föstudagur, júlí 29

Armando vs. Truckers

Nú er það svart. Ég er að fara hætta mér út fyrir bæjarmörkin á eftir. Vopnaður einungis nýjum geisladisk og mínum yfirburðar gáfum mun ég reyna að komast fram hjá hinnum stór hættulegu atvinnubílstjórum... dadadadann! Kannski væri viturlegt að taka með sér bók í bílinn ef að biðinn verður löng. Lesefnið er heldur ekki af verri kanntinum, American Pshyco. Hvað er betra ef að hinir stór hættulegu menn ætla að abbast upp á mig. Ég get reynt að herma eftir einhverjum af senum bókarinnar og ryst þá á hol eða framkvæmt einhvern annan viðbjóð.. nei annars, held ég haldi bara áfram að lesa og hlusta á System of a Down. Að vísu er SOAD mjög liberal (vinstrisinnuð) hljómsveit svo það er aldrei að vita nema ég skelli mér út úr bílnum og styðji stór hættulegu mennina í baráttu sinni gegn auðvaldinu... nei annars, ég hef enga trú á málstaðnum (og enga samúð með þeim heldur). Ætli það sé ekki betra plan að keyra í gegnum Bláfjöll og skilja stór hættulegu mennina eftir í baksýnisspeglinum... gott plan?

þriðjudagur, júlí 26

Meira um sama

Kátur Björn bennti, í síðustu færslu, á atburð er átti sér stað í London fyrir skemmstu. Málsatvik voru þau að á heitum sumar degi var þungklæddur maður, er var með bakboka, á flotta undan lögreglunni skotin 7 sinnum í höfuðið. Lögreglan vildi ekki miða á búk mannsins þar sem grunað var að sprengiefni væri í pokanum. Ég hef verið að hugsa um þetta atvik þó nokkuð upp á síðkastið og í dag fletti ég upp á google eftirfarandi: innocent man shot. Þetta gaf t.d. eftirfarandi niðurstöður (aðrar en atvikið í London og ég nenni ekki að telja upp allt enda 2,3 milljón niðurstöður) :
Innocent Man Shot In Face By FBI
Innocent, unarmed man shot by New York City Drug Unit
Hér á eftir að leita öðrum eins og nota orðin woman, killed, police... tala ekki um öll þau tungmál sem þetta gæti átt við. Staðreynd málsins er að saklausir menn eru skotnir. Þetta gerist oft og við heyrum ekki alltaf af því. Þessar sögur hafa oft komið fram og það mun ekki breytast. Þetta er kannski í fyrsta skipti sem þetta gerist í Bretlandi en ábyggilega ekki það síðasta.
Staðreyndin er að skotárásin sjálf er ekki vandmálið heldur vopnaburður lögreglu. Það hefur marg oft verið sannað að menn gera mistök jafnvel þó þeir haldi á byssum. Lögreglan í BNA drepur all nokkra árlega af þessum sökum og er ekki alltaf hægt að sakast við lögregluna. Lögreglumennirnir í London höfðu alla rétt samkvæmt sinni dómgreind til að skjóta manninn en ef þeir hefðu verið óvopnaðir hefði slíkt hið sama ekki gerst.
Sumir vilja kannski meina að það sé skiljanlegt eftir atburði síðustu vikna að lögreglumenn í Bretlandi beri skotvopn. Ef svo er þá höfðu mennirnir allan rétt til að skjóta. Spurningin ætti frekar að vera hvort við sem vestrænt samfélag samþykkjum vopnaburð lögreglu. Eftir 11. september fóru lögreglu menn á Keflavík að bera skammbyssur. Ef við sem íslensk samfélag sammþykkjum þennan vopvopnaburð þá sammþykkjum við líka notkun vopnanna þegar að lögreglumaður telur að þess sé þörf. Því að það er einungis dómgreind lögreglu mannsins sem ákveður hvort að vopninu sé beitt eður ei. Stundum er nefnilega ekki hægt að eiga kökuna og éta hana líka.

Blair í bulli

Ok! það var nógu slæmt hjá löggunni í London að skjóta saklausan útlending 7 sinnum í hausinn (svo hann myndi nú örugglega nú drepast!) og spyrja svo. En Blair tókst að toppa það með því að reyna afsaka það og það væri bara allt í lagi að löggann skyti óvart stökum sinnum saklausa borgara. Kom bara hress í sjónvarpið og sagði að ef löggan hefði ekki skotið gaurinn og hann hefði verið hryðjuverkamaður þá hefðu þeir verið gagnrýndir alvega jafnmikið!!! meiriháttar Blair, alvega súper röksemd. Sem sagt það er allt í lagi að skjóta alla í London sem lengi sem þeir gætu kannski, líklega, hugsanlega, eitthvað verið viðriðnir hryðjuverk eða 3 kynslóðar innflytjendur.
Voða stutt í alræðishyggjuna með þessum röksemdum. Enda eru glæpir lítt þekktir í alræðisríkjum.
Langaði bara til að koma þessu á framfæri. Takk sáli.

HVAÐ ER AÐ HEIMINUM MAMMA?

Var að rúnta í blíðunni í gær. Sem er alveg hreint sérdeilis prýðilegt á svona fallegum degi þegar sumarseiðingurinn er kominn í mallakút.....og manni líður eins og litlu fiðrildi... nei meira svona eins og litla ljóta andarunganum sem er að fara að breytast í svan......ú verð að faraað kíkja á lækni er orðinn eitthvað svo hryllilega pósitívur upp á síðkastið .....hlýtur að vera eitthvað samhengi milli fölgunar sólardaga og góðaskapsins...........Alltént ..ég var að rúnta og kveiki á útvarpinu.....heyrir Pattinn þar nokkuð staðfastan og hressilegan takt.... sem honum líkar vel við.....skyndilega rymur einhver blökkumaður þess setningu sem er hér fyrir ofan (en vitanlega á ensku) "hvað er að heiminum mamma..... "(what is wrong with the world mama)Pattanum hrökk þetta líka litla í kút..... og hálf veinaði ... vakti það gríðarlega kátínu vegfarenda á Laugaveginum að sjá fullorðinn mannin gargandi eins og smá stelpu..(mental note.....loka gluggum þegar kvekja á á útvarpi..) ... áfram hélt takturinn og ítrekað rumdi negrinn þessa sömu línu.....hvaða, hvaða hugsaði Pattinn óskaplega er þetta eitthvað þunnur kveðskapur hjá félaganum....... en jú jú eins og þeim er von og vísa þeim mönnum sem kosið hafa að tala músikk..(eða rappa innskot höfundar) lumaði félaginn á einhverjum heljarinnar texta sem hann rumdi ásamt félaga sínum..... þetta var mjög hressilegt..... Pattinnn fann sig líka vel með þessum bræðrum sínum (þess má í framhjáhalupi geta að þeir görguðu ítrekað að við værum bræður!) ... baráttan við að komast úr fátæktinni í "hverfinu" og komast til manns.... Þetta er málið hugsaði Pattinn þar sem hann silaðist niður Laugaveginn....... eða hvað.....getur nokkuð verið að þetta baul eigi sáralítið erindi til mín?..... ég meina .... hvaða sálrænu eða andlegu tengsl get ég hugsanlega átt við veruleika fátækrahverfa stórborga Ameríku....... ekkert...... ekki það að ég hafi ekki unun af að hlusta á rymjandi blökkumenn annað veifið...alls ekkki miskilja mig ......á bara efitt með að sjá tenginguna......sko.....

Kv
Pattinn

mánudagur, júlí 25

Hollywood here I come!!!!!!

Daginn!

Þakka FUGO- mönnum og konu.. fyrir skemmtilega viðkynningu í rjómablíðunni í Þjórsárdalnum. Góð skemmtun í alla staði.... 25 stiga hiti , fossaskoðanir og bjór.. bara alveg hreint frábært....

Loksins hefur kallið komið... undirritaður er á hraðri leið upp á stjörnuhimininn.... þar sem ég hef verið ráðinn til að hlaupa um og drepast í stórmynd Clints Eastwoods Flags of our fathers.... ég lofa öllum lesendum að leggja mig allan í þetta til að tryggja Clintaranum en einn óskarinn..... p.s þannig að það er óþarfi að spyrja mig afherju ég er með þessa fáránlegu klippingu..... Það er skylda fyrir myndina.... og hvað gerir maður ekki fyrir frægðina... og tækifærið til að komast í alvöru stríðzleik..... ég mein avið fáum alvöru byssur og sjitt...... heví fínt.....

Látum okkur sjá.... hvað fleira hefur á daga mína drifið..... hmmm jú skellti mér í atvinnuviðtal hjá Intrum..... fékk reyndar ekki skilaboð um að ég ætti að mæta fyrr en 10 mínutum fyrir það.... það er svona að vera símalaus in the great outdoors...... en þetta slapp alllt fyrir horn og var sérstaklega stoltur þegar spurningin reykir þú kom og ég svaraði stoltur ...nei..... það er náttlega tæknilegt aukaatriði að ég hafi hætt í morgun.... ég meina óþarfi að vera eitthvað teknical... þannig að maður verður kannski farinn að böggast í fólki þar fyrr en seinna... skemmtileg svona vinna sem involverar að bögga fólk kannski ég ætti bara að sérhæfa mig í þessu... gerði það kannski að ákveðnu leiti þegar ég fór í lögfræðina .. ó vell

föstudagur, júlí 22

Spurning um að vera frumlegur

Sagt er að Þjórsárdalur hafi verið í byggð frá landnámi til stórgoss Heklu árið 1104, þegar byggðin eyddist næstum alveg í dalnum. Þjóðveldisbærinn var reistur þar og vígður árið 1974 á 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar og er opinn almenningi á sumrin. Hann var byggður með rústirnar að Stöng, ofar í dalnum, sem fyrirmynd (uppgröftur 1939). Stöng er tengd örstuttri sögu um Gauk trandil, sem er sagður hafa búið þar og fíflað bóndakonuna á Steinastöðum, systur fóstbróður hans, Ásgríms Elliðagrímssonar. Þrátt fyrir blóðböndin vó Ásgrímur Gauk á Gaukshöfða við Þjórsá fyrir þessar ávirðingar. Þar fannst kuml með vopnum og öðrum minjum, sem eru varðveittar á Þjóðminjasafni.

Í þjórsárdal er útisundlaug, sem starfsmenn Landsvirkjunar byggðu á meðan Búrfellsvirkjun var í byggingu. Hún er opin almenningi á sumrin. Næsthæsti foss landsins, Háifoss, er innst í dalnum í Fossá. Annar foss, Granni, fellur fram af sömu bjargbrún við hliðina á honum. Það er auðveldara að komast að fossunum frá línuveginum ofan við þá en að aka upp allan dalinn (aðeins fjórhjóladrifsbílar). Rétt hjá fornleifauppgreftrinum að Stöng er önnur náttúruperla, Gjáin, sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.Þar sést fagurt samspil landslags, gróðurs, fossa og lækja. Hægt er að aka frá Stöng upp að góðum útsýnisstað við Gjána og áfram upp á Haf að Sandafelli við Þjórsá og inn á leiðina að Hrauneyjum, Sigöldu, Sprengisandi og Landmannalaugum.

fimmtudagur, júlí 21

Merkilegt

Ég var að eyða tíma á b2, meðan ég átti að vera vinna, og fann þessa merkilegu statístík. Til hamingju Káti Björn þú greinilega ekki langt að sækja þetta, 3 sæti (þegar þetta er skrifað) góður. Ég man samt ekki mikið eftir þessum atli20 (9 sæti þegar þetta er skrifað). Merkilegt.

Spurning um að skipuleggja e-a skemmtilegt

Heví fín síða ... tjekkið á þessu


http://snjofell.is/islenska/


spurning um að kíkja á toppinn

kv

Gautur

miðvikudagur, júlí 20

Dælið sjál!!!

Hvað er að gerast með þessa sjálfsafgreiðslu allstaðar…... maður er gjörsamlega hættur að fá almennilega þjónustu það er sama hvar maður fer maður þarf að gera allan anskotan sjálfur…ég bíð bara eftir að maður verði sendur inn í eldhús á veitingahúsum tl að sækja matinn…………..svo verður maður settur í uppvaskið á eftir……….og hvað er maður svo að græða á þessu …. kannski svona 5 krónur ………….5KRÓNUR !!!!! hvað er I gangi er enginn nema ég að sjá hvað þetta er hrikalega fáránlegt …. Fimm kall hverjum er ekki sama ég meina þetta er ekki neitt….” Nú hugsa þeir aðhaldssömu ..margt smátt gerir eitt stórt….” Þetta er bara enn ein leiðin til að láta okkur líta út eins og fáráðlinga og hvað er anað verið að gera en hafa af okkur peninga…. Þetta er svona almen þjónusta sem maður á að geta farið fram á í ljósi þess fárálega háa verðlags sem er hér á landi….. ég var einmitt áðan að taka bensín….og ákvað að vera hagsýnn og dæla sjálfur…og græða 2 kr á lítrann (þvílíkur hörkugróði) nei nei hvað haldiði ég byrja að dæla (þess má geta að ég er frekar mikill klaufi) ekkert gerðist það klikkti bara í græjunni en ekkert gerist …. Hvað er þetta hugsaði ég ……djöfullinn er þetta ég hlít að geta dælt bensíni …..ég er nú ekki svo lítið búinn að hlæja að mönnum sem hafa það að atvinnu að dæla bensíni…..ég hefði aldrei látið mig dreyma um að þetta væri svona erfitt….og svo skyndilega frussaðist út úr dæluni og ég stóð þarna eins og asni rennandi blautur í bensíni…..öskrandi brjálaður….. æddi inn á bensínstöðuina og hellti mér yfir afgreiðslumaninn….hann hló og sagði að ég yrði að láta fagmenina um þetta!!!!!!! Hvað hef ég lært….jú ég hef lært að þessar 2 krónur á lítrann eru engan veginn þess virði ….. best að láta fagmenina um þetta auk þess sem þetta er allt bara eitt stórt plott! Látum ekki glepjast stöndum þétt saman

Baráttukveðjur

Gautur

þriðjudagur, júlí 19

Helgin á Eigilsstöðum hjá Feita Baunanum

Jæja, mér fannst upplagt að skrifa aðeins um síðustu helgi hjá mér. Þó að flestir séu búnir að heyra e-ð af þessu þá má ekki skilja neinn útundan. Þannig var mál með vexti að ég, ásamt nokkrum verkfræðifélögum, skellti mér á austurland um síðustu helgi. Tilefni var gott boð frá öðrum verkfræðifélag í tilefni af 25 ára afmæli. Nú lagt var af stað á fimmtudaginn um suðurland og komið á sunnudegi um norðurland, s.s. ég fór hringin ... jei! Alla veganna það er lítið frá sögufærandi af þessarri helgi nema afmælisgjöfin sem var valin af okkur ferðafélögunum. Við gáfum nefnilega hana eða eins og það heitir á ensku "a cock" (I shit you not). Það má finna mynd a dýrinu hér. Ef menn vilja sjá aðrar myndir af fólki sem þið þekkið væntanlega ekki þá bendi ég hingað. Þið getið náttúrlega ímyndað ykkur gullnámuna af bröndurm vegna orðsins "cock". Einnig týndinst haninn út í skógi og því var efnt til keppni í "cock catching". Það mistókst því miður fyrsta daginn og því vaknaði maður upp við hanagal á laugardeginum. Sem betur fór var einn svo góður að öðlast titilinn "cock catcher" og því var hægt að koma hananum fyrir í hæsnakofa á staðunum. Annars lítið að frétta af þessu maður drakk, maður söng og það var varðeldur. Basicly bara það sem gerist í útlegum sem þessum.

Áríðandi tilkynning!

Fugo menn nær og fjær athugið... nú er tíminn til að dusta rykið af viðlegubúnaðnum og leggja land undir fót. Fyrirhuguð útlilega Fugo-mann er fyrirhuguð helgina 22-24. Næg sæti laus áhugasamir geri vart við síg hér á síðunni. Farið verður á föstudegi og komið aftur á sunnudegi innifalið er matur gisting og góður selskapur svo framarlega greiðsla. Stjórnin vonast til að sjá sem flesta vini og velunnara FUGO á svæðinu.

Kv

Stjórnin

Geitin, beljan og hundurinn

Menn bara hressir í teiknimyndunum! Svona til að vera með þá langar mig til að minnast nokkrum orðum á bestu teiknimyndasyrpu allra tíma...vandmálið er að ég man ekki hvað hún heitir eða hét! Í henni var svona gylltur fugl sem var ekki neinn venjulegur fugl heldur svona vélmenni...meirháttar stöff. Svo man ég ekki meir nema hvað þarna voru indjánar í suður ameríku og vondir kallar.

En að öðru miklu mikilvægara. Nebbnilega söguna af geitinni, hundinum og beljunni. Epísk saga eins og þær gerast bestar! Gamall maður með hvítt skegg, í sundskýlunni einni saman, sagði mér hana þegar ég spurði hann hvað málið væri eiginilega með hundinn, geitina og beljuna.
"Hundurinn, beljan og geitin fóru saman í rútuferð. Eftir smá spöl vildi geitin far út. Rútan stoppaði ekki þannig að geitin brá á það ráð að stökkva bara út á fullri ferð, án þess að borga. Þess vegna hleypur geitin alltaf í burtu þegar bílar nálgast. Stutt seinna vildi hundinn fara út. Rútan stoppaði en fór aftur af stað áður en hundurinn fékk til baka. Þess vegna hleypur hundurinn alltaf á eftir öllum bílum. Á áfangastað fór svo beljan út og borgaði og fékk til baka. Þess vegna er henni allvega sama þótt bílar keyri um á vegnum, hún stendur bara róleg og fer ekki fet" !!! hananú, þvílík speki!
Læt ykkur um að melta þetta í smá stund, svo skal ég segja ykkur hina raunverulegu merkingu á bak við þessa góðu sögu.

mánudagur, júlí 18

Þrumukettirnir rokka

Gott innlegg hjá meistara Gauti. Ég er samt ekki alveg 100% sammála honum að öllu leyti. Ég tel nebbla alveg útí hött að líkja saman gamla góða barnaefninu okkar við þann hrylling sem framleitt er fyrir okkar yngri kynslóðir. Vissulega eru smjattpattarnir og barbapabbi full fríkí, enda eru þeir afsprengi post-hippatímabilsins þar sem menn voru rétt að jafna sig á gömlum sýrutrippum og ranghugmyndum um sátt og samlyndi mannkyns. Þetta dót var líka ekki beint fyrir okkur 1980 mennina, þetta var fyrir ormana sem á undan komu, enda sjáiði hvernig fór fyrir bróður mínum.
Barnaefnið í dag er svo engu betra. Nú erum við með einhver fáránleg furðudýr sem búa í boltum nema þegar eigendur þeirra vilja láta þau berjast, og þá berjast þau ekki einu sinni með kjafti og klóm heldur horfa illilega hvert á annað þar til hitt gefst upp.....ég hef aldrei fattað þetta Pókemon stöff. Teletubbies eru svo öllu verri. Þar er verið að gefa þau skilaboð að öll börn eigi að hlýða yfirvaldinu sem er í formi loftnets sem gefur frá sér merki um að allir eigi að koma og vera þægir. Ekki nóg með að þetta morð einstaklingsins viðgangist í þessum illu þáttum, þá eru þeir líka með eina mest krípí sól sem ég hef séð. Kommon, hver setur ógeðslegan barnahaus í sólina sem hlær með morðglampa í augum og er greinilega að bíða færis á að éta greyið teletöbbíana.
Þegar við vorum púkar var alvöru barnaefni sem bætti manninn og þroskaði andann. Það voru tímar Garps, Þrumukattanna, Transformers og Hermanna-Jóa. Við horfðum á fylkingar góðra manna og dýra etja kappi við sannkölluð fúlmenni á borð við Beina og Mum-RA og bera sigur úr býtum í hverri viku. Þetta efni bauð uppá sannkallaðan frumleika og var hugsanahvetjandi. Tel ég fyrir víst að vélmennin í Transformers sem breyttu sér í allra kvikynda líki séu helsta ástæða mikillar vakningar í verkfræðinámi. Garpur kenndi okkur að beinagrindur væru vondar og var þannig með boðskap gegn bæði anorexíu og necrófílíu og Þrumukettirnir sýndu og sönnuðu að kettir eru mikilu betri en hundar.
Okkar barnaefni var barátta góðs og ills, var spennandi og hvetjandi. Barnaefnið í dag er letjandi, dregur úr fólki og styður þá þróun að allir þurfi að vera jafnir, þ.e.a.s. jafn miklir meðalmenn og hjarðdýr.

Hmmm.....ég held að ég hafi misst mig í smá rantings þarna undir lokin. Kannski ég ætti að bæta við umfjöllun um mynd sem ég tók af krana þar sem sjá má augljóslega tilvist guðs á skugganum sem hann varpaði í hlutfalli við húsið.....

föstudagur, júlí 15

“Um óraunhæfan veruleikaflótta Smjattpattana.”

Ein helsta ádeila sem ég hef séð í seinni tíð á vestræn gildi og menningu má finna í hinum merku bókum um Smjattpattana. Fyrir ykkur sem ekki eru “inn “ í þessum fræðum er líklega best að ég rifji upp þetta kynlausa grænmetissamfélag. Þannig var mál með vexti (ekki þó ávexti) að nokkrir félagar undir forystu valdagráðugrar kartöflu höfðu flúið kúgun garðyrkjubóndans og stofnuðu nýlendu sem samanstóð af hinum fruðulegustu einstaklingum eins og kynvillt lárpera að nafni Lalli .. .. lesbískar systur sem voru SVEPPIR…… auk þess má nefna goðsagnakenndar persónur eins og Tomma tómat, Pésa pipar að ógleymdri gúrkunni Sval sem var brautryðjandi í þann tíð þar sem hann fór sinna ferða á hjólabretti löngu fyrir tíma þeirrar menningar…… Þetta rugl var maður alin upp við að væri jafn raunverulegt og að Hagkaup er í Kringlunni og að Perlan sé geimskipið sem við munum öll fljúga í burtu með þegar ríkistjórnin áhveður að við skulum fara aftur til plánetunnar sem við komum frá…… Smjattpattarnir eru klassískt dæmi um þá fáránlega breyngluðu mynd sem sálfræðingar og atferlisfræðingar hafa komist að raun um að sé best að presentera raunveruleikann og siðferðileg gildi fyrir börnum. Það er hægt að taka óteljandi dæmi um svona út í hött kúltúra sem er búnir til af leikfangaframleiðendum til að kenna börnum góða siði t.d skófólkið(shoe-people), Strumparnir (sem er eitt veruleikafyrrtasta dæmið, þar semhaugur af bláum köllum býr saman í kommúnu húndeltuir af Geðveikum galdramanni. Einhverra hluta vegna dettur mér alltaf í hug baraátta Gunnars í Krossinum við HHommasamfélagið þegar ég horfi á strumpana.) fleiri dæmi svo sem múmínálfarnir sem út skýra sig sjálfir, Barabapabbi sem var bleikur og leit út eins og baðker með augu... einnig má nefna Telletubbies sem er pottþétt einhverskonar heilaþvottur fyrir ungabörn þar sem öll börn virðast relata við þetta kjaftæði... kannski er einhver sálfræðingurinn í útlandinu búinn að ráða gátuna og farinn aðs kilja ungbarnamál sem hann svo notar í Teletubbies þættina...OOOhhh Tinky Winky….. að ógleymdum viðbjóði eins og pókeimon oog lengi mætti telja……Ég spyr bara hvað varð um gömlu góðu ævintýrin sem höfðu einföld og góð siðferðileg gildi….. Vondi kallinn tapaði og brann að eilífu í sýrupotti eftir að hin ýmsustu kvikindi höfðu nsætt útlimi hans ….. einfalt… gott sigrar alltaf vont…… ekkert grænmeti eða bláir kallar til að flækja máli……

Góða helgi

Gautur

fimmtudagur, júlí 14

Today is the greatest, day I´ve ever known

Jæja, fimmtudagur....úfff. Shit þetta er erfitt. Þannig er mál með vexti að vegna skemmtiferðar sem ég er að fara í, til Eigilsstaða, þá er frí í vinnunni á morgun. Einnig er, ef þið hafið ekki tekið eftir því, þvílík rjóma blíða úti. Þessi samsetning er engan vegin að fara vel með mann þar sem ég nenni gjörsamlega engu. Mér tókst að vísu að klára smá í morgun en eftir það hefur allt gegnið mjög hægt. Það eina sem mig langar að gera er ekki neitt og því skrifa ég á FUGO-ið. Þetta er einstök leið til að láta tíman líða aðeins hraðar og stytta þannig tíman fram að mat. Nei, annars þá þarf maður að drattast til að gera e-ð en fjandinn mig langar út! Afhverju er ekki einhver snillingur búinn að taka sig til að finna lif við leti? Væri ekki notalegt að geta poppað einhvern pillu fjanda og verið svo duglegri en andskotinn? Sjæse, ég verð bara að vona að gúllasið í hádeginu hafi þessi áhrif.

Musteri Sálarinnar!

Líkamsræktarátak Pattans...fer fjandans til....... Jú jú ég hef svo sem ekkert á móti líkamsrækt.... málið er bara að þetta er svo helvíti erfitt.... og ég hef alltaf á haft einn verulegan veikleika.... jú það tók mig smá tíma í þerapíu að koma orðum að þessu en nú get ég sagt þetta með bros á vör.....ég er aumingji..... (í líkamsræktarlegum skilningi.) ..... ég hef gert ítrekaðar tilraunir til að stappa í mig stálinu og vaða í ræktina klifjaður stuttbuxum og svitalyktareyði.... en ég hef bara aldrei náð að fíla mig í þessu.... þegar á hólminn er komið .... þá bara enda ég með því að sitja á einhverju hjóli og horfa á sjónvarpið.... það besta við að fara í ræktina... er að komast í sánu á eftir..... það var fínt svona þangað til að stingjandi berrössuð kúkabrún vaxtaræktartröll fóru að streyma inn í klefann.... og þarna sátu menn slefandi og prumpandi í svitabaði (eins og segir í laginu góða.) Þá fékk ég eiginlega nóg.... það var á þessari stundu sem ég fór út og brenndi árskortið mitt..... ég meina kommon.... það er ekki eins og maður sé að reyna að brennna einhverju spiki..... ég er meira svona ens og vannærður albínó frá sómalíu..... þannig að spik er ekki ástæðan fyrir líkamsræktarástundun minni..... nei þetta snýst meira um lúkk og almennt attitúttil tilverunnar.... ég vil vera svona eins og fólkið í Kristalsauglýsingunni....sem er geðveikt fitt og með hlutina á hreinu... í staðin stend ég og þamba kaffi....... ég var svo æstur í að koma mér í ákveðið form að ég hætti að reykja..... (sem er ekki sniðugt fyrir mann sem er eins taugaveiklaður og ég .....þar sem tyggjóneysla mín hefur farið fram úr hófi og þjáist ég nú af krónískum eymslum í kjálkanum og krossbitið hefur ekki enn borið þess bætur.......) Þetta er samt allt á réttri leið ...... nú er bara að finna sér eitthvað sport sem einstaklingur eins og ég nenni að stunda... eitthvað svona sem krefst MJÖG lítillar hreyfingar......... en lúkkar vel...... kannski golf..... en þá þarf maður að labba eins og sveppur út um allar trissur....... annars er alltaf traust að stunda sund.... og láta svo bara marenera sig í heitupottunum .... það er bara svo ógeðslegt að sitja í þessum pottum í kringum gamalmenni með frigðarstunur og sælusvip vitandi að fólk yfir fimmtugt á yfirleitt í vandræðum með að halda þvagi... og persónulega þá er ég ekkert fyrir að synda annara manna hlandi..... þannig að sund virkar ekki.....

.... ætli niðurstaðan verði ekki sú sama og venjulega .... ég held bara áfram að stunda þá íþrótt sem ég er ókrýndur íslandsmeistari í ..... þ.e að hlaupa á eftir strætó......(ég er nefnilega nokkuð góður í því............

Lenti í skemmtilegu debati varðandi hreyfingu í strætó í gær …..sat þarna í rólegheitunum þegar þetta rosalega brúnkukremströll hlammaði sér við hliðina á mér…. Og sat eiginlega ofan á mér… manngreyjið var gjörsamlega afmyndaður af heilsurækt ekkert nema lærin og upphandleggir ….stórreykingamaðurinn og sófadýrið ég, hef alltaf mjög gaman að spjalla við þessa líkamsræktarbesefa… allavega … gaurinn fór að segja mér að hann væri nú að fara að keppa í einhverju vaxtaræktamóti og hefði ekki smakkað vott nér þurrt dögum saman til að líta sem best út…undirritaður væri nú bara dauður úr hor ef hann fengi ekki hambó svona einu sinni á dag!!!.. að sjálfsögðu spurði ég hann tveggja spurninga sem ég spyr alla svona gaura

1. afhverju að standa í þessu og

2. hvað er málið með brúnkukremið…..

...... undantekningalaust fæ ég sömu svörin ....

1. “nú líkaminn er musteri sálarinnar” og

2. “nú til að lúkka köttaðri”

….. Musteri segiru….. ég fór að spekulegra í mínu musteri ….spurning um að fara að vinna smá viðhaldsvinnu…. smá andlitsliftingu… nei fjandinn þessir gæjar eru búnir að missa sjónar af markmiðinu…eru orðnir bara musterið….. sálin löngu farin..... Þeir eru svona eins og kaþólskakirkjan….. eða sjálfstæðisflokkurin ....... ekkert nema stórbrotin umgjörð með lítið innihald….. þannig að ég er eiginlega svona eins og kalvínisti…... í líkamsræktarlegum skilningi….... haha….. svona er þetta…. Það þarf aldrei að velta hlutunum lengi fyrir sér til að finna góða ástæðu til að vera áfram í sófanum… og stirðna…… að sjálfsögðu fylgir maður íslensku leiðinni og gerir ekkert í sínum málum fyrr en maður fær hressilegt hjartaáfall eða netta drykkjusýki…….þangað til læt ég allt sem heitir brúnkukrem og kallmanns g-strengi eiga sig!!!!!

kær kveðja

Ykkar einlægur

Gautur

miðvikudagur, júlí 13

Djöfuls metnaður er í rónunum þessa dagana.... var í 10/11 akkuru ekki að breyta í 9/11 mundi örugglega trekkja ) rétt áðan og þar voru nokkrir félagar í hressaru kantinum... svona gaurar sem fóru í ljós 3 í viku og mættu reglulega í líkamsrækt fóru svo í Hollýwood um helgar og eru eiginlega búnir að vera á tjúttinu síðan... reyndar óþarfi að fara í lejóslengur þar sem mikil útivera hefur gert flesta félagana eins og rauðasvampa í framan.... . en samt eru menn altlaf í stuði..... veifa og dansa og svona......spurning um að fá pínu móral svona daginn eftir.... ég veit nú bara hvernig manni getur liðið eftir nokkur rauðvínsglös... þannig að ég get vel ímyndað mér hvernig stemmarinn er eftir nokkur glös af SPRITTI!!!.... alltént voru félagarnir í 10/11 að þamba kardemommudropa..... bara beint ú hillunni... meðan beðið var eftir löggunni náður þeir að stúta alveg heví mörgum glösum.......litlu 15 ára stelpurnar sem afgreiða þarna þorðu náttlega ekki að gera neitt og ég..... well..... ég var í jakkafötnunum og er ekki með svo mikla riddaralund að ég fari að baksast í að henda einhverjum bums út úr búðum í mínu lögbundna kaffi ó nei ónei...

alltént two thumbs up fyrir lalla johns og félaga...... partíið heldur áfram......

kv

Gautur

Ég er ekki í nokkrum vafa lengur um að mafían hefur tekið sér bólfestu hér á landi...... fjölgun Kebab staða og annarra menningastofnanna bera þessarai þróun glöggt vitni. Ein dularfyllsti Mafíu staður landisns leynist í Hafnarstrætinu undir nafninu Pink Onion sem er bæ the vei rússnekst teik avei...... það fer aldrei neinn þarna inn.. en þrátt fyrir það eru allir starfsmenninrni á nýjum bensum .. smörgreiddir með gullkejurnar vel vafðar í bringuhárin.... ef þetta er ekki dularfullt þá veit ég ekki hvað...... það er eins og þeir vilji ekki fá fólk þarna inn af götunni til að snæða..." no sorry we all out of Swallamada today ..please come later".......
Annars staður sem ég get bent mafíuáhugamönnum á er kaffihúsið Puccini á vitastíg...... þar eru glæsikerrurnar fyrir utan og innandyr sitja yfirleitt hópur smörgreiddra töffara að reykja vindla og spila og svona ..... egar maður nálgast og ætlar inn þá eru þeir snöggir að snúa við skiltunu OPIÐ yfir í LOKA. Hrista svo hausinn og veifa manni í burtu.. nei þetta lið vill sko enga truflun.....

Ég veit ekki en ég er svona þjóðernissinnaður að ég hafði séð fyrir mér mafíu íslands með kindabyssur og svona homegrown.... ekki innflutta glæpamenn.... veljum íslenskt......

þriðjudagur, júlí 12

Var að skoða hinua sálugu bloggsíðu Pattans og rakst á þessa færslu.... ákvað að leyfa snilldinni að njóta sín vessgú!

Mjúkir, sætir, dúllubossalegir kettir. Í Vesturbænum eru þessi rassgöt úti um allt. Malandi framan í mann og nuddandi sér utan í mann. Sætt. Voðalega sætt. Sérstaklega þegar þeir eru breimandi fyrir utan svefnherbergisgluggann hjá manni milli klukkan 1 og 6 á nóttunni. Líka þegar þeir míga og skíta í sandkassana sem börnin okkar eru að leika sér í. Eða þá þegar þeir veiða smáfuglana sem safnast stundum saman í görðunum, sérstaklega ef einhver hefur freistast til að gefa þeim að éta - alltsvo fuglunum. Svo er líka ferlega kjút og skemmtilegt að koma heim til sín eftir erfiðan dag á kónórnum og finna súrsætan keiminn af fersku kattarhlandi koma á móti sér um leið og dyrnar eru opnaðar. Og gaman líka að þurfa að skrúbba alla íbúðina með ediki og klór eftir að einhver ofurkötturinn hefur stokkið tvær mannhæðir innum glugga og merkt sér íbúðina - alla. Spennandi.
Mér þætti gaman að sjá upplitið á eigendum þessara katta ef ég færi inn um glugga heima hjá þeim og migi í sófana þeirra, rúmin og hreinlega upp um alla veggi eins og þessi viðurstyggilegu loðkvikindi. Sem þó væri skömminni skárra en helvítis eilífðarpestarpissið úr þessum kattar­óbermum. Svei mér þá - ég held ég geri það bara.

kveðja

Gautur

Eftir atburði síðasta fimmtudags þá langaði mig að skrifa nokkur vel valinn orð

Það var undarleg tilfinning sem maður fann fyrir þegar ljóst var hvað hafði gerst London í síðustu viku. Það var ákveðið sjokk en samt var þetta ekki e-ð sem kom á óvart. Bretar eru helstu bandamenn BNA og því ekki ólíklegt skotmark múslimskra öfgahópa. Það sem kom öllu meira á óvart var hve hratt fréttinn var að fara af forsíðu allra helstu fjölmiðla og langt inn í blað. Er þetta merki þess að við sem hinn vestræni heimur séum að sætta okkur við hriðjuverk? Verður þetta bara hluti af lífinu í framtíðinni? Það er ekki eins og hægt sé að benda á óvininn. Þetta er tvístraður hópur manna sem hefur lítið annað sameiginlegt en hatur sitt á samfélagi okkar. Sumir gætu e.t.v. sagt að það sé yfirgangur vesturheims sem veldur þessu vandamáli aðrir finna aðrar ástæður. Öfguhóparnir vildu meina að árásin á London væri hefnd fyrir Írak og Afganistan, þetta getur ekki verið rétt. Því að ekki var búið að gera innrás inn í Írak né Afganistan þann 11. september 2001. Þó er ákaflega ólíklegt að innrásir inn í arabaríki eða aukið lýðræði í mið-austurlöndum muni bæta vandan. Því að vandinn er talsvert rótgrónni en það. Vandinn liggur í trú, það er í raun bara svo auðvelt.
Í gegnum aldirnar hefur trú manna valdið ýmsum vandamálum (galdrabrennur og krossferðir koma upp í hugan). Á okkar tímum virðist svo vera að öfga menn, í íslam, frá mið-austurlöndum og öfga menn, í kristni, frá BNA séu í feitu stríði. Á milli þessarra fylkinga stendur svo Evrópa sem hefur í gengum aldirnar lært að trú og stjórnmál eigi lítla samleið. Hvers vegna hefur þá einungis eitt form stjórnar, kommónismi, tekið upp á því að banna trú ef það hljótast af henni svo mikil vandamál? Væri ekki einfaldara að banna þessum öfga að yðka trú sína? Rétt eins og geðsjúklingar fá yfirleitt ekki leifi til að kaupa byssur. Nei, því miður er svarið ekki svo einfalta. Því ef við sem samfélag ætlum að halda því einstaklingsfrelsi er þekkist í dag þá er lítið stöðunni. Af þeim sökum munum við sjá fleiri árásir á komandi árum og eftir því sem þær verða fleiri því minni verður fréttinn. Að lokum munu þessar árásir fá álíka athygli og sjálsmorðsárásirnar í Ísrael eða sprengingarnar í Írak, sem sagt "old news". Hvað er annað hægt að gera en sætta sig við það?

mánudagur, júlí 11

Þunglyndislegir svona drungalegir mánudagar, rigning og þungt yfir, en hver þarf að hafa áhyggjur af slík sem er í VINNU.... vei vei .... það getur maður hlaupið inn ú rrigningunni og setið í loftræstingsleysinu í 10 tíma með bros á vör, gælt við magasárið með kaffiþambi og haft það huggulegt. Ég er orðinn langeygur eftir betri tíð með blóm í haga svona veðurfarslega séð ... ómögulegt að hírast á þessum guðsvolaða klaka allan ársins hring að bíða eftir þessum eina sólardegi sem aldrei kemur.

Minn helsti gagnabanki um íslensk þjóðmál DV sló því upp á forsíðu að nú bæri voðinn vís fasteignamarkaðurinn væri að hruni kominn og nú færi sko allt að falla í verðir... vitnað var í Ken-legan viðskiptafræði prófessor sem helt þessu statt og stöðugt fram, ég hef nú ekki lagt það að í vana min að hlusta á það sem viðskiptafræðingar hafa fram að færa ákvað að gefa þessum séns.... svo rakst étg á að maðurinn hét Snjólfur..... veistu ég get bara ekki treyst einhverjum sem lítur út eins og Ken og heitir Snjólfur..... frekar treysti ég hnottótta rauðbirkna fasteignasalanaum sem lofaði að þeir félagar í fsateingasala klúbbnum myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að kjafta verðið upp enn frekar.... vonuum innileg aað það takist.!!!!
Russneski Norðurflotinn bara mættur til Reykjavíkur.... gat nú ekki betur séð en þeir væru allir meira og minna fullir þarna í heiðursverðinum.....rússar, er við einhverju öðru að búast.

LAs áhugaverðan pistil hjá Gilzneggernum... þar sem hann var að stæra sig af því að eitthvað keis sem hann er með í einkaþjálfun hafi loksins "tappað af í bílskúrinn" (þeir sem ekki skilja hvað þetta merkir eru vinsamlegast beðnir að fara á kallarnir.is og tjekka á orðabókinni!) Þetta taldi Gilzinn að væru greinileg merki þess að yfirhalningin væri að bera árangur.....

Stefnan tekin á ræktina á eftir... eg er nú eiginlega bara strax farinn að svitna... kjellinn er í svo lélegu formi að það er svívirða.... hélt ég myndi gubba í strutunni síðast.... versta við þetta er að það virðist ekki vera von á neinum breytingum.... ég lyfti og helyrp og djöflast en ekkert gerist... kannski maður fari bara frekar í free-style breik bít dansinn.... hugsanlegt að þá massist maður upp og verði magnaður..... er að pæla að hætta að reykja þeir segja að það geri e-a fyrir þolið (don´t belive everything u read) ætla samt að setja það aðeins í frost...... kommon mðaur getur nú ekki breyst í einhvern syngjandi íþróttaálf svona óver night..... það er samt á listanum ... reyndar frekar neðarlega milli þessa að klífa Everest og míga í saltan sjó.... en það er samt á listanum!!!

Fugo menn eru hvattir til að sýn astuðning í verki.. áhugasömum er bent á styrktarsjóð Krabbameinsfélagsins!

kv

Gautur

föstudagur, júlí 8

Frelsun andans!

God forsaken sjittthole......en ég gæti þó alltaf verið einhverstaðar, ólæs að éta hrísgjón með engann skeinipappír við höndina eins og helmingur mannkyns....hmmmm heppin ég að vera ekki eins og helmingur mannkyns....... neibb þetta virkar ekki MÉR langar enn í McDonalds.... akkuru? veit ekki ..... kannski er ég bara svona sveitt hvítt rusl..... nei það er hæpið ég á ekki hlírabol, hef aldrei skotið úr byssu og gæti ekki husað mér að stunda sifjaspell mér til skemmtunar..... en bíðið við hvaða hvaða ..........ekki ber á öðru en hér séu fordómar á feriðnni................ fordómar eru ekki það sem Pattinn vill vera þekktur fyrir hérna á netinu..........!!!! ó nei ó nei..........við erumöll vinir... sumir eru bara meiri vinir en aðrir..eðlilega.... og auðvitað þá veðrðum við bara að láta þá sem eru með kjaft hafa það óþvegið..... ekki satt.........ég meina það þýðir nú lítið að láta einhverja kalla með handklæði á hausnum sem eru mest megnis í því að rölta um og viðra sprengiefni sem þeir eru með bundið á bringuna segja okkur hvað á að gera ........... ó nei ó nei...........Pattinn er sko aldeilis búinn að sjá ljósið. Eftir langar setur á kontórnum útdeilandi leiðindum til landans hef ég fundið hvernig andinn skal frelsaður, fundið takmarkið sem liggur að baki. Pattinn hefur séð að hans leið til að þjóna the greater good of me people, er sennilega ekki fólgin í lagalegu debati og baráttu veið sefndrauginn á kontórnum NEI.... mín bíður annað og stærra verkefni í lífinu!

Því hef ég ákveðið að ganga í Sænska herinn og verða en smuk soldat!..... verja kong Gustav og skandifasismann med mit liv... Það er nú eitthvað meira vit í því en að praktisera fullnustu gerðir.

Góða helgi elskulegu lesendur ... já þið báðir.

Kveðja

Gautur

africa calling

Sælir sveppir nær og fjær. Stórmerkilegt tíðindi og tímamót hér á þessari síðu. Strákurinn bara mættur til leiks.
Næstu daga er planið að birta nokkur vel valinn log úr dagbókinni um ævintýri stráksins sem fór af heiman og út í hinn stóra heim. Sögur af leiðangrum sem toppa ferðir Spike og Stanley, þó ekki Livingstones því hann var kappi og hetja meðal innfæddra. Barátta við ljónin og hvernig fílarnir voru tamdir. Malaría, umsátur, hungursneyð, villimenn, G&T, sólbað og fleira og fleira. Allt þetta í væntanlegri metsölubók.

Annars er lítið að frétta. Trikkið er að bera á sig sólaráburð nr. 36 og koma hvítari heim en þegar lagt var af stað. Forðast sólina er mitt mottó. Drekka alls konar áfenga drykki til að koma í veg fyrir vökvatap. Massa sniðugt er að sofa með flugnanet og bera á sig skordýraeitur því það finnst moskítóflugunum leiðinlegt og fara þá eitthvað annað. Helvítis skordýr! Hata þau, hata þau, hata þau! Maður dettur svo aldeilis í lukkupottinn ef ein lítil eðla eða svo sést skríða meðfram svefniherbergisveggjum. Þær éta skordýr og svo ét ég þær. Sniðugt.

Óska svo feita baunanum til hamingju með heimkomuna. Sjálfur mætir maður á svæðið í byrjun ágúst. Gaman væri að boða til fagnaðar meðal FUGO lima, svona áður en sumarið er á enda. Lífsnauðsynlegt svo að dusta rykið af pokermon klúbbi félagsins. Hef heyrt að úthverfarottan sé að alveg að fara á límingunum þarna uppfrá enda ekkert annað að gera nema slá grasbalann! uss og svei!







fimmtudagur, júlí 7

Sprengjuáraás á LONDON

sjitt. tvær lestir fastar niður í göngunum allt neðanjaraðarlestarkerfið liggur niðri, hefur ekki gerst síðan íheimstyrjöldinni. Sprengingar í strætisvögunum líka, þetta er rosalegt. Hvað er málið er þetta hryðjuverk eða eitthvað annnað og meira. Ef þetta eru arabararnir þá er nú kominn tími á að njúka þessa fávita! Ef ekki þá vonandi finnst friðsamleg lausn á þessu.

miðvikudagur, júlí 6

WTF

Jæja, nú er svo komið að feiti bauninn er aftur kominn til landsins og offically kominn í raðir Frónverja. Það verða því pásur á undalegum léttgeggjuðum pælingum drukkins háskólanema í Köben. Hérna heima eru allir svo meðvitaðir um allt að maður getur varla fretað á blað án þess að móðga einhvern. Það er annars gaman að heyra að FUGO-ið hefur bætt við sig fleiri dyggum lesendum sem nenna að sjá ruglið sem hér fer fram. Vonandi mun ég ekki (eða hef ekki) særa blygðunarkennd ykkur með rugli og öðrum dónalegheitum.

Hinn nýji Frónverji, ég, var svo heppinn að rekast á nokkra FUGO menn í gær þriðjudag yfir kaffibolla, ég fékk te enda ekki nærren því nóg fullorðin í mocca. Í þessum hittingi barst tal að næstu helgi og var stungið upp á hitting á Hagamelnum, jei. Ég get glatt ykkur all með því að bjóða formlega í hitting á Hagamelnum næsta föstudag og menn velkomnir hvenær sem er sólarhringgsins, ef ég er ekki heima þá get ég lánað út lykla.

Nú til að bæta upp þau vonbrigði sem Gautur varð fyrir vegna síðasta bloggsins, frá mér, þá skal ég eiga nokkur vel valinn orð um Keldu Hróans. Þeir sem hafa ekki áhuga geta hætt að lesa hér. Samt verð ég að lísa vonbrigðum mínum yfir því að Gautur standi svona þétt með Bandaríska skólanum í skriftum þar sem menn fá greitt eftir magni efnis en ekki gæðum (stundum eru 12 orð allt sem þarf).
Nú það sem hæst ber að nefna af hátíðinni er Mugison, Audioslave, Green day, Bloc Party og Interpol. Allar þessar hljómsveitir héldu magnaða tónleika og þeir sem eru svo illa haldnir að þekkja ekki öll böndin er bent á ólöglegt download af netinu eða bara kaupa sér CD í næstu búð. Af þessum böndumm kom Green Day óurlega á óvart með solid 2 klst tónleika þar sem ekkert var gefið eftir. Þeir spiluðu meir að segja We are the Champions sem næst síðasta lag, wúhú. Bloc Party og Mugison fá einnig feitt hrós fyrir að hafa náð að breita mér í áðdáðenda, næsti launatékki fer pott þétt í diska með þessum 2.
Ég veit að mörgum lesendum FUGO hundleiðist svona tónlistar dót, ég bendi áhugasömum á mynda síðuna mína (linkurinn er gefinn á stutta blogginu sem fór fyrir brjóstið á Gauti), og því ætla ég að tala um allt hitt ruglið. Nú menn skemmtu sér konunglega á hátíðinni en fokkuðu upp öllu djammi. Mér tókkst að vísu að drekka 2 kassa af öli (and then some) en svoleiðis þykir lítið á íslenskan mælikvarða. Það er bara erfiðra að djamma eftir massa tónleika en ég gerði mér grein fyrir (og nei ég ætlaði ekki að borga 13 þús bara fyrir djamm í tjaldi svo ég skellti mér á gigginn). Skandalara voru fáir sem engir en ég ætla samt að enda þetta á nokkrum fleigum setningum.

Hreint kókaín gerir mann high í svona klukkutíma og svo finnur maður ekki neitt.
Óþekktur maður í nágrenni við tjaldið sem vakkti mig á laugardasmorgun.

Ég er nasisti og viðurkenni það. Þú veist að nasisti hefur ekkert á móti svertingjum og grjónum, hann hatar bara gyðinga.
Sami snillingur aðeins seinna á laugardagsmorgun.

Ég ætla mér að verða þingmaður í framtíðinni, það er það eins sem kemur til greina.
Sami maður enn seinna á laugardagsmorgun, n.b. umræddur maður ætlaði sér frama með sjálstæðisflokknum og Ýmir ef þú villt þá get ég eflaust reddað þér númerinu hans.

Ég var svo high á tónleikunum að ég vissi ekki hverjir voru að spila.
Sami maður að vekja mig á sunnudagsmorgni.

Það voru fleiri góðar setningar en þær bíða frá á föstudag. Hlakka til að sjá mennina.

P.S. Vona ég hafi ekki sært neinn en síðustu orðin eru beinar tilvitnanir í ókunnugt fólk og koma mér ekkert við.

DV

Mikið lifandi skelfingar ósköp er DV magnað rit. Á þeim skamma tíma sem þetta nýja form af blaðinu hefur verið gefið út hefur því tekist að færa alla braðamennsku og fréttaflutning á Íslandi niður á lægra plan. Ég verð nú að viðurkenna að skemmtanagildi blaðsins er ótvírætt, fátt finnst undirrituðum eins skemmtilegt og að fylgjast með ofitusjúklingnum sem er berst við þúnglyndi með ljóðaútgáfu, barsmíðum á Steingrími Njálsyni og almennar samsæriskenningar um valdaspillingu í framsóknarflokknum. REyndar er orðið athyglisvert að önnur hver feitabolla á landinu er farin að koma í DV með tárin í augunum því það þarf að bíða svo lengi eftir aðgerð. fyrirsögnin í dag var 121 kg og 160 cm. Ég er nú ekkert læknisfræðilega menntaður en ég kann samt ráð . Sko gott er að HÆTTA AÐ ÉTA ÓGEÐSLEGA MIKIÐ,HORFA Á SJÓNVARPIÐ OG HREYFA SIG EKKI NEITT. Þessi ráðgjöf er öllum að kostnaðarlausu og enginn biðtími, verði ykkur að góðu.
Vandamálið við DV er að menn átti sig á að svona vitleysisrit á aðeins að vera til skemmtunar (þó að mér persónulega finnist nú pínulítið lágkúrulegt að vera að hlakka yfir óförum og ömurleika annarra, en þetta selst. ) Vandinn felst í að sjá hvað eru fréttir og hvað er svona sprell. Ekki þótti fréttnæmt í minni sveit þó eeinhver færi sund, skyldi við eiginkonuna eða dytti hressilega i það og gerði sig að fífli, en í þessum nýja frétta heimi er þetta tilefni til beinnar útsendingar.
Nógu eru nú íslenskar fréttir arfaslakar þó að við breytum þeim nú ekki í einhverja allsherjar gula pressu. Ég vona innilega að um ókomna tíð verði íslenksir fréttamenn að horfa á SKY NEWS, þýða megin inntak fréttarinnar, stilla sér svo upp fyrir framan landakort í aðalbyggingu ríkisútvarpsins og endursegi fréttina( eins og flestum erlendum fréttaflutningi þar á bæ er háttað) Það er þó alltént skömminni skárrra en DV.

mánudagur, júlí 4

Hróarskelda

ég nenni ekki að skrifa mikið en skoðið hér.
Var samt geðveikt

Monday, monday

Þá er brostin á heilsuvika Pattans 2005. Stendur nú til að fullnýta árskortið sem ég keypti mér í Laugar í einhverju bríaríi um áramótin. Staðan er þannig í dag að ég hef ekki mætt í 2 mánuði í ræktina, kominn með appelsínu húð á rassinn og aldrei verið feitari. En það sem svíður mest er þetta blessaða kort sem stanslaust tikkar. Money not well spent. Þannig að í þesari viku ætla ég að vinnu upp tapið frá síðustu 2 mánuðum. Það er lyft og spinning og jóga og freestyle... I will get my moneys worth.... Spennandi verður að sjá Pattan í lok átaksins þá mega þeir drengir á kallarnir.is sko aldeilis fara að vara sig þegar pattinn fer að spígspora um líkamsræktarstöðvar bæjarins.

Lítur út fyrir að sumarið sé að koma aftur, var smá sólarglæta í morgun, en þar sem það er enginn gluggi á skrifstofunni minni þá sel ég það ekki dýrarar en ég keypti það hvort veðrið er gott ennþá. Annars var nú frekar hlálegt að horfa á fréttir í gærkveldi þar sem verið var að flytj aóveðurstilkunningar víðs vegar að af landinu, og hversu týpískit er það að það hitti akkurat á eina mestu ferðahelgi ársins. Mikið ferlega var ég nú feginn að hafa ekki farið í útilegu þar sem ég sat og hrofði á bílaraðirnar við minni Hvalfjararganga, og fréttamaður sem valla gat staðið var að þylja upp hversu ömurleg helgin hefði nú verið hjá mörgum, það sem var skemmtilegast við þessa frétt var að eftir að frétta maðurinn var búinn að þylja upp ófagrar lýsingar í langan tíma og öskra upp í storminn þá var myndavélinni snúið örlítð til hægri og þar stóð einhver Jón Jónson yfirlögreglumaður í Borgarnesi. Sem ætlaði sko ekki að klúðra sínum 15 mínutum af frægð. Gæjinn var án gríns dressaður upp í hátíðarbúning löggunnar allur gullbriddaður og með hvíta hattinn. Þessi niðurringdi spariklæddi lögrelgumaður sem hefur átt sér þann draum lengi að taka við af Geir Jóni sem Súber Kob, celeb lögga íslands. Fékk heldur stuttaralega útreið hjá fréttamanni þar sem hann fékk ekki einu sinni að ljúka þessari einu setningu "einn var tekinn grunaður um ölv...." þá var gripið fram í fyrir honum. Geir Jón getur sofið rólega því enginn lögga annar en hann fær sjens í sjónvarpinu, Ég meina hver á séns í gaur sem er bæði í Hvítasunnusöfnuðinum, syngjandi eins og Róbertino og er andlit versluanrinnar High and Mighty. Common engin spariföt bíta þetta

Kveðja á mánudegi

Gautur

föstudagur, júlí 1

By the way

Tilhamingju með daginn: kommunistaflokkurinn í Kína 84 ára í dag vei vei vei hann hefur NB verið eini löglegi stjórnámalflokkurnn í Kín asíða 1949. Með ekki minna en 70 miljón félaga. samt skítt í landi sem inniheldur einhverar 1200 mills. Altlént til hamingju komrads.

annað vill benda mönnum á forsíðu fréttablaðsins í dag. Hægramegin þar sem verið er að fjalla um nýkjörinn forseta Íran, veite kki hvort það er bara ég en þetta er vægast sagt klúðurslegt orðalag, ef vel er að gáð. Myndtekstinn hljóðar svo:
Mahmoud Ahmadinejad bandaríkjafoseti tekur ásakanir um að hann hafi tekið þátt í gíslatöku fyrir aldarfjórðungi mjög alvarlega.

HAHAHA það kemur kannski að því að forseti BNA beri svona sandnegranafn en það verður að telja mjög hæpið í nánustu framtíð þar sem kaninn er svo forbókaður að þeir eru strax að fríka út bara við tilhugsunina um að kona bjóði sig frma í næstu kosningum( hér er átt við Hillary Clinton og hina mögnuðu bók þar sem fjallað er um að Bill hafi naugað henni og þá kom dóttirin undir.. ég meina kommon þetta er meira að segja yfir strikið fyrir Eirík "Saur" Jónsson á Hér og nú!

kv.

Gautur

Helgarþankar !?!

Damn það er að koma helgi... ég hef fengið tilkynningu um að matseðill sumarfagnaðarins samanstandi af 4 rétta máltíð!!!!...... þetta verður einhver heljarinnar sleggja ef ég þekki matgæðinga hópsins rétt. Þegar leikarinn og læknirinn koma saman þá fara hlutir að gerast. Alltént kallinn er orðinn spenntur að komast í eilítð útstáelsi. Fínt að fá smá frí frá kontórnum.

Talandi um kontórinn, það kom upp meitjör kræses hér á kontórnum áðan...... við vörum uppiskroppa með umslög AARRRRHHHHH ...þvílík skelfing.... en viti menn maður vinnur ekki hjá bankabákni fyrir ekki neitt. Eitt símtal í umsjónarmann bréfsefnis( sem er kapítuli útaf fyrir sig, ætli séu ekki sterkar líkur á að svarti maðurinn sé staðsettur einmitt í þessu djobbi.) og 10 mínutum síðar kemur maður á sprettinum með tonn af umslögum.... svona er nú skrifstofulífið magnað....

Gaman að vinna svona í miðbænum maður fer að sigta út fólkið sem er alltaf hérna.... sennilega a miklu leiti aðrir sem vinna hér en svo eru náttlega rónarnir og fleiri töffarar.... sem gefa bænum. Áhugasamir geta t.d farið á hornið á Pósthússtræti og Austurstræti og borið augum Baader meinhof morðingjan sem stendur þar og selur ljóð gestum og gangandi. (hann er einmitt frægur fyrir að hafa myrt einstakling og fyllt magan á honum af raftækjum og loks skrifað Baader meinhof með blóði fórnarlambsins á vegg. Einnig er upplifun að fara i´nn í héraðsdóm og hitta fyrir óliðlegasta afreiðslumann norðan alpafjalla. Hann er svo óalmennilegur og hrokafullur að fyrst heldur hann að maður sé að grínast. "Þingsalur 2 á 3 hæð'" "bíddu ertu einhver þroskaheftur fáviti! veistu ekki neitt? ertu ekki lögmaður eða? þingsalur 2 er á 2.hæð.....2.hæð.
Einnig má nefna óþarfa eyðslu á útsvari borgaranna en það eru wannabe listamannalúðar sem ganga um bæjinn vafinn í skeinipappír og öskra á vegfarendur.....sjitt hvað það er þreytandi....... mæli líka með hinum strókostlega veitngastað Purple Onion þar sem hægt er að verða sér út um dýrindis rússneskan skyndibita og ef menn eru ekki fyrir það þá er hægt að fá sér alvöru íslamskt SWallaba...... það eru svona sign sem gefa til kynna að Reykjavík sé að verða að´borg...... kebabbúllur per haus gefur til kynna hversu menning þjóðar er á háu plani. Svo má ekki gleyma túristunum sem eru að gleypa borgina(ok ýmir ég veit að þú ert hrifinn en þar sem þeir hafa engann áhuga á að kaupa peysurnar mínar þá er ég ekki hrifinn.)

bottom lin Reykajvík blómstrar það er útborgunardagur sólin skín(svona í sinninu allavega) og allt er á góðri keyrslu. Vonandi fer maður að rekast á FUGO menn svona á förnum vegi þar sem það er orðið vandræðalega langt síðan samkunda hefur verið haldin. Legg til að Bauninn græji eina allsherjar reunion FUGO samkundu með Snæipnum og öllum þegar hann kemur heim

góðar stundir

Gautur