Siglufjörður, nei
Ég verð að vera sammála Mósagrís um í sambandi við Siglufjörð en ólíkt honum þá er ég með lausn. Hvað kostar að byggja þessi skítagöng? Einhverja milljarða er það ekki. Nú væri ekki bara ódýrara og hagkvæmnara að jafna Siglufjörð við jörðu. Flytjum bara alla á Ólafsfjörð og vitir menn við erum komnir með hið samilegasta bæjarfélag í Eyjafyrði (annað en Akureyri). Nú við tökum nokkrar jarðýtur og plam... enginn Siglufjörður. Svo er hægt að seta þökur á staðinn og vitir menn. Hver veit nema gæsir færu að verpa þar og kannski myndi einhver vilja friðlýsa staðinn. Svo er hægt að nota afganginn af penngunum (takið eftir afganginn) og byggja alla vega ein ef ekki tvenn mislæg gatnamót í Reykjavík (þið vitið þar sem allt fólkið á heima og bílarnir eru). Ég hef aldrei komið til Siglufjarðar og skil ekki hvað er verið að pranga upp á þetta rassgat, lengst út í rassgati. Það er löngu komin tími að buggja almennilegar hraðbrautir innan Reykjavíkur (og nágrennis) eins og tíðkast í siðmenntuðum löndum. Þar væri hægt að hafa 90-110 km/klst hámarkshrað og engin ljós. Þetta myndi gera lífið mikið þægilegra fyrir meirihuta Íslendinga (Borgarbúa) sem þurfa að keyra í vinnu sína á morgnana. Sem sagt niður með göngin og upp með hraðbrautina. Það er líka eitthvað óþægilegt við það keyra í gegnum göng þegar verið er að fara út (eða kannski inn) í rassgat.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli