mánudagur, febrúar 17

Sælir félagar!

Já hún Birgitta okkar er að fara til Rigu! Það er alveg nákvæmlega sama hvað hún hefði gert í þessari keppni, þó svo að hún hefði sungið Gamla Nóa, þá hefði hún samt unnið með yfirburðum! Það voru nefnilega allar stelpur á Íslandi sem eru komnar á skóla-aldur (og þ.a.l. með Gemsa) búnar að vera að hringja inn síðan snemma um daginn! Hún hefði þess vegna getað sleppt því að mæta. Hún var búin að vinn alöngu áður en keppnin hófst. En hva.. Hún er nú svo sæt, svo það er allt í lagi!

Persónulega hefði mér fundist fyndnast að senda Leðjuna, þeir hefðu látið alla höllina í Riga klappa í takt, svona nettur leikskóla-fílingur og gaman! Reyndar fannst mér Rúni Júl líka mjög fyndinn í hettupeysunni og með hattinn og sólgleraugun, hann er sko ekki í neinum vafa um það hver er mesti töffarinn á landinu!!!

Annars er þetta bara Júró! Það versta sem gerist er að við fáum ekki að vera með næst (aftur!!!). So, who cares...

Rokkoff!

Engin ummæli: