þriðjudagur, júlí 19

Geitin, beljan og hundurinn

Menn bara hressir í teiknimyndunum! Svona til að vera með þá langar mig til að minnast nokkrum orðum á bestu teiknimyndasyrpu allra tíma...vandmálið er að ég man ekki hvað hún heitir eða hét! Í henni var svona gylltur fugl sem var ekki neinn venjulegur fugl heldur svona vélmenni...meirháttar stöff. Svo man ég ekki meir nema hvað þarna voru indjánar í suður ameríku og vondir kallar.

En að öðru miklu mikilvægara. Nebbnilega söguna af geitinni, hundinum og beljunni. Epísk saga eins og þær gerast bestar! Gamall maður með hvítt skegg, í sundskýlunni einni saman, sagði mér hana þegar ég spurði hann hvað málið væri eiginilega með hundinn, geitina og beljuna.
"Hundurinn, beljan og geitin fóru saman í rútuferð. Eftir smá spöl vildi geitin far út. Rútan stoppaði ekki þannig að geitin brá á það ráð að stökkva bara út á fullri ferð, án þess að borga. Þess vegna hleypur geitin alltaf í burtu þegar bílar nálgast. Stutt seinna vildi hundinn fara út. Rútan stoppaði en fór aftur af stað áður en hundurinn fékk til baka. Þess vegna hleypur hundurinn alltaf á eftir öllum bílum. Á áfangastað fór svo beljan út og borgaði og fékk til baka. Þess vegna er henni allvega sama þótt bílar keyri um á vegnum, hún stendur bara róleg og fer ekki fet" !!! hananú, þvílík speki!
Læt ykkur um að melta þetta í smá stund, svo skal ég segja ykkur hina raunverulegu merkingu á bak við þessa góðu sögu.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já gyllti vélmenna fuglinn var flottur. Ég var samt alltaf mest fyrir ógeðslega skeggjaða dvegrginn sem var konungur fræðsluteiknimyndanna í Einu sinni var þáttunum

Nafnlaus sagði...

Ég á þessa þætti á ensku 'Mysterious Cities of Gold'.
Geggjaðir þættir.