mánudagur, júlí 7

Helgi eftir helgi
Jæja, þá er maður búinn með fyrstu helgina í júlí og hvað gerðist? Jú maður var vitni af mörgum merkilegum atburðum það voru lesbíukossar, fullir drykkjusvolar sem sigruðu edrú björgunarsveit í íþróttarmóti, dauð höstl, dauður Jói, gítar stemming, rigning, sól, bruni, grill o.fl. ofl. Ég gjörsamlega brást ábyrgðar hlutverki mínu á föstud kvöldið og varð allt of drukkinn end voru 31 (33 cl) bjórar drukknir á þeim degi og merkilegt nokk þá hélt ég lífi. Sem betur fer stóð ég mig næsta kvöld því þá varð ég ekki alveg jafn rosalega drukkinn. Svo var ég og Helgi að vísu skammaðir fyrir að hafa rukkað sætar stelpur of ítið inn á laugard kvöldið en það var nú ekki viljandi. Þannig a í heildina var helgin hrein snilld og ég mjög sáttur. Að vísu hefði eitt mátt fara á betri veg.
Nú lítur allt út fyrir að land verði aftur lagt undir fót næstu helgi því Guberginn vill endilega fá okkur norður. Tveir Fugo-menn hafa tekið vel í þetta og spurn hvort aðrir vilji einnig láta á þetta reyna. Það verður ábyggilega gott stuð og mun þetta líklegast kosta allt of mikið en hvað gerir maður ekki fyrir góða stemmingu. Fyrir minn part er því bara ein spurning "hvað þarf ég að koma með mikinn bjór?"

P.S. ein góð mynd af mér frá próflokadjamminu svona í lokinn

Engin ummæli: