Jæja, þá er mósandi grísinn búinn að vera hérna í tæpa viku. Hvað hefur grísinn sá arna þá lært merkilegt á kostnað Sáms frænda? Jú, eftirfarandi:
-Á fyrirlestri um spillingu komst ég að því að ég væri helsekur um öll heimsins vandamál því að ég var með 7$ Ray Bahn(einnig þekkt sem Feik Bahn) sólgleraugu á mér.
-Gleraugun urðu hins vegar til þess að Roberto, litli feiti Mexíkaninn á námskeiðinu, fannst ég ógeðslega svalur því að þessi sólgleraugu voru alveg eins og sólglergaugun hans Tom Cruise í Top Gun, eða svo sagði hann allavega. Þessi vitneskja kostaði það að hann talaði bara í Top Gun kvótum og kallaði mig Maverick. Fíbl. Samt kúl að geta talað TopGunísku. Það kæmi ykkur á óvart hvað það er hægt að púlla Top Gun kvót við mörg mismunandi tilefni.
-Laxveiðar eru kúl. Það spurði mig einhver um laxveiðar á nákmskeiðinu, því hann hafði heyrt að Íslendingar lifðu á laxi í snjóhúsunum sínum á milli þess sem þeir börðust við ísbirni og þjálfuðu mörgæsir í sjálfsvarnaríþróttum. Að sjálfsögðu sagðist ég vera laxveiðigúrú Íslands og laxveiðar urðiu meginumræðuefni námskeðsins í 2 daga.
-Djamm í Þvottatonni er mjög spes. Spes að því leytinu til að það er búið kl. 2. Vei.
Mósi hefur það annars gott. Vonandi þið líka.
Mósi út.
laugardagur, ágúst 5
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli