fimmtudagur, ágúst 31

Óbyggðin Ísland

Kanar eru bara snillingar. Ég rakst á þessa línu í umsögn um bíómynd sem var tekin hér á landi í fyrra: "...against the backdrop of a stunningly primal Icelandic landscape upon which no human had set foot in 800 years."

miðvikudagur, ágúst 30

Afsökunarbeiðni

Fjölmiðla nefnd FUGO hefur komið að máli við mig og formaður nefndarinnar Kolbeinn Hneturselur Guðmundson hefur borið mig þungum sökum um að vera að dreifa athygli lesenda frá tannpínu Teits og drykkjurausi frá Danmörku með ómerkilegu SPAMI. Að undirlægi nefndarinnar hef ég tekið ákvörðun um að stíga á stökk og biðja lesendur formlega afsökunnar á þessu. Einnig hefur nefndin ákveðið í refsingarskyni að ég muni eftirleiðis vera íþróttafréttaritari FUGO. Ég mun að sjálfsögðu taka því sem að höndum ber til að FUGO-ið megi eiga sem lengsta lífdaga.

íþrótta fréttir verða sagðar kl 14:00

mánudagur, ágúst 28

Athyglisvert

Sá athyglisverða mynd rétt áðan á NRK2. Norrænu stöðvarnar sýna mikið af myndum sem eru neikvæðar í garð Bandaríkjastjórnar, gamli góði Skandí-Sósialisminn. Alla veganna myndin hét WMD: Weapons of Mass Deseption. Þetta er einstaklega athyglisverð mynd fyrir frjálshyggjumenn og þá sem voru á móti fjölmiðlalögunum. Tekur á málefni sem er eitt af grundvallar göllum í stoðum frjálshyggju, sem sínir enn og aftur að ein tegund stjórnarfars verður aldrei besta lausnin. Kíkið á þetta ef þið hafið tíma.

Jaws snýr brátt aftur

Ofurvenjulegur mánudagur. Fyrir utan eitt atriði. Úrskurðarnefnd um ónýtar tennur tók sig til um daginn og úrskurðaði rótarfyllingu í einum efri jaxli ónýta þar sem tönnin hafði klofnað. Gott og vel. Það hafði aleiðingar í för með sér sem ekki sér fyrir endan á. Kl. 9:00 í morgun var tönnin fjarlægð af þar til skipuðum tannlækni og tók það ekki nema 45 mínútur að hjakast í tanngarðinum og fjarlægja óþekktarorminn, ekki nema. Kl. 11:30 var deyfingin að mestu horfin og en sársaukinn ekki, auk þess sem blóðið er ekki að hætta að streyma úr tannholdinu. Á dagskrá er svo bara að setja eitt skrúfstykki í stað hinnar horfnu tannar, títanskrúfa hvorki meira né minna. Lýtið mun ekki verða mjög sjáanlegt fyrir utan það að ég ímynda mér að járnbolti verður settur utan á kinnbeinið.
Að öðru leyti meirháttar dagur og skemmtilegur.

laugardagur, ágúst 26

Dagur Sigurðursson var alltaf hress

Lítið ljóð um heimspeki

Sóla fór í fjólubláan kjól og ætlaði
í fýlusóffapartí. Skáldið kvað:

Nei, ástin mín, heimspeki
er ekki ætluð fögrum konum.

Árþúsundum saman sátu munkarnir
sólarmegin í klausturgarðinum

við borð hlaðið kræsíngum
sem sveittar og skítugar
púlskepnur færðu þeim

og snæddu
og ræddu
og bræddu með sér

hinstu rök
sinnar óútskýranlegu

standpínu ex vacio ex nihilo.

föstudagur, ágúst 25

Á þetta við um þig?

Crowding at conserts, cinemas, in elevators, trains or buses results in unavoidable intrusion into other peoples´s intimate zone, and reactions to this invasion are interresting to observe. There is a list of unwritten rules that people in Westren cultures follow rigidly when faced with crowded situation such as packed lift or a public transport. These rules include:

1. You are not permitted to speak to anyone, including a person you know.
2. You must avoid eye contact with others at all time.
3. You maintain a 'poker face' - no emotion is permitted to be displayed.
4. If you have a book or a newspaper, you must appear to be deeply engrossed in it.
5. The bigger the crowed the less body movement you are permitted to make.
6. In elevators, you are compelled to watch the floor numbers above your head.

MySpace Comments Graphics

Ritdeilan!

Ég hef upplifað að eftir að verslunin Veiðihornið festi kaup á vefritinu FUGO þá hefur ritstjórnarstefna síðunnar farið að þrengja verulega að og skoðanaágreiningur við ritstjóra gert mér ókleift að skrifa. Hins vegar geta áhugasamir nálgast gautsnöldur á eftirfarandi slóð

gautur.bloggar.is

kv

Gautur

mánudagur, ágúst 21

Ferðaannáll

Jæja, þá heldur engisprettu Haraldur faraldur ferðum sínum áfram. Mósi er nú staddur í Frankfurt og gengur undir nafninu der Müssenschwein.
Ferðin byrjaði betur en ég átti von á þar sem ég var staddur á Leifstöð kl. 5 á laugardagsmorgni og hitti þar engan annan en Pésa. Við Stubbi rifjuðum upp gamla takta á flughafnarbarnum kl. 5:30 að morgni og sötruðum nokkar öllara og skiptumst á lygasögum. Bara gaman.
Frankfurt er annars fín búlla. Ég er reyndar á hóteli sem er inná svæði bandaríska sendiráðsins sem nota bene er gamalt hersjúkrahús. Það er soldið eins og maður sé að fara inní herstöð; það er 3 metra há girðing með gaddavír allt í kring og mar þarf að fara í gegn um heví öryggishlið þar sem maður er næstum stripsearchaður í hvert skipti sem mar fer inn og út. Bærinn sjálfu er ferlega fínn, minnir soldið á strikið gamla góða, og ég hef komist að þeirri niðurstöðu að hér eru ca. jafn margir hundar og mannfólk. Der Müssenschwein kemur samt enn á óvart því honum tekst að komast ferða sinna án þess að villast, og við erum að tala um langt labb í lestarstöðina og fara í rétta lest og alles!

Meira síðar. Frankfurt út.

P.s. Veiðiklúbbur FUGO gæti hugsanlega lært eitthvað af kellingunum sínum ef eitthvað er að marka þetta

föstudagur, ágúst 18

fimmtudagur, ágúst 17

Veiðigrís

Jæja, eftir kastæfinguna miklu í hinu beljandi stórfljóti Þverá heldur Mósi nú af stað í alvöru laxveiðitúr. Núna kemur Hrafnhildur með sem leynivopn ef allt annað bregst(hún er fín beita fyrir risalaxana sem ég ætla að veiða) og Helga er veiðiþjónn.
Svo mun heimsfaraldur(Haraldur) Mósans halda áfram eftir helgi, en nú mun Mósi gera strandhögg í landi Gota og Germana. Eins gott að þeir þýsku séu búnir að fylla á bjórkælana eftir HM því að Mósi mun gera ítarlega úttekt á bjórdrykkjusiðum þessara barbara.

Dýrt kveðið

Það þekkja allir bandarísku barnavísurnar um Jack og Jill...

Jack and Jill went up the hill
For just an itty bitty.
Jill's now two months overdue,
And Jack has left the city.
***
Jack and Jill went up the hill,
They each had a quarter.
Jill came down with fifty cents;
Do you think they went for water?
***
Jack and Jill went up the hill
to snort a little coke.
Jack felt horny, so did Jill
But unfortunately Jack can't maintain an erection no matter how turned on he is.

Og svo var það María litla...

Mary had a little sheep.
It went to bed with her to sleep.
The sheep turned out to be a ram,
And Mary had a little lamb!
***
Mary had a little lamb,
Her father shot it dead.
Now Mary takes the lamb to school
Between two hunks of bread.

Og svo ein svona frumsamin:

Beint er undir beltisstað
bundið skrímsli mikið.
Torsótt er að temja það
sé tussu að því vikið

miðvikudagur, ágúst 16

þriðjudagur, ágúst 15

Söguslóðir....

http://www.expressferdir.is/viewtrip.php?idt=311&idcat=12

Veiðipósturinn - Epitaph

Jæja, þá er fyrstu formlegu veiðiferð FUGO lokið. Vá er ég þreyttur og þunnur. Þrátt fyrir slælegan árangur okkar manna hvað veiði varðar verð ég að lýsa yfir hrikalegri ánægju minni með ferðina og legg til að þetta verði árlegur viðburður hér eftir, þó að við finnum kannski aðra árans á sem er mögulega með einhverjum fiskum í. Það er alveg magnað hvað það er gaman að vappa um í veiði í góðum félagsskap, fá sér vænan sopa af Johnny og hlæja að Unnari þegar hann setur flotholt á Toby spúninn sinn.

Ýmir verður reyndar að reljast veiðikóngurinn þar sem hann náði einum vænum fiski á land sem ég held að hafi mælst 10. Teitur er close second því hann veiddi golfkúlu. Verri afleiðing er kannski sú að Gunnar og Unnar virðast hafa bondað full mikið þar sem þeir gældu hvor við annan í lynginu og krækiberjunum og eru víst farnir að stunda KFT af miklum krafti þessa dagana.

föstudagur, ágúst 11

Veiðipósturinn - lokaviðvörun

Jæja litlu skúbbar nú fer þetta að bresta á. Vildi bara minna menn á hinar og þessar duldu nauðsynjar eins og peninga í póker, eyrnatappa því að Kolli hrýtur og svo náttúrulega veiðistönginni sjálfri.

Loka listi veiðimanna er á þessa leið:
Mósagrís
Trölli
Feitur
Grautur
Nubbi Gerb
Nærbuxna Atli
Kolli Garðdvergur
Unnar "I'm a lady" Bjarndal
Snæbjörn "Mr. Penguin"

Ég sé ummaðkana og við veljum saman veiðimaka þegar á staðinn er komið. Bon voyage og sé ykkur niðri við ána!

Mósi út

ERU FUGO MENN BARA DAUÐI!?!?!?!

Auglýsi eftir gamanmálum og skyggnulýsingum til að drepa tíman með.

miðvikudagur, ágúst 9

þriðjudagur, ágúst 8

Að vera eða ekki vera Top Gun

Það rifjaðist upp fyrir mér atriði úr gamalli bíómynd í kjölfar umræðu Mósans um Top Gun. Hefur enginn ykkar séð myndina Sleep with me? Þar fer Quentin Tarantino með nefnilega með eftirfarandi ræðu og viðfangsefnið er Top Gun:

Top Gun is fucking great. What is Top Gun? You think it's a story about a bunch of fighter pilots ... It is a story about a man's struggle with his own homosexuality. It is! That is what Top Gun is about, man.

You've got Maverick, all right? He's on the edge, man. He's right on the fucking line, all right? And you've got Iceman, and all his crew. They're gay, they represent the gay man, all right? And they're saying, go, go the gay way, go the gay way. He could go both ways.

[Duane: What about Kelly McGillis?]

Kelly McGillis, she's heterosexuality. She's saying: no, no, no, no, no, no, go the normal way, play by the rules, go the normal way. They're saying no, go the gay way, be the gay way, go for the gay way, all right? That is what's going on throughout that whole movie...

He goes to her house, all right? It looks like they're going to have sex, you know, they're just kind of sitting back, he's takin' a shower and everything. They don't have sex. He gets on the motorcycle, drives away. She's like, "What the fuck, what the fuck is going on here?" Next scene, next scene you see her, she's in the elevator, she is dressed like a guy. She's got the cap on, she's got the aviator glasses, she's wearing the same jacket that the Iceman wears. She is, okay, this is how I gotta get this guy, this guy's going towards the gay way, I gotta bring him back, I gotta bring him back from the gay way, so I'm do that through subterfuge, I'm gonna dress like a man. All right? That is how she approaches it.

Okay, now let me just ask you--I'm gonna digress for two seconds here. I met this girl Amy here, she's like floating around here and everything. Now, she just got divorced, right?...

All right, but the REAL ending of the movie is when they fight the MIGs at the end, all right? Because he has passed over into the gay way. They are this gay fighting fucking force, all right? And they're beating the Russians, the gays are beating the Russians. And it's over, and they fucking land, and Iceman's been trying to get Maverick the entire time, and finally, he's got him, all right? And what is the last fucking line that they have together? They're all hugging and kissing and happy with each other, and Ice comes up to Maverick, and he says, "Man, you can ride my tail, anytime!" And what does Maverick say? "You can ride mine!" Swordfight! Swordfight! Fuckin' A, man!


Það hlaut að vera ástæða fyrir því að maður á að vitna í Top Gun á jakkalakka-seminari í WashDC...

Nú nálgast veiði!

Jæja, þá er mósandi ferðagrísinn kominn aftur á klakann reynslu og vísdómi ríkari. Ferð mín um lönd þeirra amerísku var viðburðamikil og merkileg, t.d. réðst á mig padda á stærð við stóru tánna mína, ég sá heimsins stærsta tannstöngul og komst að því að Virginia Suites Hotel er borið fram djinja síts tel. Svo sá ég húsið hvíta og fattaði þá að ástæða stríðsreksturs Bush er svipuð þeirri hjá kollega hans Hitler, Lebensraum!, því að Hvíta Húsið er pinkulítið og Bush langar í þessar stóru arabahallir. Merkilegast og nytsamlegast þó af því sem ég lærði er þetta, og ég bið alla hugsanlega ferðalanga framtíðar og nútíðar að fylgjast vel með og læra heilsu ykkar vegna: Cooked onions á pulsu er ekki, ég endurtek EKKI, steiktur laukur og á í raun ekkert skylt við steiktan lauk. Pulsa með tómatsósu og cooked onions er pulsa með tómatsósu og einhverju ógeðslegu rauðu mauksoðnu lauk-tómatjukki sem er subbað yfir alla pulsuna.

En að veiðinni, já.......nú rýf ég veiðiþögnina sem var þvinguð á okkur hér fyrir nokkrum mánuðum í ljósi þess að veiðin er eftir 4 daga. Já herrar mínir, laxinn bíður með eftirvæntingu eftir sírenusöngvum Gauts og fagurlimuðum ballet-töktum Bjarna. Línur eru farnar að skýrast og er veiðigrúbban svona: Mósi, Feitur, Trölli, Patti, Nubbi Gerb, Nærbuxna-Atli, Dr. Djúsíbúrger og Unnar "I'm a Lady" Bjarndal. Kolli Garðdvergur muni að öllum líkindum láta sjá sig við ána og einnig hefur Orri Hugni meldað sig sem part-time veiðiþjón.

Mósi er forvitinn að vita hverjir eiga veiðidót og hverjir ekki. Nú er kominn tími á að menn geri húsleit hjá pöbbum og öfum og steli gömlu bambusstöngunum og klofstígvélunum sem þeir hafa ekki notað í 20 ár. Best væri ef hver og einn geti reddað sjálfum sér allavega einni veiðistöng, veiðihjóli og vöðlum. Vissulega geta menn sem eru saman í kompaníi deilt græjum, en það er talsvert meira gaman að vera með sér dót.

Svo var ég að spá hvort að við ættum að vera með sameiginlegan mat, slá í einhverja veislu í kvöldmatinn og hafa það grand. Menn koma að sjálfsögðu með eigið nesti og bjór, en það er ferlega gaman að vera með sameiginlegan kvöldmat og svona. Svo er náttla líka bara hægt að koma með eigin pulsur og cooked onions ef menn vilja það frekar.

Nú mega menn koma með sitt innpútt á þetta.

Mósi út.

laugardagur, ágúst 5

Fleiri fréttir frá Þvottatonni

Jæja, þá er mósandi grísinn búinn að vera hérna í tæpa viku. Hvað hefur grísinn sá arna þá lært merkilegt á kostnað Sáms frænda? Jú, eftirfarandi:

-Á fyrirlestri um spillingu komst ég að því að ég væri helsekur um öll heimsins vandamál því að ég var með 7$ Ray Bahn(einnig þekkt sem Feik Bahn) sólgleraugu á mér.

-Gleraugun urðu hins vegar til þess að Roberto, litli feiti Mexíkaninn á námskeiðinu, fannst ég ógeðslega svalur því að þessi sólgleraugu voru alveg eins og sólglergaugun hans Tom Cruise í Top Gun, eða svo sagði hann allavega. Þessi vitneskja kostaði það að hann talaði bara í Top Gun kvótum og kallaði mig Maverick. Fíbl. Samt kúl að geta talað TopGunísku. Það kæmi ykkur á óvart hvað það er hægt að púlla Top Gun kvót við mörg mismunandi tilefni.

-Laxveiðar eru kúl. Það spurði mig einhver um laxveiðar á nákmskeiðinu, því hann hafði heyrt að Íslendingar lifðu á laxi í snjóhúsunum sínum á milli þess sem þeir börðust við ísbirni og þjálfuðu mörgæsir í sjálfsvarnaríþróttum. Að sjálfsögðu sagðist ég vera laxveiðigúrú Íslands og laxveiðar urðiu meginumræðuefni námskeðsins í 2 daga.

-Djamm í Þvottatonni er mjög spes. Spes að því leytinu til að það er búið kl. 2. Vei.

Mósi hefur það annars gott. Vonandi þið líka.

Mósi út.

fimmtudagur, ágúst 3

Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár og þúsund ár dagur, ei meir:

Ég vill byrja á að þakka Sigurði Stormi fyrir þessa frábæru hitabylgju sem hann reyndist vera svo sannspár um, hér er alveg 10 metrar á sekúndu og uasandi rigning.

Hef komist að því að vinnan göfgar ekki manninn, alltént ekki vinnan mín, er búið að vera bilað að gera alla vikuna og ég er bara ´þreyttur og grömpí.....

Gerði kjarakaup aá ljósaperum um daginn, keypti 10 stykki á slikk skyldi akkuru þær voru ódýrar þegar ég kom heim, þetta var 150w perur þannig að íbúðin mín er bara eins og sólarströnd... reyndar fór að sjóða aðeins í þessu þannig að nú sit ég bara heima í myrkri og læt mig dreyma um betri tíð þar sem ljósaperur vaxa á hverju tré .. ó sei sei já þá verður nú lifað skal ég segja þér hehe...

En börnin góð enn og aftur muniði að feta hinn mjóa refilstig og passa ykkur ævinlega á myrkrinu.............

eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,

Sem tilbiður guð sinn og deyr.

kv.

Gautur

þriðjudagur, ágúst 1

fréttir frá Þvottatonni

Jæja, þá er Mósagrísinn að halda áfram heimsreisu sumarsins og nú er viðkomustaðurinn Washington, höfuðborg hins frjálsa heims og vagga lýðræðis og frelsis, yes.

Það fyrsta og merkilegasta sem ég hef lært á þessari ferð er að það er ekki sniðugt að vera á bombastikk fyllerýii kvöldið áður en maður fer í flug til Bandaríkjanna. Hell, Hell I tells ya! Ekki nóg með það að hafa verið glerþunnur þá var eitthvað bilað á Leifstöð þannig að það var klukkutíma röð í check-in. I sjitt jú nott.

Eftir að hafa staðið fyrir aftan illa lyktandi Nojara í klukkutíma komst ég loksins í að tékka mig inn og ætlaði að fá sæti við inngang, sem er eiginlega nauðsynlegt fyrir menn með köngulóalappir. But no, vélin var pakkfull og síðasta sætið var í miðri röð. Jæja, ok, ég gat þá vonast til að sitja við hliðina á einhverjum þægilegum sem að færi lítið fyrir og léti mig í friði. Eitthvað virðast Hábeins taktarnir hafa klikkað í þessari ferð því að þegar ég loksins fann sætið mitt í pakkaðri vélinni sá ég að ég mátti sitja milli tveggja eldgamalla, illa lyktandi fúlskeggjaðra jólasveina. Án gríns, þeir voru báðir með svona massíft jólasveinaskegg og það var heví neftóbakkslykt af þeim báðum. Æðislegt. Og svo hættu þeir ekki að tala við mig á einhverri ensku mállýsku sem var mjög torskilin. Frábært. Það var ekki fyrr en í lok ferðarinnar sem annar gömlu kallanna varð ögn áhugaverður og fyndinn þegar hann sagðist hafa verið mjög ánægður með ferð sína til Grænlands og Íslands því að, quote: "I hardly saw any black people or spanish people. I liked that alot, they are everywhere in the U.S. and I can't stand it. Nice to see that Iceland is still clean" Magnaður skítur.

Svo er náttúrulega bara snilld að vera á einhverju seminari með kollegum úr utanríkisþjónustu Bandaríkjanna og vera alveg að krepera úr þynnku og jetlag.

Merkilegt þykir þó að ég er ekki enn búinn að týnast eða villast og fór meira að segja í neðanjarðarlestina í dag og í eitthvað moll og komst til baka aftur án teljandi vandræða. Kannski ég sé loksins farinn að fatta þetta hægri-vinstri dæmi sem allir eru alltaf að tala um.