föstudagur, júlí 29

Armando vs. Truckers

Nú er það svart. Ég er að fara hætta mér út fyrir bæjarmörkin á eftir. Vopnaður einungis nýjum geisladisk og mínum yfirburðar gáfum mun ég reyna að komast fram hjá hinnum stór hættulegu atvinnubílstjórum... dadadadann! Kannski væri viturlegt að taka með sér bók í bílinn ef að biðinn verður löng. Lesefnið er heldur ekki af verri kanntinum, American Pshyco. Hvað er betra ef að hinir stór hættulegu menn ætla að abbast upp á mig. Ég get reynt að herma eftir einhverjum af senum bókarinnar og ryst þá á hol eða framkvæmt einhvern annan viðbjóð.. nei annars, held ég haldi bara áfram að lesa og hlusta á System of a Down. Að vísu er SOAD mjög liberal (vinstrisinnuð) hljómsveit svo það er aldrei að vita nema ég skelli mér út úr bílnum og styðji stór hættulegu mennina í baráttu sinni gegn auðvaldinu... nei annars, ég hef enga trú á málstaðnum (og enga samúð með þeim heldur). Ætli það sé ekki betra plan að keyra í gegnum Bláfjöll og skilja stór hættulegu mennina eftir í baksýnisspeglinum... gott plan?

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er satnískt og kynbrenglað að berjast gegn auðvaldinu, hefur ekkert upp á sig. Við ráðum hvort sem er öllu!