Kátur Björn bennti, í síðustu færslu, á atburð er átti sér stað í London fyrir skemmstu. Málsatvik voru þau að á heitum sumar degi var þungklæddur maður, er var með bakboka, á flotta undan lögreglunni skotin 7 sinnum í höfuðið. Lögreglan vildi ekki miða á búk mannsins þar sem grunað var að sprengiefni væri í pokanum. Ég hef verið að hugsa um þetta atvik þó nokkuð upp á síðkastið og í dag fletti ég upp á google eftirfarandi: innocent man shot. Þetta gaf t.d. eftirfarandi niðurstöður (aðrar en atvikið í London og ég nenni ekki að telja upp allt enda 2,3 milljón niðurstöður) :
Innocent Man Shot In Face By FBI
Innocent, unarmed man shot by New York City Drug Unit
Hér á eftir að leita öðrum eins og nota orðin woman, killed, police... tala ekki um öll þau tungmál sem þetta gæti átt við. Staðreynd málsins er að saklausir menn eru skotnir. Þetta gerist oft og við heyrum ekki alltaf af því. Þessar sögur hafa oft komið fram og það mun ekki breytast. Þetta er kannski í fyrsta skipti sem þetta gerist í Bretlandi en ábyggilega ekki það síðasta.
Staðreyndin er að skotárásin sjálf er ekki vandmálið heldur vopnaburður lögreglu. Það hefur marg oft verið sannað að menn gera mistök jafnvel þó þeir haldi á byssum. Lögreglan í BNA drepur all nokkra árlega af þessum sökum og er ekki alltaf hægt að sakast við lögregluna. Lögreglumennirnir í London höfðu alla rétt samkvæmt sinni dómgreind til að skjóta manninn en ef þeir hefðu verið óvopnaðir hefði slíkt hið sama ekki gerst.
Sumir vilja kannski meina að það sé skiljanlegt eftir atburði síðustu vikna að lögreglumenn í Bretlandi beri skotvopn. Ef svo er þá höfðu mennirnir allan rétt til að skjóta. Spurningin ætti frekar að vera hvort við sem vestrænt samfélag samþykkjum vopnaburð lögreglu. Eftir 11. september fóru lögreglu menn á Keflavík að bera skammbyssur. Ef við sem íslensk samfélag sammþykkjum þennan vopvopnaburð þá sammþykkjum við líka notkun vopnanna þegar að lögreglumaður telur að þess sé þörf. Því að það er einungis dómgreind lögreglu mannsins sem ákveður hvort að vopninu sé beitt eður ei. Stundum er nefnilega ekki hægt að eiga kökuna og éta hana líka.
þriðjudagur, júlí 26
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Sammála síðasta paragraphinu
Sammála síðasta paragraphinu
alveg hárrétt. en það er ekki hægt að afsaka það að saklausir borgarar séu drepnir óvart. sé það dómgreindarskorti lögreglu að kenna ber hún alla ábyrgð og verður að gjalda fyrir það, eins og fyrir hvert annað manndráp.
Skrifa ummæli