Jæja, þá er mósandi ferðagrísinn kominn aftur á klakann reynslu og vísdómi ríkari. Ferð mín um lönd þeirra amerísku var viðburðamikil og merkileg, t.d. réðst á mig padda á stærð við stóru tánna mína, ég sá heimsins stærsta tannstöngul og komst að því að Virginia Suites Hotel er borið fram djinja síts tel. Svo sá ég húsið hvíta og fattaði þá að ástæða stríðsreksturs Bush er svipuð þeirri hjá kollega hans Hitler, Lebensraum!, því að Hvíta Húsið er pinkulítið og Bush langar í þessar stóru arabahallir. Merkilegast og nytsamlegast þó af því sem ég lærði er þetta, og ég bið alla hugsanlega ferðalanga framtíðar og nútíðar að fylgjast vel með og læra heilsu ykkar vegna: Cooked onions á pulsu er ekki, ég endurtek EKKI, steiktur laukur og á í raun ekkert skylt við steiktan lauk. Pulsa með tómatsósu og cooked onions er pulsa með tómatsósu og einhverju ógeðslegu rauðu mauksoðnu lauk-tómatjukki sem er subbað yfir alla pulsuna.
En að veiðinni, já.......nú rýf ég veiðiþögnina sem var þvinguð á okkur hér fyrir nokkrum mánuðum í ljósi þess að veiðin er eftir 4 daga. Já herrar mínir, laxinn bíður með eftirvæntingu eftir sírenusöngvum Gauts og fagurlimuðum ballet-töktum Bjarna. Línur eru farnar að skýrast og er veiðigrúbban svona: Mósi, Feitur, Trölli, Patti, Nubbi Gerb, Nærbuxna-Atli, Dr. Djúsíbúrger og Unnar "I'm a Lady" Bjarndal. Kolli Garðdvergur muni að öllum líkindum láta sjá sig við ána og einnig hefur Orri Hugni meldað sig sem part-time veiðiþjón.
Mósi er forvitinn að vita hverjir eiga veiðidót og hverjir ekki. Nú er kominn tími á að menn geri húsleit hjá pöbbum og öfum og steli gömlu bambusstöngunum og klofstígvélunum sem þeir hafa ekki notað í 20 ár. Best væri ef hver og einn geti reddað sjálfum sér allavega einni veiðistöng, veiðihjóli og vöðlum. Vissulega geta menn sem eru saman í kompaníi deilt græjum, en það er talsvert meira gaman að vera með sér dót.
Svo var ég að spá hvort að við ættum að vera með sameiginlegan mat, slá í einhverja veislu í kvöldmatinn og hafa það grand. Menn koma að sjálfsögðu með eigið nesti og bjór, en það er ferlega gaman að vera með sameiginlegan kvöldmat og svona. Svo er náttla líka bara hægt að koma með eigin pulsur og cooked onions ef menn vilja það frekar.
Nú mega menn koma með sitt innpútt á þetta.
Mósi út.
þriðjudagur, ágúst 8
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
9 ummæli:
Ég þakka fallegt boð Raven Riley og mun mæta með góða skapið.
Ég mæti með allar græjur, geri ég ráð fyrir.
Er nokkuð dottið úr tízku að veiða með maðk á öngli?
Ég hélt að pointið með því að fara í VEIÐI-ferð væri einmitt að þurfa ekki að hafa áhyggjur af að kaupa mat fyrirfram. Maður veiðir hann bara!
Eins virkar það sem góð hvatning því ef ekkert er veitt þá er ekkert étið!
Annars verð ég í Vestmannaeyjum fram á sunnudagskvöld. Ég reyni nú kannski að þvæla mér til ykkar eftir það...
gömlu vöðlurnar mínar eru víst eitthvað farnar að láta á sjá og stöngin er í viðgerð þannig að ég veit ekki hvað ég á að gera eiginlega, spurning um að beila bara á þessu er þetta hvort sem er ekki ea helvitis kellingasport? hehehe
Gautur er veiðiþjónn ferðarinnar og sem slíkur þarf hann bara að koma með mixer, sólhlíf og nóg af skeinipappír.
Sumir þurfa nú bara að leita í skápum kærustunnar þeirri hinni sömu og kann að kasta og er ekki boðið með í ferðina en ekki hjá öfum og öðrum karkyns fjölskyldumeðlimum til að fá græjur!
Skal veðja að þið komið heim þunnir og án afla sem er kannski markmið ferðarinnar :)
Beta
að veiða með maðk er töff, þar sem ég er bara með maðkastöng, báðar flugstangirnar hennar ömmu eru brotnar! Hver ætlar að grafa eftir möðkum? pant ekki.
ég hélt að strippararnir ætlaðu að elda?
pant ekki týna maðka!!! heheh suckers.....
Sem veiðiþjónn mun ég oppireita temaskínu FUGO-manna sem og sjá til þess að nóg sé til af belgískum gúrkuvodka. Annars er það plan B hjá mér að gefa Kolla allan gúrkuvodkann ef hann kemur og þegar hann er dauður um 3 leitið ræna vöðlunum hans....og kenna ykkur svo að kasta eins og við gerum í minni sveit!!!!
Elda!!! Til hvers er þá kanínubúningurinn???
Til að svara Betu þá er markmið ferðarinnar að afla fjölskyldum FUGO manna fæðu og sjá fyrir heimilum okkar. Allur umfram afli fer til fórnarlamba jarðskjálftanna í Pakistan. Ef menn skyldu virðast slappir eða hálf utan við sig að ferð lokinni er það sökum áreynslu við þetta göfuga verkefni og á ekkert skylt við þynnku eða önnur varhugaverð hliðaráhrif áfengisdrykkju.
Skrifa ummæli