Frægð og frami
Já eins og Tröllið bendir á getur frægðin verið erfið. Ofurmódel elta mann inn á klósett, nöfn þurfa að breytast og vinirnir yfirgefa mann á röndum. Þetta er einstaklega erfitt fyrir mann eins og mig. Því er nauðsynlegt að Júdasrkerfið sé sett af stað sem fyrst og stiginn veitt. Þó ég hafi notið mín í sviðsljósinu þá hefði tröllið alveg geta látið mig vita áður en hann stökk yfir í FM-hnakka paradís, Hvervisbarinn. Þó get ég ekki annað gert en hlegið því að samkvæmt áreiðanlegum heimildum var honum illilega launaður greiðinn. Því að innan á Hverfisbarnum var greiðið eltur upp af alls kyns fyrðuverum. Ein hinu klassísku stalkerum tröllsins elti hann bókstaflega upp á röndum. Þetta kom illilega í veg fyrir að hann og Snæbó gætu haldið eftirpartý handa öllum sætu stelpunum. Fregnir herma að síðast hafi sést til Ýmis hlaupa upp laugaveginn öskrandi "ég er manneskja ekki bara kynlífshlutur" og stuttu seinna á eftir fylgdi stúlka (takið eftir ég hættur að segja ung stúlka) sem kallaði á eftir honum "kondu hérna litli strákur" (takið eftir noktkunnina á orðinu litli). Þetta er að vísu óstaðfest en ef vel er gáð í dagbók lögreglunnar sést að "ungur maður fékk að gista fangageymslur af ótta við heljar kvennmann er beið fyrir utan stöðina þar til sólin kom upp."
Áður enn ég held af stað í tónleikaferðalag um Antartikku þarf að taka ákvörðun, á Ýmir skilið Júdasarstig eða ekki. Ég gef stiginu atkvæði enda þarf einhver að fá titilinn Júdas í lok sumars. Nú er spurning hvað öðrum meðlimum fugo finnst.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli