Var að skoða hinua sálugu bloggsíðu Pattans og rakst á þessa færslu.... ákvað að leyfa snilldinni að njóta sín vessgú!
Mjúkir, sætir, dúllubossalegir kettir. Í Vesturbænum eru þessi rassgöt úti um allt. Malandi framan í mann og nuddandi sér utan í mann. Sætt. Voðalega sætt. Sérstaklega þegar þeir eru breimandi fyrir utan svefnherbergisgluggann hjá manni milli klukkan 1 og 6 á nóttunni. Líka þegar þeir míga og skíta í sandkassana sem börnin okkar eru að leika sér í. Eða þá þegar þeir veiða smáfuglana sem safnast stundum saman í görðunum, sérstaklega ef einhver hefur freistast til að gefa þeim að éta - alltsvo fuglunum. Svo er líka ferlega kjút og skemmtilegt að koma heim til sín eftir erfiðan dag á kónórnum og finna súrsætan keiminn af fersku kattarhlandi koma á móti sér um leið og dyrnar eru opnaðar. Og gaman líka að þurfa að skrúbba alla íbúðina með ediki og klór eftir að einhver ofurkötturinn hefur stokkið tvær mannhæðir innum glugga og merkt sér íbúðina - alla. Spennandi.
Mér þætti gaman að sjá upplitið á eigendum þessara katta ef ég færi inn um glugga heima hjá þeim og migi í sófana þeirra, rúmin og hreinlega upp um alla veggi eins og þessi viðurstyggilegu loðkvikindi. Sem þó væri skömminni skárra en helvítis eilífðarpestarpissið úr þessum kattaróbermum. Svei mér þá - ég held ég geri það bara.
kveðja
Gautur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Þaðan sem ég kem eru kettir ekki vanamálið heldur hundar. Stór óargardýr er þeysast um götur DK skítandi á hverju götuhorni svo stígur maður í andskotan. Ég myndi samt borga fían pening til að sjá þig míga á rúmið hjá e-m nágrannanum... hahhaha
Skrifa ummæli