mánudagur, ágúst 21

Ferðaannáll

Jæja, þá heldur engisprettu Haraldur faraldur ferðum sínum áfram. Mósi er nú staddur í Frankfurt og gengur undir nafninu der Müssenschwein.
Ferðin byrjaði betur en ég átti von á þar sem ég var staddur á Leifstöð kl. 5 á laugardagsmorgni og hitti þar engan annan en Pésa. Við Stubbi rifjuðum upp gamla takta á flughafnarbarnum kl. 5:30 að morgni og sötruðum nokkar öllara og skiptumst á lygasögum. Bara gaman.
Frankfurt er annars fín búlla. Ég er reyndar á hóteli sem er inná svæði bandaríska sendiráðsins sem nota bene er gamalt hersjúkrahús. Það er soldið eins og maður sé að fara inní herstöð; það er 3 metra há girðing með gaddavír allt í kring og mar þarf að fara í gegn um heví öryggishlið þar sem maður er næstum stripsearchaður í hvert skipti sem mar fer inn og út. Bærinn sjálfu er ferlega fínn, minnir soldið á strikið gamla góða, og ég hef komist að þeirri niðurstöðu að hér eru ca. jafn margir hundar og mannfólk. Der Müssenschwein kemur samt enn á óvart því honum tekst að komast ferða sinna án þess að villast, og við erum að tala um langt labb í lestarstöðina og fara í rétta lest og alles!

Meira síðar. Frankfurt út.

P.s. Veiðiklúbbur FUGO gæti hugsanlega lært eitthvað af kellingunum sínum ef eitthvað er að marka þetta

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Held að veiðideild FUGO ætti frekar að smella sér til Grænlands og veiða sauðnaut. Auðveldara að veiða bráð sem veiðimaðurinn þekkir VEL

Nafnlaus sagði...

HAHAHAHAHAHAHAHAHAHA.... einhver bitur!!!

Mósagrís sagði...

Kommon, hvad er med thetta anonymus bullsjitt? Ef einhverjar kellingar vilja skammast i einhverjum okkar(Gauti) gerid thad tha undir nafni. Fibl.