miðvikudagur, júlí 30

Best að vera frumlegur
Nú hef ég ákveðið að ræða næstu helgi, réttara sagt þá hef ég ekkert annað að segja. Það lítur út fyrir að fugo muni vera til staðar víðs vegar um landið. Heyrst hefur að Mósagrís og Teiturinn muni sjá fyrir skemmtun á Flateyri. Í hvaða formi hún verður er óljóst en ekki er ólíklegt að maður heyri orðin "wise men say..." sunginn á Flateyri þessa verslunarmannahelgina. ég sjálfur og tröllið höldum aftur til Akureyrar (annað sinn í sumar) og mun Gubergurinn taka á móti okkur þar. Ef ferð ykkar liggur um norðurland þá skuluð þið ekki láta ykkur bregða í brún þá að undarleg mannvera komi skríðandi eftir ræsum Akureyrar, það er bara ég. Tröllið mun án efa reyna heilla dömurnar með bringhárunum meða Gubergurinn lokkar þær undir lopateppið (þ.e. bringuhárinn hans Trölla). Verkamaðurinn sjálfur, Pattinn, hefur heitið góðum fögnuði á Strawberry street fyrir alla þá er haldast í bænum. Þar verður ábyggilega mikið um ölið og hver veit nema Moulan Rouge hljómi aftur nágrönnunum til mikillar gleði. BYKO-maðurinn mun svo stefna á djemmið á laugd líka með vinnufélögunum og er stóraspurningin hvort að sjást muni til hans með einhverja samstarfsstúlkuna í dúndur sveiflu á Spotlight (sem á víst að vera dauður). Það verður athyglisvert að sjá hverjar sögurnar verða á þriðjud en þess má geta að við Trölli tökum frí þann dag til að njóta þynnkunnar í friði.
P.S. ég reyndi að vinna bretti af bjór það gekk ekki, nú er komið að ykkur!

Engin ummæli: