miðvikudagur, júlí 6

DV

Mikið lifandi skelfingar ósköp er DV magnað rit. Á þeim skamma tíma sem þetta nýja form af blaðinu hefur verið gefið út hefur því tekist að færa alla braðamennsku og fréttaflutning á Íslandi niður á lægra plan. Ég verð nú að viðurkenna að skemmtanagildi blaðsins er ótvírætt, fátt finnst undirrituðum eins skemmtilegt og að fylgjast með ofitusjúklingnum sem er berst við þúnglyndi með ljóðaútgáfu, barsmíðum á Steingrími Njálsyni og almennar samsæriskenningar um valdaspillingu í framsóknarflokknum. REyndar er orðið athyglisvert að önnur hver feitabolla á landinu er farin að koma í DV með tárin í augunum því það þarf að bíða svo lengi eftir aðgerð. fyrirsögnin í dag var 121 kg og 160 cm. Ég er nú ekkert læknisfræðilega menntaður en ég kann samt ráð . Sko gott er að HÆTTA AÐ ÉTA ÓGEÐSLEGA MIKIÐ,HORFA Á SJÓNVARPIÐ OG HREYFA SIG EKKI NEITT. Þessi ráðgjöf er öllum að kostnaðarlausu og enginn biðtími, verði ykkur að góðu.
Vandamálið við DV er að menn átti sig á að svona vitleysisrit á aðeins að vera til skemmtunar (þó að mér persónulega finnist nú pínulítið lágkúrulegt að vera að hlakka yfir óförum og ömurleika annarra, en þetta selst. ) Vandinn felst í að sjá hvað eru fréttir og hvað er svona sprell. Ekki þótti fréttnæmt í minni sveit þó eeinhver færi sund, skyldi við eiginkonuna eða dytti hressilega i það og gerði sig að fífli, en í þessum nýja frétta heimi er þetta tilefni til beinnar útsendingar.
Nógu eru nú íslenskar fréttir arfaslakar þó að við breytum þeim nú ekki í einhverja allsherjar gula pressu. Ég vona innilega að um ókomna tíð verði íslenksir fréttamenn að horfa á SKY NEWS, þýða megin inntak fréttarinnar, stilla sér svo upp fyrir framan landakort í aðalbyggingu ríkisútvarpsins og endursegi fréttina( eins og flestum erlendum fréttaflutningi þar á bæ er háttað) Það er þó alltént skömminni skárrra en DV.

3 ummæli:

Einar Leif Nielsen sagði...

Löngu tímabært að e-r bennti á þetta. Samt hefur þetta þó verið staðreynd síðan að vitleisingarnir Mikael Torfa og Illugi Jökuls tóku við.... miklir menningar menn þar á ferð... finnst ykkur ekki

Gautur sagði...

illugi er náttlega búinn að yfirgefa skipið, farinn að breiða út fagnaðarerindið á Talstöðinni

Einar Leif Nielsen sagði...

Skiljanlega... enda hafði ég alltaf miklu meira álit á honum en Mikael