mánudagur, júlí 18

Þrumukettirnir rokka

Gott innlegg hjá meistara Gauti. Ég er samt ekki alveg 100% sammála honum að öllu leyti. Ég tel nebbla alveg útí hött að líkja saman gamla góða barnaefninu okkar við þann hrylling sem framleitt er fyrir okkar yngri kynslóðir. Vissulega eru smjattpattarnir og barbapabbi full fríkí, enda eru þeir afsprengi post-hippatímabilsins þar sem menn voru rétt að jafna sig á gömlum sýrutrippum og ranghugmyndum um sátt og samlyndi mannkyns. Þetta dót var líka ekki beint fyrir okkur 1980 mennina, þetta var fyrir ormana sem á undan komu, enda sjáiði hvernig fór fyrir bróður mínum.
Barnaefnið í dag er svo engu betra. Nú erum við með einhver fáránleg furðudýr sem búa í boltum nema þegar eigendur þeirra vilja láta þau berjast, og þá berjast þau ekki einu sinni með kjafti og klóm heldur horfa illilega hvert á annað þar til hitt gefst upp.....ég hef aldrei fattað þetta Pókemon stöff. Teletubbies eru svo öllu verri. Þar er verið að gefa þau skilaboð að öll börn eigi að hlýða yfirvaldinu sem er í formi loftnets sem gefur frá sér merki um að allir eigi að koma og vera þægir. Ekki nóg með að þetta morð einstaklingsins viðgangist í þessum illu þáttum, þá eru þeir líka með eina mest krípí sól sem ég hef séð. Kommon, hver setur ógeðslegan barnahaus í sólina sem hlær með morðglampa í augum og er greinilega að bíða færis á að éta greyið teletöbbíana.
Þegar við vorum púkar var alvöru barnaefni sem bætti manninn og þroskaði andann. Það voru tímar Garps, Þrumukattanna, Transformers og Hermanna-Jóa. Við horfðum á fylkingar góðra manna og dýra etja kappi við sannkölluð fúlmenni á borð við Beina og Mum-RA og bera sigur úr býtum í hverri viku. Þetta efni bauð uppá sannkallaðan frumleika og var hugsanahvetjandi. Tel ég fyrir víst að vélmennin í Transformers sem breyttu sér í allra kvikynda líki séu helsta ástæða mikillar vakningar í verkfræðinámi. Garpur kenndi okkur að beinagrindur væru vondar og var þannig með boðskap gegn bæði anorexíu og necrófílíu og Þrumukettirnir sýndu og sönnuðu að kettir eru mikilu betri en hundar.
Okkar barnaefni var barátta góðs og ills, var spennandi og hvetjandi. Barnaefnið í dag er letjandi, dregur úr fólki og styður þá þróun að allir þurfi að vera jafnir, þ.e.a.s. jafn miklir meðalmenn og hjarðdýr.

Hmmm.....ég held að ég hafi misst mig í smá rantings þarna undir lokin. Kannski ég ætti að bæta við umfjöllun um mynd sem ég tók af krana þar sem sjá má augljóslega tilvist guðs á skugganum sem hann varpaði í hlutfalli við húsið.....

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Náðiru krananum á mynd?

Nafnlaus sagði...

Greinilegt að þú hefur legið yfir barnatímanum fram eftir öllum aldri.... Gott innlegg í umræðuna... Til hamingju þetta vera þín besta frammistaða íkeppninni til þessa ... þú ert snillingur