Sælir sveppir nær og fjær. Stórmerkilegt tíðindi og tímamót hér á þessari síðu. Strákurinn bara mættur til leiks.
Næstu daga er planið að birta nokkur vel valinn log úr dagbókinni um ævintýri stráksins sem fór af heiman og út í hinn stóra heim. Sögur af leiðangrum sem toppa ferðir Spike og Stanley, þó ekki Livingstones því hann var kappi og hetja meðal innfæddra. Barátta við ljónin og hvernig fílarnir voru tamdir. Malaría, umsátur, hungursneyð, villimenn, G&T, sólbað og fleira og fleira. Allt þetta í væntanlegri metsölubók.
Annars er lítið að frétta. Trikkið er að bera á sig sólaráburð nr. 36 og koma hvítari heim en þegar lagt var af stað. Forðast sólina er mitt mottó. Drekka alls konar áfenga drykki til að koma í veg fyrir vökvatap. Massa sniðugt er að sofa með flugnanet og bera á sig skordýraeitur því það finnst moskítóflugunum leiðinlegt og fara þá eitthvað annað. Helvítis skordýr! Hata þau, hata þau, hata þau! Maður dettur svo aldeilis í lukkupottinn ef ein lítil eðla eða svo sést skríða meðfram svefniherbergisveggjum. Þær éta skordýr og svo ét ég þær. Sniðugt.
Óska svo feita baunanum til hamingju með heimkomuna. Sjálfur mætir maður á svæðið í byrjun ágúst. Gaman væri að boða til fagnaðar meðal FUGO lima, svona áður en sumarið er á enda. Lífsnauðsynlegt svo að dusta rykið af pokermon klúbbi félagsins. Hef heyrt að úthverfarottan sé að alveg að fara á límingunum þarna uppfrá enda ekkert annað að gera nema slá grasbalann! uss og svei!
föstudagur, júlí 8
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Sértu velkominn heim Kátur
Skrifa ummæli