þriðjudagur, júlí 19

Helgin á Eigilsstöðum hjá Feita Baunanum

Jæja, mér fannst upplagt að skrifa aðeins um síðustu helgi hjá mér. Þó að flestir séu búnir að heyra e-ð af þessu þá má ekki skilja neinn útundan. Þannig var mál með vexti að ég, ásamt nokkrum verkfræðifélögum, skellti mér á austurland um síðustu helgi. Tilefni var gott boð frá öðrum verkfræðifélag í tilefni af 25 ára afmæli. Nú lagt var af stað á fimmtudaginn um suðurland og komið á sunnudegi um norðurland, s.s. ég fór hringin ... jei! Alla veganna það er lítið frá sögufærandi af þessarri helgi nema afmælisgjöfin sem var valin af okkur ferðafélögunum. Við gáfum nefnilega hana eða eins og það heitir á ensku "a cock" (I shit you not). Það má finna mynd a dýrinu hér. Ef menn vilja sjá aðrar myndir af fólki sem þið þekkið væntanlega ekki þá bendi ég hingað. Þið getið náttúrlega ímyndað ykkur gullnámuna af bröndurm vegna orðsins "cock". Einnig týndinst haninn út í skógi og því var efnt til keppni í "cock catching". Það mistókst því miður fyrsta daginn og því vaknaði maður upp við hanagal á laugardeginum. Sem betur fór var einn svo góður að öðlast titilinn "cock catcher" og því var hægt að koma hananum fyrir í hæsnakofa á staðunum. Annars lítið að frétta af þessu maður drakk, maður söng og það var varðeldur. Basicly bara það sem gerist í útlegum sem þessum.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það hef ég alltaf sagt það er ekkert venjulegt fólk sem álpast íþessa verkfræði.