jæja allt að gerast á laugardegi... Skólinn er orðið mitt heimili... stefnir líka í sóaðalegan útburð úr Bólstaðahlíðinni ef fram heldur sem horfir.... fæ aldrei neinn gluggapóst þannig að ég virðist vera skuldlaus maður..... mér til mikillar ánægju fékk ég svo bara bílfarm að gluggapósti í gær.... æðislegt og ég sem hélt að allir vinir mínir hjá hinum ýmsu lánastofnunum hefðu vaknað og ákveðið að veita mér skuldaaflausn... alltént.... er með stór plön um að ræna banka eða eitthvað.... kemur í ljós... i´ll keep u informed
Fétta af Partíhadli FUGO manna í gær.. fékk SMS frá Orra þar sem því var hadlið fram að hann hefði rölt heim með Einsa sem var alveg ódrukkinn og talaði í prósa.... það virtist vera einhver maðkur í mysunni og mér krossbrá að einn okkar staðfastasti bjórsvelgur væri sestur í helgan stein... ( eða lagstur á helgan stein....til að hvíla lúin bein það var nú stundað óspart þegar menn fóru ölvaðir heim og styttu sér leið í gegnum kirkjugarðinn við Suðurgötu hér í denn ..hahahah) htingdi í snatri í Einsa.....hann stappaði í mig stálinu og sannfærði mig um að bjór hefði verið drukkinn. Mér létti...
Eitt að lokum.... er ekki golftímabilið að ganga í garð.... spruning um að dusta rykið af settinu og fara að grafa upp sveifluna í Básum!!!
kv.
Gautur
laugardagur, mars 25
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Ég er sko geim í smá básaæfingar
Golfkortið mitt er búið að rykfalla í veskinu nógu lengi. Best að finna níuna og athuga hvort sveiflan sé enn til staðar. Ég er maður í æfingar!
það er nú gott ég er nú reyndar upptekinn framí Maí hahahahah en við getum farið að plana þetta
Skrifa ummæli