þriðjudagur, ágúst 15

Veiðipósturinn - Epitaph

Jæja, þá er fyrstu formlegu veiðiferð FUGO lokið. Vá er ég þreyttur og þunnur. Þrátt fyrir slælegan árangur okkar manna hvað veiði varðar verð ég að lýsa yfir hrikalegri ánægju minni með ferðina og legg til að þetta verði árlegur viðburður hér eftir, þó að við finnum kannski aðra árans á sem er mögulega með einhverjum fiskum í. Það er alveg magnað hvað það er gaman að vappa um í veiði í góðum félagsskap, fá sér vænan sopa af Johnny og hlæja að Unnari þegar hann setur flotholt á Toby spúninn sinn.

Ýmir verður reyndar að reljast veiðikóngurinn þar sem hann náði einum vænum fiski á land sem ég held að hafi mælst 10. Teitur er close second því hann veiddi golfkúlu. Verri afleiðing er kannski sú að Gunnar og Unnar virðast hafa bondað full mikið þar sem þeir gældu hvor við annan í lynginu og krækiberjunum og eru víst farnir að stunda KFT af miklum krafti þessa dagana.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir mig strákar, þetta var snilld.

Krækiberjastríð er íþrótt séntilmanna.