Nú ætla ég að létta umræðu hérna aðeins. Mál málana í dag eða réttara sagt í gær eru útnefningar akademíu Óskars fænda. Nú verð ég að vera sammála mosagrís opg lísa yfir frati á þessa úreldu stofnun. Það að Jackson hafi ekki verið útnefndur sem besti leikstjóri er náttúrulega hreinn skandall en það að Chicago hafi fengið 13 tilnefningar er út í hött. Vissulega er þetta ágætis mynd en hún er langt frá því að vera besta mynd ársins 2002. Þetta er í raun típískur Brodway söngleikur settur upp á hvíta tjaldið en verkið á tvímælalaust mikli meira heima á sviði. Mulan Rouge var mun betri mynd og nýtti sér möguleika kvikmyndanna mun meira. Nú hef ég einungis séð LOTR: The Two Towers og Chicago af þeim 5 myndum sem eru útnefndar sem besta mynd og þar ber fyrri myndinni af með ljósárum. 'Eg vona bara að eitthvað sé spunnið í Gangs og New York, The Pianist eða The Hours (sem lítur út fyrir að vera rosaleg kellingmynd) því að ef þetta er e-ð í líkingu við Chicago þá erum við einungis að ræða um þriggja stjörnu myndir.
Ég vil að vísu taka fram að þar sem mikið af myndum sem eru tilnefndar í örðrum flokkum eru ófrumsýndar á Íslandi þá er maður ekki marktækur að gagnrýna aðrar útnefningar. ÞAð er greinilega búið að vera mikil gúrkutíð í Hollywood þetta árið því ef Chicago er sú besta (sem hún er ekki að mínu mati) þá getum við alveg eins gleymt öllum myndum sem sýndar hafa verið á árinu. Ég hugsaði aldrei aftur um myndina eftir að hafa séð hana og tel ég það vera lámark um mynd sem tilnefnd er til þessarra verðlauna. Við skulum öll vona að myndin vinni EKKI því að þá mun hollywood láta rigna yfir okkur svipuðum myndum og ég veit ekki með ykkur en ég hef engan áhuga á að sjá Arnold Scharzenegger fara með aðalhlutvekið sem Frú Poppins í Mary Poppins endurgerðinni.
'Eg lísi því hér með frati á hátíðina ef helv.. söngleikurinn vinnur því það á hann ekki skilið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli