miðvikudagur, mars 15

Stöðuvarðaskelmirinn

Ég gerðist djarfur í morgun þegar ég gekk frá bíl mínum á stöðumæli án þess að greiða í hann. Leiðin lá á Kaffitár til að grípa með mér einn bolla og ég lagði meira að segja í sama stæði og síðast (en þar fékk ég einmitt sekt) og klukkan var orðin 5 mínútur yfir 10!

Ég sýndi þarna það sem nokkrir FUGO menn myndu kalla einbeittan brotavilja (og eflaust gætu þeir tínt til fleiri flotta frasa yfir þetta mjög svo refsiverða athæfi mitt). Ekki nóg með það, heldur var ég með þúsundkall í vasanum en mér datt ekki í huga að skipta honum í klink tila ð geta borgað í mælinn.

Þegar inn er komið sé ég að það eru bara tveir á undan mér, ekkert mál! Ég verð kominn út aftur eftir 5 mínútur hugsa ég með mér. Það var áður en ég heyrði pöntun þessara tveggja. Sá fyrsti pantar cappuccino - 8 stykki! Fokk! hugsa ég, en ókei. Ég sé bílinn og get hlupið út með þúsundkallinn minn og reynt að troða honum í mælinn ef ég sé stöðumælavörð nálgast, ekkert mál. Þá pantar sú næsta, ekki 1 heldur 4 Latte! Kommonn maður! Segi ég stundarhátt. Hvað hef ég eiginlega gert þér! Svo átta ég mig á því að afgreiðslukonan horfit heldur undarlega á mig, svo ég brosi vinalega (vona ég) og panta mér einn latte.

Þar sem ég stend og bíð eftir að vel á annan tug kaffibolla verðir fraleiddir áður heldur en ég get fengið minn skitna Latte þá sé ég mér til mikillar skelfingar að það er stöðumælavörður á rölti niður Bankastrætið og mín fyrstu viðbrögð eru náttúrulega að kasta mér í gólfið og velta mér undir borð þar sem ég dreg jakkann minn uppfyrir höfuð og skelf. Þegar ég átta mig á því að þessi hegðan er ólíkleg til að koma í veg fyrir að ég fái sekt þá stend ég á fætur, dusta af mér rykið og segi hátt og snjallt: Þetta er allt í lagi, ég er laiekari. Þar sem ég býst til að taka stökkið og tækla helvítis stöðumælavörðinn rífa of henni blokkina og hlaupa þá er hún hvergi sjáanleg. Ónei, skaðinn er skeður. Önnur fokkin sekt... En, nei. Það er engin sekt. Hún hefur rölt framhjá bílnum mínum án þess qað sekta hann! Rétt í þessu þá heyri ég kallað: EinN Latte í götumáli ogsný mér við tila ð taka kaffið og hlaupa áður en stöðumælavarðkonunni snýst hugur, en þá er einhver túristafjandi búinn að taka kaffið mitt og byrjaður að dæla í það brúnum sykri!

Ég þurfti þó ekki að bíða eftir næstabolla því um leið og ég var búinn að reiða hnefana til höggs þá kallar stúlkan á bak við kaffivélina til mín að kaffið mitt sé tilbúið. Ég hætti við að ganga í skrokk á túristanum og tek kaffið mitt og fer, laus við alla sekt og sektarkennd, en með rjúkandi Latte!

Boðskapur þessarar sögu er sá að það borgar sig augljóslega að úthúða og hóta stöðumælavörðum opinberlega, því þá verða þeir hræddir og hætta að sekta mann. Eða kannski skilja þeir mann þá fyrst og bera í kjölfarið aukna viðringu fyrir manni.

The Störminator

7 ummæli:

Mósagrís sagði...

Hahaha ég þoli ekki túrista sem láta sykur í kaffið hjá manni, gjörsamlega óþolandi pakk.

Mósagrís sagði...

Ég er með eitt baneitrað trikk sem the Störminator gæti tileinkað sér.
Eina sem þarf er tyggjó og þor. Þegar þú leggur í stæði með stöðumæli þá tygguru tyggjó í smá stund og treður því í stöðumælinn í staðinn fyrir hundraðkalli. Þá er stöðumælirinn stíflaður og ekki hægt að borga í hann. Hence, það er ekki við þig að sakast þó að þú hafir ekki borgað í stöðumæli.
Ég hef actually púllað þetta.

Orri sagði...

Me-en!
Og virkaði það? Þetat er jafnvel betra en pokki yfir mælinn!
Hehe...
Já, eitt sem ég man núna. Ég á frímiða á Underworld 2, ertu búinn að sjá hana?

Mósagrís sagði...

Vó men, dúd, nei en mig langar heví mikið að sjá hana, ég er mikill aðdáandi fyrri myndarinnar og Kate Beckingsdale í þröngum leðurfötum almennt!!!

Nafnlaus sagði...

viðurkenndu það þú vilt eiga svona leðurföt...sjálfur....

Nafnlaus sagði...

Það sem maður lætur ekki eftir þessum karlmönnum...

Orri sagði...

Ég myndi borga fyrir það að sjá Mósann klæðast leðurdressi frk. Beckinsale! Það væri til að mynda ekki svo vitlaus fjáröflunarleið fyrir FUGO!

Annars er ég viss um það að hann hefur sagt konunni að þetta séu bara nýtískulegar vöðlur!!!