fimmtudagur, júlí 3

Bjór og aðeins meiri bjór
Nú áðan var ég staddur út í ríki og var meiningin að versla dálítið af öli. Ég fékk að fara og teygja úr mér þar sem að ég hafði gjörsamlega étið yfir mig í hádeginu (mexíkóskur dagur). Þar sem að ég stóð þarna og velti fyrir mér hversu mikið ég ætti að kaupa þá rann upp fyrir mér ljós.... best bara að kaupa nóg. Því keypti ég mér einn kassa af Faxe og einn af Miller svo er til tæplega hálfur kassi af Faxe heima. Ég vona að 56 bjórar fyrir þrjú kvöld, ath ég má víst ekki verða ofur ölvi þar sem að ég er í ábyrgða hlutverki. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig helgin fer og hvort að mér verði treyst í ábyrgða hlutverki. Annars komst ég að því um daginn að Faxe er alger snilld, næst ódýrasti bjórinn í ríkinu (aðeins Spegils býður betur) og vitir menn hann er ekki piss. Millerinn stendur líka alltaf fyrir sínu og var hann keyptur svona ef að nauðsynlegt yrði að drekka volgan bjór. Klassísku tegundirnar (Carlsberg, Tuborg og Heineken) eru í pásu svona yfir sumartíman en það verð með öllum líkindum teknir aftur í hönd þegar að skólinn byrjar aftur.
Annars verð ég spyrjast fyrir um Mósagrísinn því ekki hefur heyrst í honum lengi... hefur vargurinn nokkuð gleypt þennan góða borgardreng?
Nú fer ég að leggja í hann og bið alla vel að lifa yfir helgina því það ætla ég svo sannarlega að gera.

Engin ummæli: