fimmtudagur, júlí 24

Hvað er helgarplanið
Nú er næst síðasti vinnudagur vikunnar er hér um bil búinn hlýtur þessi merka spurning að vakna. Það að þessi spurning sé spurð nú en ekki á mánudaginn síðast sýnir hve langt við erum komnir síðan í Menntaskóla(anum). Það lýtur út fyrir að mér sé boðið í verkfræðingateiti á laugd og sama kvöld mun lopapeysupakkið (Rammagerðin) hafa einhvern fögnuð. Gautur hafði rætt lauslega um eitthvað parý en var hann búinn að ákveða eitthvað? Ætla menn að taka helgina með trompi, tveir dagar svona í tilefni af því að stutt er í verslunarmannafrídaginn eða bara slappa af? Fer Jói á Spotlight? Þessum og öðrum æsispennandi spurnungum verður svarað í næsta þætti af Nágrönnum... eða kannski ekki.
Alla veganna mun FAXE-12 pack standa undir og jafnvel gera helmingi betur (better to have and not need than to have and need). Hver veit nema að menn endurtaki leikinn frá síðustu helgi á Celtic og hver veit nema þeir kunni Elvis (Krummi). Eins og allar helgar mun ölið flæða, spurningin er bara hvar, hvenær og ætlar Ýmir nokkuð að skylja mig aftur eftir einan???

Engin ummæli: