Fyrsti vinnudagur vikunar
Það er oft erfitt að byrja vinnuvikuna og dagurinn í dag er engin undartekning. Jafnvel þótt að gærdeginum í veikindum sem sagt tveir dagar af veikindum búnir þetta sumarið (sem að er meira en síðustu fjögur samanlagt). Það undarlega við báða þessa veikindadaga er að þeir voru á fyrsta vinnudegi eftir helgi, þetta er einstaklega óþægilegt. Ef þetta kemur fyrir aftur fer fólk að lýta á mig hornauga og segja "sjáðu, þarna er hann þessi sem að nýtir alltaf tvo veikinddaga í hverjum mánuði." Eins allir vita þá er mikið til af þessu fólki í samfélaginu og lít ég persónulega mikið niður á þennan hóp auðnuleysingja, það hlakkar í manni ef svona fólk verður veikt fyrir alvöru og þarf að sitja heima launalaust. Því vona ég að einhver "þarna uppi" sé ekki að kenna mér lexíu með því láta mig vera veikan tvo daga í mánuði. Kannski er þetta bara seinkuð þynnka og er tími kominn til þar sem að ég er þekktur fyrir að vera sára sjaldan þunnur. Vaknaði meir að segja kl 10:30 á sunnud morgun, einstaklega óheilbrygt.
Að öðru málum verð ég að nefna gott djamm á laugard kvöld. Einstaklega mikið magn af öli var innbyrgt en eins og vanalega gerðist ekki neitt merkilegt. Af því fáa sem gerðist þá fékk Ýmir eitt Júdasarstig (fyrsta opinbera stigið) fyrir að skylja mig eftir einan á Celtic þar sem að ég tók lagið í mikilli ölvun (hann fór að vísu eftir að ólætin áttu sér stað). Á heimleiðinni var Serrano prófaður og fær hann ágætis einkunn (miðað við ölæðið). Heppnin var að lokum með mér þar sem að ég fann Jóa og aðstoðaði hann mig við að komasts heim sem hefði annars verið erfiðsverk. Hið besta fyllerí, vennjulegt djamm á mælikvarða Fugo.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli