þriðjudagur, júlí 26

Blair í bulli

Ok! það var nógu slæmt hjá löggunni í London að skjóta saklausan útlending 7 sinnum í hausinn (svo hann myndi nú örugglega nú drepast!) og spyrja svo. En Blair tókst að toppa það með því að reyna afsaka það og það væri bara allt í lagi að löggann skyti óvart stökum sinnum saklausa borgara. Kom bara hress í sjónvarpið og sagði að ef löggan hefði ekki skotið gaurinn og hann hefði verið hryðjuverkamaður þá hefðu þeir verið gagnrýndir alvega jafnmikið!!! meiriháttar Blair, alvega súper röksemd. Sem sagt það er allt í lagi að skjóta alla í London sem lengi sem þeir gætu kannski, líklega, hugsanlega, eitthvað verið viðriðnir hryðjuverk eða 3 kynslóðar innflytjendur.
Voða stutt í alræðishyggjuna með þessum röksemdum. Enda eru glæpir lítt þekktir í alræðisríkjum.
Langaði bara til að koma þessu á framfæri. Takk sáli.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ER þetta ekki viðhorfið þarna hjá ykkur í þriðja heiminum skjóta 7 sinnum.. spyrja svo?

katur bjorn sagði...

jú mikið rétt nema hvað ofast er bara skotið einu sinni til að spara kúlurnar