mánudagur, júlí 11

Þunglyndislegir svona drungalegir mánudagar, rigning og þungt yfir, en hver þarf að hafa áhyggjur af slík sem er í VINNU.... vei vei .... það getur maður hlaupið inn ú rrigningunni og setið í loftræstingsleysinu í 10 tíma með bros á vör, gælt við magasárið með kaffiþambi og haft það huggulegt. Ég er orðinn langeygur eftir betri tíð með blóm í haga svona veðurfarslega séð ... ómögulegt að hírast á þessum guðsvolaða klaka allan ársins hring að bíða eftir þessum eina sólardegi sem aldrei kemur.

Minn helsti gagnabanki um íslensk þjóðmál DV sló því upp á forsíðu að nú bæri voðinn vís fasteignamarkaðurinn væri að hruni kominn og nú færi sko allt að falla í verðir... vitnað var í Ken-legan viðskiptafræði prófessor sem helt þessu statt og stöðugt fram, ég hef nú ekki lagt það að í vana min að hlusta á það sem viðskiptafræðingar hafa fram að færa ákvað að gefa þessum séns.... svo rakst étg á að maðurinn hét Snjólfur..... veistu ég get bara ekki treyst einhverjum sem lítur út eins og Ken og heitir Snjólfur..... frekar treysti ég hnottótta rauðbirkna fasteignasalanaum sem lofaði að þeir félagar í fsateingasala klúbbnum myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að kjafta verðið upp enn frekar.... vonuum innileg aað það takist.!!!!
Russneski Norðurflotinn bara mættur til Reykjavíkur.... gat nú ekki betur séð en þeir væru allir meira og minna fullir þarna í heiðursverðinum.....rússar, er við einhverju öðru að búast.

LAs áhugaverðan pistil hjá Gilzneggernum... þar sem hann var að stæra sig af því að eitthvað keis sem hann er með í einkaþjálfun hafi loksins "tappað af í bílskúrinn" (þeir sem ekki skilja hvað þetta merkir eru vinsamlegast beðnir að fara á kallarnir.is og tjekka á orðabókinni!) Þetta taldi Gilzinn að væru greinileg merki þess að yfirhalningin væri að bera árangur.....

Stefnan tekin á ræktina á eftir... eg er nú eiginlega bara strax farinn að svitna... kjellinn er í svo lélegu formi að það er svívirða.... hélt ég myndi gubba í strutunni síðast.... versta við þetta er að það virðist ekki vera von á neinum breytingum.... ég lyfti og helyrp og djöflast en ekkert gerist... kannski maður fari bara frekar í free-style breik bít dansinn.... hugsanlegt að þá massist maður upp og verði magnaður..... er að pæla að hætta að reykja þeir segja að það geri e-a fyrir þolið (don´t belive everything u read) ætla samt að setja það aðeins í frost...... kommon mðaur getur nú ekki breyst í einhvern syngjandi íþróttaálf svona óver night..... það er samt á listanum ... reyndar frekar neðarlega milli þessa að klífa Everest og míga í saltan sjó.... en það er samt á listanum!!!

Fugo menn eru hvattir til að sýn astuðning í verki.. áhugasömum er bent á styrktarsjóð Krabbameinsfélagsins!

kv

Gautur

Engin ummæli: