mánudagur, júlí 4

Monday, monday

Þá er brostin á heilsuvika Pattans 2005. Stendur nú til að fullnýta árskortið sem ég keypti mér í Laugar í einhverju bríaríi um áramótin. Staðan er þannig í dag að ég hef ekki mætt í 2 mánuði í ræktina, kominn með appelsínu húð á rassinn og aldrei verið feitari. En það sem svíður mest er þetta blessaða kort sem stanslaust tikkar. Money not well spent. Þannig að í þesari viku ætla ég að vinnu upp tapið frá síðustu 2 mánuðum. Það er lyft og spinning og jóga og freestyle... I will get my moneys worth.... Spennandi verður að sjá Pattan í lok átaksins þá mega þeir drengir á kallarnir.is sko aldeilis fara að vara sig þegar pattinn fer að spígspora um líkamsræktarstöðvar bæjarins.

Lítur út fyrir að sumarið sé að koma aftur, var smá sólarglæta í morgun, en þar sem það er enginn gluggi á skrifstofunni minni þá sel ég það ekki dýrarar en ég keypti það hvort veðrið er gott ennþá. Annars var nú frekar hlálegt að horfa á fréttir í gærkveldi þar sem verið var að flytj aóveðurstilkunningar víðs vegar að af landinu, og hversu týpískit er það að það hitti akkurat á eina mestu ferðahelgi ársins. Mikið ferlega var ég nú feginn að hafa ekki farið í útilegu þar sem ég sat og hrofði á bílaraðirnar við minni Hvalfjararganga, og fréttamaður sem valla gat staðið var að þylja upp hversu ömurleg helgin hefði nú verið hjá mörgum, það sem var skemmtilegast við þessa frétt var að eftir að frétta maðurinn var búinn að þylja upp ófagrar lýsingar í langan tíma og öskra upp í storminn þá var myndavélinni snúið örlítð til hægri og þar stóð einhver Jón Jónson yfirlögreglumaður í Borgarnesi. Sem ætlaði sko ekki að klúðra sínum 15 mínutum af frægð. Gæjinn var án gríns dressaður upp í hátíðarbúning löggunnar allur gullbriddaður og með hvíta hattinn. Þessi niðurringdi spariklæddi lögrelgumaður sem hefur átt sér þann draum lengi að taka við af Geir Jóni sem Súber Kob, celeb lögga íslands. Fékk heldur stuttaralega útreið hjá fréttamanni þar sem hann fékk ekki einu sinni að ljúka þessari einu setningu "einn var tekinn grunaður um ölv...." þá var gripið fram í fyrir honum. Geir Jón getur sofið rólega því enginn lögga annar en hann fær sjens í sjónvarpinu, Ég meina hver á séns í gaur sem er bæði í Hvítasunnusöfnuðinum, syngjandi eins og Róbertino og er andlit versluanrinnar High and Mighty. Common engin spariföt bíta þetta

Kveðja á mánudegi

Gautur

Engin ummæli: