Afhverju að sætta sig við DVD þegar VHS er til
Í gær var mér litið út á vídeólegu ásamt Pattanum og Tröllinu, þetta þykir ekki frásögu færandi nema að við fengum okku DVD. Það voru stór mistök. Svo skemmtilega vildi nefnilega til að það voru rispur í disknum eins og vill svo oft gerast þegar litið er út á leigu. Þetta er einstaklega pirrandi þar sem að ekki er hægt að horfa á heilu atriðin þegar skemmdir eru í DVD. Kostur við VHS er hins vegar að myndin heldur áfram ef að skemmd er til staðar og maður gerir sér grein fyrir hvað hefur átt sér stað. Einnig er VHS mun sterkari hlutur og skemmist því síður. Ef áætlunin er að leigja DVD þá er nauðsynlegt að ná sér í diskinn fyrstur allra manna svo eitthvað fífl sé ekki búið að rispa hann. Þetta veldur því að til að geta horft á mynd á DVD er helst nauðsynlegra að kaupa hana í stað þess að leigja. Þetta veldur kvikmyndframleiðundu ómældri gleði þar sem að þeir fá meira í vasan. Vídeóleigurnar fá líka meira í vasan þar sem þær breytat hægt og rólega í söluaðila í stað leigaðila. Sá eini sem að situr eftir með sárt ennið er ég, neytandin, það er nefnilega helvíti sárt að punga út 2000-4000kr. fyrir mynd sem er svo hundleiðinleg. Því er eg hættur að nenna að leigja DVD og held mig bara við VHS. Ekki er því hægt að segja að spólan sé að deyja ekki á meðan þetta vandamál er enn stað. Það er mér algerlega óskiljanlegt afhverju það var ekki sett lítið plast hulstur utan um CD/DVD þegar þeir voru settir á sölu markað. Það var gert við VHS/BETA og kasettur (plötur eru svo gamlar þær teljast ekki með). Svona einföld laus hefði gert lífið mikið auðveldara og já ég væri tilbúinn að borga 100 kr meira.. en þú?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli