Ofurvenjulegur mánudagur. Fyrir utan eitt atriði. Úrskurðarnefnd um ónýtar tennur tók sig til um daginn og úrskurðaði rótarfyllingu í einum efri jaxli ónýta þar sem tönnin hafði klofnað. Gott og vel. Það hafði aleiðingar í för með sér sem ekki sér fyrir endan á. Kl. 9:00 í morgun var tönnin fjarlægð af þar til skipuðum tannlækni og tók það ekki nema 45 mínútur að hjakast í tanngarðinum og fjarlægja óþekktarorminn, ekki nema. Kl. 11:30 var deyfingin að mestu horfin og en sársaukinn ekki, auk þess sem blóðið er ekki að hætta að streyma úr tannholdinu. Á dagskrá er svo bara að setja eitt skrúfstykki í stað hinnar horfnu tannar, títanskrúfa hvorki meira né minna. Lýtið mun ekki verða mjög sjáanlegt fyrir utan það að ég ímynda mér að járnbolti verður settur utan á kinnbeinið.
Að öðru leyti meirháttar dagur og skemmtilegur.
mánudagur, ágúst 28
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli