föstudagur, júlí 15

“Um óraunhæfan veruleikaflótta Smjattpattana.”

Ein helsta ádeila sem ég hef séð í seinni tíð á vestræn gildi og menningu má finna í hinum merku bókum um Smjattpattana. Fyrir ykkur sem ekki eru “inn “ í þessum fræðum er líklega best að ég rifji upp þetta kynlausa grænmetissamfélag. Þannig var mál með vexti (ekki þó ávexti) að nokkrir félagar undir forystu valdagráðugrar kartöflu höfðu flúið kúgun garðyrkjubóndans og stofnuðu nýlendu sem samanstóð af hinum fruðulegustu einstaklingum eins og kynvillt lárpera að nafni Lalli .. .. lesbískar systur sem voru SVEPPIR…… auk þess má nefna goðsagnakenndar persónur eins og Tomma tómat, Pésa pipar að ógleymdri gúrkunni Sval sem var brautryðjandi í þann tíð þar sem hann fór sinna ferða á hjólabretti löngu fyrir tíma þeirrar menningar…… Þetta rugl var maður alin upp við að væri jafn raunverulegt og að Hagkaup er í Kringlunni og að Perlan sé geimskipið sem við munum öll fljúga í burtu með þegar ríkistjórnin áhveður að við skulum fara aftur til plánetunnar sem við komum frá…… Smjattpattarnir eru klassískt dæmi um þá fáránlega breyngluðu mynd sem sálfræðingar og atferlisfræðingar hafa komist að raun um að sé best að presentera raunveruleikann og siðferðileg gildi fyrir börnum. Það er hægt að taka óteljandi dæmi um svona út í hött kúltúra sem er búnir til af leikfangaframleiðendum til að kenna börnum góða siði t.d skófólkið(shoe-people), Strumparnir (sem er eitt veruleikafyrrtasta dæmið, þar semhaugur af bláum köllum býr saman í kommúnu húndeltuir af Geðveikum galdramanni. Einhverra hluta vegna dettur mér alltaf í hug baraátta Gunnars í Krossinum við HHommasamfélagið þegar ég horfi á strumpana.) fleiri dæmi svo sem múmínálfarnir sem út skýra sig sjálfir, Barabapabbi sem var bleikur og leit út eins og baðker með augu... einnig má nefna Telletubbies sem er pottþétt einhverskonar heilaþvottur fyrir ungabörn þar sem öll börn virðast relata við þetta kjaftæði... kannski er einhver sálfræðingurinn í útlandinu búinn að ráða gátuna og farinn aðs kilja ungbarnamál sem hann svo notar í Teletubbies þættina...OOOhhh Tinky Winky….. að ógleymdum viðbjóði eins og pókeimon oog lengi mætti telja……Ég spyr bara hvað varð um gömlu góðu ævintýrin sem höfðu einföld og góð siðferðileg gildi….. Vondi kallinn tapaði og brann að eilífu í sýrupotti eftir að hin ýmsustu kvikindi höfðu nsætt útlimi hans ….. einfalt… gott sigrar alltaf vont…… ekkert grænmeti eða bláir kallar til að flækja máli……

Góða helgi

Gautur

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

djöfull hefur lítið gera við timann þinn um þessar mundir!
katur

Nafnlaus sagði...

Já það er kannski rétt. Ég ætti að fara ð taka mig tak. Lofa að nýta tímann í eitthvað vitsmunalegra.

Kær kveðja

Gautur

Nafnlaus sagði...

Hvað meinaru? Þetta er áhugaverðasti pistill sem ég hef lesið í langan tíma og mikill eye opener.