Það var undarleg tilfinning sem maður fann fyrir þegar ljóst var hvað hafði gerst London í síðustu viku. Það var ákveðið sjokk en samt var þetta ekki e-ð sem kom á óvart. Bretar eru helstu bandamenn BNA og því ekki ólíklegt skotmark múslimskra öfgahópa. Það sem kom öllu meira á óvart var hve hratt fréttinn var að fara af forsíðu allra helstu fjölmiðla og langt inn í blað. Er þetta merki þess að við sem hinn vestræni heimur séum að sætta okkur við hriðjuverk? Verður þetta bara hluti af lífinu í framtíðinni? Það er ekki eins og hægt sé að benda á óvininn. Þetta er tvístraður hópur manna sem hefur lítið annað sameiginlegt en hatur sitt á samfélagi okkar. Sumir gætu e.t.v. sagt að það sé yfirgangur vesturheims sem veldur þessu vandamáli aðrir finna aðrar ástæður. Öfguhóparnir vildu meina að árásin á London væri hefnd fyrir Írak og Afganistan, þetta getur ekki verið rétt. Því að ekki var búið að gera innrás inn í Írak né Afganistan þann 11. september 2001. Þó er ákaflega ólíklegt að innrásir inn í arabaríki eða aukið lýðræði í mið-austurlöndum muni bæta vandan. Því að vandinn er talsvert rótgrónni en það. Vandinn liggur í trú, það er í raun bara svo auðvelt.
Í gegnum aldirnar hefur trú manna valdið ýmsum vandamálum (galdrabrennur og krossferðir koma upp í hugan). Á okkar tímum virðist svo vera að öfga menn, í íslam, frá mið-austurlöndum og öfga menn, í kristni, frá BNA séu í feitu stríði. Á milli þessarra fylkinga stendur svo Evrópa sem hefur í gengum aldirnar lært að trú og stjórnmál eigi lítla samleið. Hvers vegna hefur þá einungis eitt form stjórnar, kommónismi, tekið upp á því að banna trú ef það hljótast af henni svo mikil vandamál? Væri ekki einfaldara að banna þessum öfga að yðka trú sína? Rétt eins og geðsjúklingar fá yfirleitt ekki leifi til að kaupa byssur. Nei, því miður er svarið ekki svo einfalta. Því ef við sem samfélag ætlum að halda því einstaklingsfrelsi er þekkist í dag þá er lítið stöðunni. Af þeim sökum munum við sjá fleiri árásir á komandi árum og eftir því sem þær verða fleiri því minni verður fréttinn. Að lokum munu þessar árásir fá álíka athygli og sjálsmorðsárásirnar í Ísrael eða sprengingarnar í Írak, sem sagt "old news". Hvað er annað hægt að gera en sætta sig við það?
þriðjudagur, júlí 12
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hvað er annað hægt að gera? Nú njúka þetta drasl fyrst Íran og svo ganga bara hringinn.
Skrifa ummæli