mánudagur, júlí 28

The longest night
Laugardagskveldið byrjaði eins og svo mörg önnur.. með einum bjór. Einn varð fljótlega tveir og tveim klukkutímum síðar voru þeir orðnir þrír. Nú klukkan var þá að nálgast tíu og því nauðsynlegt að fara tía sér í partý. Ekki gerðist mikið í partýinu nema að á tveim og hálfum tíma voru þrír orðnir þrettán. Eins og flestir vita þá er þrettán ekki góð tala. Ég var það heppinn að halda höfði í þessu partýi og jafnvel í nokkurn tíma eftir að því var lokið. Þá var kominn tími til að fara í næsta partý. Hve lengi var stoppað þar get ég ekki sagt og man einungis lítillega hverjir voru á staðnum. Ég fór þaðan til lopapeysumafíunnar og var orðinn manni ríkari þar sem að Snæbó var með í för. Upphaflega var farið í vitlaust partý en stuttu seinna rötuðum við á réttan stað. Hvað gerðist þar get ég ekki sagt, ég man eftir andlitum og Gunnar sagði að ég hafði brotið glas. Þar á setning kvöldsins að hafa átt sér stað en ég man ekkert eftir því. Síðan var ég kominn á Celtic, hvernig ég komst þangað veit ég ekki (Gunnar sagði að það hafi verið taxi) en mynnið segir að ég hafi allt í einu byrst inn á þessum stað. Þar man ég enn minna og talaði einungis við eina manneskju (yeah right) svo ég viti. Því næst var ferðinni haldið inn á Hverfis og þar man ég eftir einhverri röð en alls ekki vel. Man samt eftir því að ég var orðinn einn og yfirgefinn á Celtic, aftur! Á hverfis man ég líka bara eftir að hafa talað við einn mann (yeah right) og eiginlega engu öðru. Samkvæmt mynninu mína var ég svo allt í einu kominn á Hafnarstræti í leit að æti með einhverjum (the face is a kinda blur) en gallinn var að við fundum ekkert að borða nema kannski (er ekki viss) bæjarins bestu. Eftir það ævintýri var ferðinni heitið heim og ég er frekar viss um að það var leigubíll sem fór með mig heim en ég lofa engu. Sem sagt draumkennd drykkja á laugd kvöldið, veit bara ekki hvaðan bleiki fíllinn kemur?

Engin ummæli: