fimmtudagur, júlí 14

Musteri Sálarinnar!

Líkamsræktarátak Pattans...fer fjandans til....... Jú jú ég hef svo sem ekkert á móti líkamsrækt.... málið er bara að þetta er svo helvíti erfitt.... og ég hef alltaf á haft einn verulegan veikleika.... jú það tók mig smá tíma í þerapíu að koma orðum að þessu en nú get ég sagt þetta með bros á vör.....ég er aumingji..... (í líkamsræktarlegum skilningi.) ..... ég hef gert ítrekaðar tilraunir til að stappa í mig stálinu og vaða í ræktina klifjaður stuttbuxum og svitalyktareyði.... en ég hef bara aldrei náð að fíla mig í þessu.... þegar á hólminn er komið .... þá bara enda ég með því að sitja á einhverju hjóli og horfa á sjónvarpið.... það besta við að fara í ræktina... er að komast í sánu á eftir..... það var fínt svona þangað til að stingjandi berrössuð kúkabrún vaxtaræktartröll fóru að streyma inn í klefann.... og þarna sátu menn slefandi og prumpandi í svitabaði (eins og segir í laginu góða.) Þá fékk ég eiginlega nóg.... það var á þessari stundu sem ég fór út og brenndi árskortið mitt..... ég meina kommon.... það er ekki eins og maður sé að reyna að brennna einhverju spiki..... ég er meira svona ens og vannærður albínó frá sómalíu..... þannig að spik er ekki ástæðan fyrir líkamsræktarástundun minni..... nei þetta snýst meira um lúkk og almennt attitúttil tilverunnar.... ég vil vera svona eins og fólkið í Kristalsauglýsingunni....sem er geðveikt fitt og með hlutina á hreinu... í staðin stend ég og þamba kaffi....... ég var svo æstur í að koma mér í ákveðið form að ég hætti að reykja..... (sem er ekki sniðugt fyrir mann sem er eins taugaveiklaður og ég .....þar sem tyggjóneysla mín hefur farið fram úr hófi og þjáist ég nú af krónískum eymslum í kjálkanum og krossbitið hefur ekki enn borið þess bætur.......) Þetta er samt allt á réttri leið ...... nú er bara að finna sér eitthvað sport sem einstaklingur eins og ég nenni að stunda... eitthvað svona sem krefst MJÖG lítillar hreyfingar......... en lúkkar vel...... kannski golf..... en þá þarf maður að labba eins og sveppur út um allar trissur....... annars er alltaf traust að stunda sund.... og láta svo bara marenera sig í heitupottunum .... það er bara svo ógeðslegt að sitja í þessum pottum í kringum gamalmenni með frigðarstunur og sælusvip vitandi að fólk yfir fimmtugt á yfirleitt í vandræðum með að halda þvagi... og persónulega þá er ég ekkert fyrir að synda annara manna hlandi..... þannig að sund virkar ekki.....

.... ætli niðurstaðan verði ekki sú sama og venjulega .... ég held bara áfram að stunda þá íþrótt sem ég er ókrýndur íslandsmeistari í ..... þ.e að hlaupa á eftir strætó......(ég er nefnilega nokkuð góður í því............

Lenti í skemmtilegu debati varðandi hreyfingu í strætó í gær …..sat þarna í rólegheitunum þegar þetta rosalega brúnkukremströll hlammaði sér við hliðina á mér…. Og sat eiginlega ofan á mér… manngreyjið var gjörsamlega afmyndaður af heilsurækt ekkert nema lærin og upphandleggir ….stórreykingamaðurinn og sófadýrið ég, hef alltaf mjög gaman að spjalla við þessa líkamsræktarbesefa… allavega … gaurinn fór að segja mér að hann væri nú að fara að keppa í einhverju vaxtaræktamóti og hefði ekki smakkað vott nér þurrt dögum saman til að líta sem best út…undirritaður væri nú bara dauður úr hor ef hann fengi ekki hambó svona einu sinni á dag!!!.. að sjálfsögðu spurði ég hann tveggja spurninga sem ég spyr alla svona gaura

1. afhverju að standa í þessu og

2. hvað er málið með brúnkukremið…..

...... undantekningalaust fæ ég sömu svörin ....

1. “nú líkaminn er musteri sálarinnar” og

2. “nú til að lúkka köttaðri”

….. Musteri segiru….. ég fór að spekulegra í mínu musteri ….spurning um að fara að vinna smá viðhaldsvinnu…. smá andlitsliftingu… nei fjandinn þessir gæjar eru búnir að missa sjónar af markmiðinu…eru orðnir bara musterið….. sálin löngu farin..... Þeir eru svona eins og kaþólskakirkjan….. eða sjálfstæðisflokkurin ....... ekkert nema stórbrotin umgjörð með lítið innihald….. þannig að ég er eiginlega svona eins og kalvínisti…... í líkamsræktarlegum skilningi….... haha….. svona er þetta…. Það þarf aldrei að velta hlutunum lengi fyrir sér til að finna góða ástæðu til að vera áfram í sófanum… og stirðna…… að sjálfsögðu fylgir maður íslensku leiðinni og gerir ekkert í sínum málum fyrr en maður fær hressilegt hjartaáfall eða netta drykkjusýki…….þangað til læt ég allt sem heitir brúnkukrem og kallmanns g-strengi eiga sig!!!!!

kær kveðja

Ykkar einlægur

Gautur

1 ummæli:

Einar Leif Nielsen sagði...

Stop complaining girly man and pump soma more iron... yaaahhh