föstudagur, febrúar 14

Ég uppgötvaði mér til mikillar skelfingar að draumur minn er örðinn að veruleika.......ég er frægur!!!! ég var á hlemmi áðan einu sinni sem oftar, þegar ég tók erftir að hópur af unglingsstúlkum var að benda á mig og flissa....mér fannst þetta frekar einkennilegt þar sem að ég er ekki vanur að verða fyrir svona áreiti á almanna færi....svo fór mér að líka þetta bara svona helvíti vel......leið eins og maður væri eotthvað celeb........svo rann mér skyndilega kalt vatn milli skinns og hörunds.......VAR ÉG MEÐ OPNA BUXNAKLAUF......ég hljóp í felur til að athuga það....en viti menn svo var ekki...... skyndilega gekk ein stúlkan að mér og spurði flissandi..... er þú ekki klamidýukallinn??????? .......ég ég varð dumbrauður í framan af skömm.....en stundi svo upp ........"jú jú það passar......."...........þá fór hún að segja mér að kynfræðslumyndirnar sem að ég lék í á hápunkti ferilsins væru kenndar í öllum grunnskólum landsins.....15 ára unglingum.....og þótt víst hið besta skemmtiefni.....ég varð enn rauðari ef það var þá hægt...........Djöfull ég vissi að ég hefði ekki átt að leika íþessu nú munu komandi kynslóðir íslenskra ungmenna líta á mig og flissa þarna er klamidýjukallinnn.............svona er þetta frægðin getur verið erfið...........það er nefnilega svo kalt á toppnum............PATTINN

Engin ummæli: