé ekki að hrauna yfir þá dauðu læt ég mér nægja að segja að þessar fréttir hryggðu mig ekki mikið.
OG...
Undir engum kringumstæðum gútera ég það að Jóa sé líkt við Maríu Mey! Kannski Maríu Magdalenu (eða Maríu Markan) en ekki jómfrúna...
Skrifa ummæli