Gólf og gamalmenni
Eftir vinnu í gær var ferðinni heitið í tívólí í Smáralind. Ég var að fara með frænda minn sem að hafði beðið mig fyrir all nokkrum mánuðum að fara með sig þegar að herlegheitin mættu á svæðið. Nú þar sem að ég er ungur í anda þá ákvað ég að skella mér í nokkur tæki enda oft skellt mér í ýmiss konar skemmtigarðana yfir ævina. Byrjað var á að fara í tækið sem að sem að getur virkað sem gólkylfa ef að maður er kúlan (þ.e. skotið starfsmönnum nokkra metra ef ekki er varlega farið að) og var það bara hin fínasta ferð. Eftir það var farið í einhvern sófa sem að hringsnýst og var það afskaplega saklaust. Nú þriðja tækið snérist einnig í hringi og eftir það sagði ég stopp. Maginn á mér var gjörsamlega búinn að fá nóg. Frændi minn hélt áfram að fari í alls konar tæki en sat á hliðarlínunni þar sem að eftir var. Stundum er ekki nóg að vera ungur í anda.
Til að jafna mig á þessarri vitleysu var ferðinni heitið í gólf í gærkvöldi. Palli, Baldur og Snæbjörn voru meðspilarar í þessarri ágætu gólferð. Eins og ávalt var farið á æfingarvöllinn í hafnarfyrði og náði ég mínu besta skori til þessa... 23 yfir pari eða 50 högg. Það munaði að vísu ekki miklu á mér og Baldri en heppninn var með honum þar sem að ég fór síðustu holuna á 8 höggum.
Niðurstaðan er sem sagt sú ég er of gamall til að geta farið í öll læktækin í tívolíinu og of ungur til að geta eitthvað í gólfi... þetta er ekki alslæmt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli