mánudagur, júní 30

Míga verkfræðinga upp í vindinn?
Svarið við fyrisögninnu hér að ofan er ...já!! Það er ekki bara vegna þess að þessi stétt er uppfull af alkóhólistum sem að hafa orðið allt of illa úti í vísindaferðum, yours truly, heldur vegna þess að þeir sem að læra skipulagningu kunna ekkert í henni. Nú hef ég verið að sjá um skipulagningu á háskólaferðinni á skóga og það kom upp einstaklega skemmtilegt atvik í morgun. Castró, Caffe Astró, er lokað en þar var búiðað lofa okkur að hafa miðasölu. Þetta er svona týbísk verkfræði snilld að díla við stað sem að ekki einu sinni drullast til að vera opinn í eina viku. Fyrir minn part geta þessir menn, sem eiga staðinn, kisst minn feita verkfræði rass og engin verkfræðingur mun fara þangað eftir vísindaferðir!
Nú að öðrum málum. Ég varð fyrir þeirri lífsreynslu að fara á Hlölla á laugard kvöld/sunnud morgun. Ástæðan var að Subway var lokaður, það var röð á Nonna og ég nennti ekki að labba tilbaka á Kebab. Nú maturinn á Hlölla, peppóróní bátur, var.....hreynasti viðbjóður! Gat ekki tekið meira en þrjá bita og ég var gjörsamlega á snepplunum, Guberg getur staðfest. Ég var að vísu heppinn því að viðbjóði reyndi ég að borða hjá Palla og Möggu en þar var til afgangur frá kvöldmatnum svo á endanum fékk ég eitthvað gott að borða.
Nú í dag er mánud sem gerir allt mikið verra þar sem að öll helvítis vinnuvikan er eftir. Ég hef aðeins eitt til að brosa yfir en það er fríð sem ég fæ mér frá á föstud. Því á fimmtudag fer ég á Skóga og reyni að drekka frá mér allt vit. Eina takmark helgarinna er að míga ekki upp í vindinn en það verður helvíti flókið, ég er nefnilega í verkfræði.

föstudagur, júní 27

Metal og önnur afþreying
Mér áskotnaðist um daginn 2500 kr. inneign í Smáralindinni og var henni eitt í nýja Metallica diskinn, St. Anger. Nú ekki er annað hægt að segja um gripinn en að hann sé mjög tormeltur. Því að ég hef átt hann í rúma viku og hlustað á hann svona einu sinni á dag en ekki alveg gert upp hug minn. Diskurinn er uppfullur af svona "grrrrr" og er það hið besta mál. Textarnir eru á mörgum stöðum slæmir en alls ekki öllum. Lögin eru sum góð, sum fín og er eitt frekar slappt. Það ber þó að segja að diskurinn er mjög góð heild, erfitt er að setja eitt lag í og hlusta bara á það, maður þarf að hlusta á allan gripinn í einu. Þetta er öðruvísi tónlist en maður er vanur frá metallica og í raun harðasti diskur þeirra síðan 1988. Það var ánægja að fá DVD með öllum lögunum í kaupbót með disinum.
Nú á þriðgjud fékk ég óvænt miða á Greese og skellti ég mér því upp í borgarleikhús. Það var vissulega gaman á sýningunni og var Jónsi " svörtum fötum" mun betri af tveimur aðalleikurunum. Þegar maður fer að sjá söngleik eru lögin sem að skipta máli en leikur og handrit hafa lítið um hlutina að segja. Þannig að lögin voru góð (synd að flest þessi skemmtilegu eru fyrir hlé) og uppsetningin hin fínasta. Veit ekki hvort a ég hefði borgað mig inn á þetta en "hei it was free" svo að ég get ekki kvartað.
Nú í gær fór ég í fyrsta sinn í lúksus salinn í Álfabakka og ég verð að gefa honum top einkunn. Ef menn ætla á annað borð í lúksus sal þá er þetta málið. Eftir að hafa prófað þennan sal finnst mér eins og ég hafi verið rændur þegar ég fór í Smára bíó, fjandans Skífan.

Nú ég læt sjá mig í "the Golden Circle" þarf bara fá að vita hvenær farið verður svo ég geti pumpað áður. Alþjóð veit að ég er alltaf til í djamm og nóg er af fólkinu sem að er eitt heima (ég, Jói og Snæbó, Baldur er á Roskilde). Augljóst er að ég verð að fara á Skóga fyrstu helgina í júlí og er ekkert hægt að gera í því en þar verður auðvitað magnað stuð "og munu færri komast að en vilja" (DV Fókus, 27.06.03).

fimmtudagur, júní 26

How to fix this shit
Mr. Guberg (as an administrator) has to enter settings and then forrmatting to select the propper language ect. then every thing will be alright
aetli ?etta virki
guess not
Jæja þar sem að blogger var eitthvað að fikta í síðunni ætla ég að byrja á því að gá hvort íslendkustafirnir séu komnir í lag???

miðvikudagur, júní 25

In the land of Foo
Það voru stórtíðinda aftan á morgunblaðinu þennan annars venjulega miðvikud. Ein helst rokkhljómsveit heimsins Foo Fighters er væntanleg til landsins og mun halda stórtónleika 26. ágúst. Ég og Gubergin höfum ákveðið að láta sjá okkur á staðnum og er ég viss um að margir aðrir fugo menn munu gera slíkt hið sama. Einn er galli er þó á hvernig í fjandanum á maður að ná sér í miða. Þarf maður að mæta kl 15:00 daginn áður en miðasala hefst og bíða í röð. Ég man þegar að maður gat hugsað sig um í 2-3 daga eftir að miðasala hófst en þetta er liðin tíð. Menn bíta og klóra til að verða sér út um miða en út af einhverri ástæðu er ekki svona góð miðasala þegar Björk mætir á svæðið (wonder why). Það er greinilegt að aðeins þeir hæfustu munu fá miða og við fugo menn erum náttúrulega efstir í fæðukeðjunni. Það væri kannski mögulegt að skiptast á að bíða í röðinni svo menn geti sinnt vinnu, farið á klóstið o.s.frv.
Um "einræðum Armandos" verð ég að segja Pattanum að þetta sé ágætis hugmynd hjá honum og verði hann því titlaður hugmyndasmiður í þessu merka riti sem verður fáanlegt í öllum helstu undirfatverslunum fyrir jól.
.............ég var búinn að skrifa geðveikt langa klausu til a pósta...svo eyddiat hún þannig að þetta er allt sem þíð fáið......Armandó verður bara að halda áfram að skrifa.....við getum bráðum gefið út svona bók sem heitir "einræður Armandó" saman ber einræður Starkaðar fyrir þá sem hafa áhuga á þ´vi!!!!!

þriðjudagur, júní 24

Valið
Í dag ætla ég að skrifa um hið erfiða val sem að stendur fyrir mér í lífinu á morgun. Annað hvort að sinna minni skyldu eða ekki. Þannig er nefilega mál með vexti að það á að fara kynna skógaútileguna sem er fyrstu helgina í júlí. Gallinn er bara að það á að kynna hana á mjög asnalegum stað sem að ég myndi helst ekki vilja finnast nokkurn tíman (dauður eða lifandi). Það á nefnilega að kynna útilegauna í leiðinlegasta þætti sem að ég hef séð (nokkurn tíman!!!), Fólk með Syrrí. Nú það eru tveir möguleikar í stöðunni a) að gera skyldu sína mæta (fá fríar snyttur og hvítvín) eða b)gefa skít í allt saman og bara vera heima hjá mér. Þetta er alvarleg dílemma en það kemur í ljós á morgun.

mánudagur, júní 23

Og enn var dottið í það
Helgin liðin með þynnku og annarri ánægju. Það var vel helt í sig á laugard í tilefni útskriftar hjá Balduri og Snæbirni. Gubergurinn var eini fugo maðurinn sem hafði að í sér að elta fulla manninn (eða var það öfurgt?). Pattinn var mikil hetja og lét sjá sig eftir erfiðan dag í verksmiðjunni en edrú menn hanga ekki lengur yfir okkur byttunum. Jói var náttúrulega einnig á svæðinu enn hann hvarf eins og alltaf. Tröllið skammaðist sín enn svo mikið eftir Júdasinn (hann sagðist að vísu vera veikur) síðustu helgi að hann sást hvergi. Kvöldið endaði svo á Felix eitthvað sem að ég man afskaplega takmarkað eftir.
Nú bíður maður spenntur að vita hvort Ýmir hafi komist í vinnuna fyrsta daginn. Það verður gaman að sjá hvort hann tileinkar sér vinnubrögð hins ríkisstarfsmans (your truly) og skrifar eitthvað að viti á þennan blessaða vef.
Verð að vísu að nefna snilld gærdagsins þar sem það ver gefinn skítur í góða veðrið, tvær pizzur verslaðar og ein heimskuleg ræma tekinn. Eftir það var étið yfir sig og legið í sófanum góða (sam undarlegt nokk hefur ekki enn fegnið nafn) sem sagt góður þynnkudagur.

föstudagur, júní 20

Útskriftar/nopresents/brinyourownbooze-party
Titillinn lítur út fyrir að vera plan helgarinnar. Það verður sem sagt drukkið á morgun og svo þegar klukkan er orðin ógeðslega margt, partíið er nú niður í miðbæ, verður ferðinni heitið á einhvern frekar fúlan skemmtistað. Afhverju fúlan? Því að ég hef komist að því að allir skemmtistaðir bækarins eru fúlir. Það sem að skiptir máli er hverjir eru með þér og hvort að góð stemming sé í mannskapnum. Þetta er svona ákveðin kenning, hvort að það sé eitthvað að marka hana er svo annað mál en mér til rökstuðnings ætla ég að nefna Celtic. Celtic er yfirleitt einstaklegag fúll nema maður sé í góðu fugo-djammi eins og síðasta mánud. Auðvitað eru einhverjir staðir sem að þetta á ekki við (ég hugsa að það væri erfitt að vera í mega stuði á Kaffi Austurstræti) en hey undartekningin sannar regluna.
Annars ætla ég að vera sammála Gunnarri sem mældi eindregið með ræmunni Equilibrium.... alltaf gaman að sjá góðar myndir sem einhver kvikmyndamógull taldi ekki nógu merkilegar í bíó.

fimmtudagur, júní 19

Pattinn hefur setið of lengi hljóður og hlustað á kjafatavaðalinn í Armandó.....ég hlít að vera búin að jafna út orðafjöldann sem jói talaði um.....þannig að guess what I´m back!!! ég vill byrja á að ulla á Mósann og benda honum pent á að þó að Pattinn sé nú hamingjusamlega giftur með sínum strumpi´í litlu húsi við höfnina þá á hann samaldursmet.....hvað árafjöldan ræðir ...það hlítur að vera það sem skiptir máli....annars bíðum við bara Mósi þangað til kellingarnar okkar verða orðnar svo gamlar að þær standa á brjóstunum á sér og dragarassgatið á eftir sér og ríðum þeim....og dadaddrrra þá eigum við aldursmetið!!!! það erur að vera hinseginn...ekki þannig hinseginn jói!!!! Já þetta var einkar skemmtilega partýtörn þessa helgina verð ég að gefa innfluttaranum hjá Joey háa einkun....virkilega gaman þegar félagar hittast....þá sjaldan það gerist við verðum að vera duglegri við þetta svona til að halda dampi og bara muna eftir hvernig við lítum út svona ef ske kynni að við hittumst út á götu og hittum einhvern kaffibrúnan gráhærðan kall sem minnir á Tony Bennett.....þá er mjög gott að vera búinn að hitta hann nýlega og vita að þetta er Mósinn sem hefur látið svona á sjá ekki Tony búinn að fara í strekkingu..... nei annars ég skemmti mér alltof vel kom sjögrandi heim um 6 þar sat konan mín með vinkonu sinni að "ræða málin" ég hélt þeim selskap með því að maka hamborgaranum mínum á bringuna á mér keðjureykja og segja ljóskubrandara....(held að ég hafi slegið í gegn....sérstaklega þar sem ég var að hitta vinkonuna í fyrsta skipti...) anyways its great to be back v erst að komast ekki í partyið á klapparanum um helina....álið bráðnar víst ekki sjálft fjandinn hafi það og svo bara allir í stuði
kvaðja PATTINN
Aldur og önnur afrek
Spurningunni verður hér með svarað kæri Mósagrís..Slímir sló ekki aldursmetið. Það er enn hjá ungum leikhússtarfsmanni sem talaði við konuna í miðasölunni, nema eitthvað hafi farið fram hjá mér (aldursmet = aldursmunur). Að vísu verður að viðurkennast að megnið af fugo er nú orðin mofo. Þetta er andskoti merkileg þróun hjá okkur drengjunum og ef ekkert er gert í málunum endum við á því að terrorrise-a félag einstæðra mæðra (allir nema þeir sem eiga kærustur, vegna þess að þeir myndu aldrei gera neitt þessu líkt). Jói verður náttúrulega að vera með í hópnum og fær því mofo titilinn ef að hann sér um einhvern einmanna föður eina kvelstund eða svo. Við örfáu sem að höfum ekki þennan merka titil verðum bara gera okka besta enda nóg eftir að sumrinu. Það væri kannski hægt að veita mönnum viðurkenningu fyrir svona afrek en ég held að það myndi bara fara eins og kúkurinn... menn vildu ekkert hafa með það að gera. Því fá menn bara einn bjór fyrir hverja mömmu og verða að vera sáttir með sitt. Telst ekki með ef þú átt krakkan sjálfur.

miðvikudagur, júní 18

Gleðilega þjóðhátíð
Í gær var hinn árlegi þjóðhátíðadagur Íslendinga, 17. júní. Dagurinn var haldinn hátíðlegur með góðri þynnku eins og árlegt er orðið. Það voru fleiri hlutir á sínum stað á þessum merka degi, t.d. rigningin, umferðin o.fl. Ekki lagði ég í það að kíkja í bæinn, reyndar var þreytan/þynnkan það mikil að ekki var farið úr sloppnum fyrr en um fjögur og þá bara af illri nauðsyn. Menn þurftu nefnilega að mæta í fjölskylduboð, alltaf gaman að fá kökur. Gallinn var að fyrst þurfti maður að komast á áfangastað sem að var ekkert grín, umferðin var nefnilega hræðileg. Það alveg óskiljanlegt hvað Íslendingar eru duglegir að fara niður í bæ á þessum degi. Afhverju eru menn ekki bara heima hjá sér að njóta frísins í stað þess að arka niður í bæ með barnavagninn.
Annars verður Jói að fá feitan plús fyrir hið besta innflutningspartí. Krummi fær einnig feitan fyrir Kúbu vindlana, jafnvel þó að ég helt að hausinn á mér myndi springa af þynnku þegar ég vaknaði. Ég komst nefnilega að því að það getur aukið þynnku mjög ef að góður vindill er reyktur á djamminu og ég vildi náttúrulega ekki láta neitt af eðal Kúbu tóbakinu fara til spillis. Jæja svona er maður nú vitlaus. Eftir helgina fá Ýmir og Gunnar einnig klapp á bakið fyrir þessar fínu Gloríur en samt mínus fyrir að fara snemma úr partíinu. Nú er bara búa sig undir næsta partí, næstu helgi, og passa sig á bjórnum þangað til.

mánudagur, júní 16

Kúkurinn sem hvarf
Jæja, loksins er komið að því... innflutningspartí hjá Jóa...vei! Þar mun safnast saman ólíklegust og ólíkustu menn. Þar sem að íbúðin hans Jóa býður ekki upp á neina hópaskiptingu þá mun verða forvitnilegt að sjá hvar kveldið endar. Það lítur út fyrir að það verði hin besta mæting þó að Ýmir hafi líst því yfir að hann muni yfirgefa okkur og möguleiki sé á því að Gunnar geri hið sama. Allir aðrir ætla aftur á móti að láta sjá sig og meir að segja Mósagrísinn, nýkominn frá Bahama eða einhverstaðar þar, verður á svæðinu.
Nú snúum okkur að Fugo málum. Hér áður fyrr tíðkaðist það að veita verðlaun sem að voru á formi gervi-kúks. Einn maður vann þessi verðlaun og þáði en eftir það hafa menn iðulega viljað sverja sig frá kúknum. Nokkrir menn voru útnefndir en enginn vildi taka það í mál að taka við kúknum. Þess vegna er kúkurinn enn hjá þeim er vann hann fyrst. Það vill nefnilega enginn fá kúkinn. Til að koma til móts við þetta legg ég til að kúkurinn verði lagður niður. Já, þetta er mjög ofgafullt en hvað annað er hægt að gera í stöðunni. Í stað kúksins legg ég til að Júdasar-verðlaunin verði tekin upp. Þar mun á hverju ári vera valinn einn einstaklingur sem að iðulega svíkur djamm og skilur mann eftir einan niður í miðbæ án þess að segja sálu frá, ég er ekki að skjóta á neinn sérstakan. Verðlaunagripurinn verður valinn af sérstakri dómnefnd sem að skipuð verður af Fugo, þ.e. þeir sem nenna fynna eitthvað gera það, og verðlaunin veitt í lok sumarsins. Í framtíðinni munu þessi verðlaun koma að góðum notum til að láta Fugo meðlimi vita ef að konan þeirra hefur of stutt í ólinni. Pælið í þessu....annars getur við alltaf gefið Jóa kúkinn, hann vill ekki einu sinni sofa hjá konum... er það ekki eitthvað?

föstudagur, júní 13

Sorglegar stundir
Það er góður titill á hvernig vinnudagurinn hefur verið hjá útivinnandi fugo mönnum í dag og aftur get ég verið glaður við að vinna inni.
Alvarlegra mál hefur þó verið að læðast upp bakið á mér síðustu daga (nei, ekki magapestinn hún hefur meira verið á leiðinni niður). Þannig er nefnilega mál með vexti að fugo hefur verið frekar dautt upp á síðkastið. Þá á ég nú ekki við þessa síðu okkar heldur meira bara svona general hugmyndina. Það er talsvert síðan að menn hittust að drykkju og enduðu á að gera einhverja vitleysu. Oft hafa skálaferðir og útilegur verið góðir staðir til að halda upp á svona hluti en ekkert hefur verið gert í þessum málum í allan vetur. Vissulega höfum við hisst að drykkju yfir veturinn það er ekki málið. Það er það sem að gerist eftir á, okkur liggur ÖLLUM á að fara eftir það í bæinn og hitta eitthvað annað fólk. Það er horfnir þeir tímar að það var nóg að djamma með fugo mönnum og láta ruglið og vitleysuna ráða ferðinni. Að vísu verður að viðurkennast að í örfá skipti síðasta vetur kom þessu góða stemming upp á Celtic en þau má telja á fingrum annarar handar. Í mínum barnaskap hélt ég að menn yrðu æstir í að breyta þessu nú þegar að sumarið er komið þar sem að nægur tími er næsta vetur að eltast við þetta svo kallaða annað fólk, þ.e. ekki fugo menn. Ég tel að það sé kominn tími á að halda heyðri þessa hóps á lofti og eins og áður var sagt "láta ruglið og vitleysuna ráða ferðinni". Underhead, dunderhead......underhead, dunderhead....underhead, dunderhead....underhead, dunderhead.....underhead, dunderhead....underhead, dunderhead....

fimmtudagur, júní 12

Batnandi manni er best að lifa
Jæja, einn dagur í helgina og bara stemming. Skitan er að lýða hjá (vonandi) og sólin skín útivinnandi stéttir fugos. Ég var að vísu að vonast til að fá ferðasögu frá höfuðstað norðurlands eða góðan pistil um kosti og galla Briggjuhverfissins en Pattinn hefur ekki látið í sér heyra, okkur hinum til mikillar mæðu. Annars hafa síðustu skrif mín einkennst af svo kölluðum "helgarblað DV" stíl og líst mér bara ágætlega á.
Nú að ánægjulegri málum, þá er ég að fara heimsækja frænda minn bráðlega sem að er u.þ.b eins dags gamall. Það er greinilegt að kalrl-genið hjá mömmu ætt er mjög sterkt þar sem að hún á þrjá stráka, einn þeirra á tvo stráka og nýjasti meðlimurinn er líka karlkyns. Spurningin er bara hvort að ég verði kellingin í þessum málum? Bara tíminn mun leiða það í ljós og já það er alltaf "ef"-ið sem að Jói bannar notkun á.
Snúm okkur að helgar málum. Þá verð ég að viðurkenna að ég er ólíklegur til stórræða þessa helgina þar sem að ég fékk svona skemmtilega upplifun síðast. Þó ætla ég að fara sparlega með stóru orðin í dag. Pattinn á samkvæmt mínum skrám að vera í tilbúin í eitthvað alla veganna annan daginn þar sem að vaktar törninn á að vera klárast á laugd, aftur þetta er samkvæmt mínum bókum og þær eru ekkert endilega réttar. Rammagerðar pakkið er ábyggilega eitthvað að vinna og ég enda ábyggilega á að eyða góðum hluta helgarinnar í ræktinni, svona til að friða samviskuna eftir alla ræpuna.

miðvikudagur, júní 11

Matareitrun í miðbænum
Já vitir menn ég fékk mér að borða á heimleiðinni á laugardagskvöldið með svona skemmtilegum afleiðingum... ég fengið að sita á klósettinu með ræpu síðan, jei!!! Hverjum á ég að þakka þessar dásemdir, eiginlega mér sjálfum fyrir að vera svo vitlaus að versla mat úr bíl. Nánar tiltekið Bitabílnum. Hvað í ósköðunum gerir mann svo heimskan að halda að bifreið geti komið í staðinn fyrir hús. Hugsið ykkur bara öll sósan, sem að drekkti samlokunni minni, geymd heila viku í bilastæði án nokkurrar kælingar...ummm ég sé salmónelluna myndast. Vopnaður 500 kr. í hendi og nokkrum öllurum í maga ákvað ég að þetta væri góð hugmynd, því það var styðst röð á þennan stað. Næsta kvöld þegar ég gekk þarna fram hjá, of illa haldin magakveisu til að geta verið lengur í bænum, datt mér eilítið í hug. Væri best að launa fíflunum sem reka þessa satans-búllu og skíta á bílinn... nei, ég hafði það ekki alveg í mér (að vísu illa orðað því samloka var algerlega í mér). Eftir á sé ég að það hefði verið einstaklega góð hugmynd þar sem að hin hefndin mín hefur ekki virkað, það svarar nefnilega enginn hjá heilbrigðiseftirlitinu. Svona eru þessar helvítis ríkisstofnanir aldrei neinn til staðar þegar á honum er þörf, ætli allt liðið sé ekki bara í sumarfrí og komi aftur í semptember. Ef ég hef það í mér næstu helgi þá mun ég skíta á satans-bílinn þar sem að svona fer ekki órefsan á minn part. Næst fer ég að ráðum Tröllsins sem að harðneitaði að kaupa eitthvað að éta þarna og fór bara staðinn í leigubílaröðina.
Stóð ég við stóru orðin
Nei..
Ég reyndi ekki einu sinni. Ég byrjaði á því að detta í það á föstudegi, svo á laugardegi (nánar síðar) og síðan á sunnudegi. Ef maður ætlar að falla þá skal maður falla með stæl. Að vísu myndu sumir segja að hafi ekki gert þetta nóg og almennilega þar sem ég byrjaði yfirleitt drykkju mjög seint og hegðaði mér því mjög vel. Aðrir mundu segja að ég hefði gert ágætis tilraun til að hafa stjórn á drykkju minni, endurtek tilraun. Sem sagt ég var ekki blindfullur vitleysingur sem að reyndi að fjúga af húsþökum en hey maður getur ekki alltaf verið legend. Annars var ég nú alltaf komin heim fyrir 4 og reyndi ekki einu sinni við eina , jú kannski eina, stúlku kind.

föstudagur, júní 6

Jæja það er kominn föstudagur og það er meir að segja löng helgi. Planið er.....ekkert. Það lítur út fyrir að þetta verði róleg helgi fyrir okkur fugo menn. Að vísu lítur út fyrir að nokkrir okkar munu gera eitthvað skemmtilegt. Tröllið er á leiðinni í útskriftarveislur og ef ég þekki hann rétt þá segir hann ekki nei við ókeypis áfengi enda sannur fugo maður. Pattinn er á leiðinni á höfuðstað Norðurlands að gúffa í sig kökur en líklegast verður lítið um bjór á þeim slóðum. Síðast en ekki síst er það mósgrísinn sem staddur er á karbíska hafinu og læt ég ekki fleiri orð falla um það.
Verð að segja að vinnan hefði geta farið betur í dag þar sem ég er búinn að vera fastur í dælufræðum í alla dag og kemst hvorki fram né aftur. Sjáum hvort að helgin bjóð upp á eitthvað skemmtilegt en eins og ég sagði í gær þá verður gerð heiðarleg tilraun að standa við stóru orðin.

fimmtudagur, júní 5

Eins alltaf þá gleður mig mjög að sjá pattan taka til hendinni og skrifa nokkur orð á þessa merkilegu síðu okkar. Þú getur huggað þig við það að það eru litlar líkur á því að sumarhátíðin verði haldin meðan þú ert að gúffa í þig kökur í höfuðstað Norðurlands. Eina sem er mögulega á döfunni um helgina er kannski e.t.v. innflutnings partí hjá Jóa. Ég ætla reyna standa við stóru orðin sem ég lét falla og ekki djamma nema ástæða sé til.... kemur í ljós eftir helgi hvort að það gegnur upp. Oberration afgangur er nú algerlega út úr myndinni vegna of dýrra flugjalda og það að hér um bil engin möguleiki er að fá gistingu á staðnum. Þess vegna á að skal ferðinni heitið til Köben og er það mikil gleði. Fimm dagar (eða meira) sem eyddir verða í Cristjaníu eða Ester Gade (sjálfur ætla ég að verða mér út um gisti pláss inn í Carlsberg verksmiðjunni og bara vera þar). Stefnan er á síðustu helgina í júlí og er stemmingin enn góð, þetta mun að öllum líkindum breytast þegar að verðið verður orðið skýrara.
Annars er lítið meira að segja, að vísu get ég nefnt að kalkúnninn í hádeginu var afskaplega góður og er stefnan að brennan honum í bótinni á eftir, sem sagt bara stemming.
kæri armando þú ert ekkert einn hérna..þ´+u ert bara ´sa eini þessa dagana sem situr allan daginn fyrir framan tölvusjkáinn. ég er búinn að vera á vinnutörn sem lauk í
gær...nú er bara stemmari að fara um bæjinn milli banka og betla pening.....(so this is how married live is!!!) .. þetta er f´nt....var að fá út úr síðasta prófinu ...skemmst er frá þ´ví að segja að ég stóðst og er þ´vi officially kominn á annað ár!!! ve3i vei.....hvaðvarðar aktivítet í sumar er ég mjög hlynntur sprelli af ýmsum gerðum......og vilég ólmur komast með...ég verð þ+ó a'ð sjálfsögðu að´gefa þann fyrirvara að ég er giftur maður og má ekki alltaf fara út að leika......en fjallgöngur og golf hljóma vel.....ég er reyndar að leiuta að einhverjum sem er til í smá veggtennis......svitna og svona.......!!!! hvað varaða sumarhátiðina margrómuðu þá verð ég vant við látinn að borða kokur í fermingarveislu á Akureyri hjá tengdó!!! og mun sakna þess sárt að' missa af þeirri skemmtun sem your exclusive company is !!!!!!.....útilega hljómar vel.....ég held að það sé ekkert spurning ef verið er að velja á milli þess að fara til færeyja eða köben hvað skal velja..................FÆREYJAR!!!!!! .........nei anskotinn auðvitað köben......þessi ólafsvaka er ekkert að fara og m+er sýnist við ekkert vera að verða fullorðnir ...þannig að whats the rush!!!!!!
ég segi bara meira sprell og aktívitet og allisr saman í útilegu í lopapeysum með landa !!!!!!

miðvikudagur, júní 4

Jæja, víst að það er engin þarna úti þá held ég áfram samræðum við sjálfan mig. Ég hef sorgar fréttir fyrir rammagerða pakkið, þar sem að ég talaði við bróður minn og komst að því að verð til föröja er í 30.000kr, á samt eftir að fá staðfestingu á þessu. Það er sem sagt ódýrara að fara til Köben. Spurningin er hvort að oberation afgangur geti gengið upp ef menn fara ekki að hugsa sinn gagn og pannta eða eitthvað í þá áttina.
Annars er lítið að frétta héðan af Bæjarhálsi dagurinn fór mest í kexel og bara stemming í því. Jói greiið hefur haft það betra í útivinnunni sinni þar sem að verðrið var bara alveg sásætt. Annars verð ég að segja að stemmingin fyrir helginni er núll og spurning um að blása dæmið bara alveg af, það er svo sem hægt að fá sér einn bjór á laugdag og/eða föstudag en þar sem að menn eru í átaki nenni ég ekki að detta í það nema að góð ástæða sé til staðar. Svona er nú það.

þriðjudagur, júní 3

Ég gat, ég gat...ég þarf engan helvítis exel snilling... því ég er Armando Didas.
Dagurinn í dag hefur verið góður það er búið að vera gott að vinna inni þar sem gula fíflið lét ekkert sjá sig í dag og útivinnanadi menn eins og Jói þurftu að lifa við rigninguna. Ég verð að vera sorgmæddur yfir lélegum viðbrögðum við sumardjammi... aldrei að vita nema ég að haldi bara partý fyrir mig einan. Datt eitt í hug þegar (ef) þessi síða verður tekin í gegn væri ekki ágætt að gefa möguleika á svona komment dóti. Þá geta útanaðkomandi menn tekið þátt í rifrildum og bara stemming. Annars gleymdi ég að nefna það síðast að eins og allir vita þá er Gunnar að reyna draga menn á Ólafsvöku vikuna fyrir verslunarmannahelgina. Honum hefur tekist á að tala mig og Ými til en það er ekkert alveg 100. Mönnum sem að líst vel á færeyja innrás fugo (oberation afgagnur "po förörsk") ætti þeir endilega láta í sér heyra, ég meina hvað hefur Köben sem Þrórshöfn hefur ekki.

mánudagur, júní 2

Það gleður mig mjög að sjá að einhver vilji tala við mig. Nú þar sem að ég er ekki lengur einn hérna á fugo þá ætla aðeins að spyrja um sumarið. Ég var að tala við Rammagerða pakkið og þeir vildu endilega fara í útileg(ur) í sumar og nefndu nokkrar helgar (sem ég man ekkert hverjar voru) sem komu til greina af þeirra hálfu. Nú ef menn eru með sérstakar óskir eða þurfa vinna voða mikið þá legg ég til að þeir láti í sér heyra um hvenær þeim henntar að fara í útilegu.
Annars þurfum við að reyna vera sem duglegastir í sumar að gera eitthvað. Hugmyndin kemur frá síðasta fimmtudegi þegar farið var í gólf í Hafnarfirði og svo í veiði við Reynisvatn. Þetta var bara hin besta skemmtun og legg ég til að meiri veri gert í þessum dúr (t.d. softball, frisbí, fjallgöngur o.fl.). Ef menn eru með skoðanir þá er bara að láta í sér heyra.
Að alvarlegri málum... þar sem fyrsta helgi júní mánaðar er á næsta leiti ætti hin árlega sumarhátíð að vera haldin von bráðar. Ef einhver á góðan garð þá á viðkomandi að gefa sig fram svo að hátíðin geti gengið sinn vanagang. Ef ekkert húsnæði finnst eða veðrið er vont þá skal ég bjóða fram Hagamelinn en það væri sorglegt þar sem vani er að halda hátiðina annarsstaðar en á hinum hefðbundnu drykkjustöðum (þ.e. hjá mér og Mósagrís). Menn ættu endilega að hafa skoðanir en þar sem þetta er bara ég og pattinn sem að lesum þetta þá ákveðum við þetta bara í sameiningu.
P.S. ef það er einhver exel snillingur þarna úti sem að getur sagt mér hvernig maður breytir láréttum dáli í lóréttan segið mér þá frá því.
Já minn kæri Armandó svona er þetta ég er nú búinn að skrifa einn hérna á þessa síðu í nokkurn tíma og það er ekkert sértaklega gaman....auk þess myndi ég fara að vara mig því ef þú skrifar of mikið og verður of málglaður þá skammar jói þig og kallar þig kellingu...(macho man!!!) Hitt er annað sem ég get sagt þér og lærðist mér það fljótt að eigi er æskilegt til velfarnaðar að reyna að særa aðra penna fram í dagsljósi...best er að halda sínu striki þeir koma að lokum.....reyndar er hver í sínu horni að gera ekki rassgat annað en að vina og vitleysast...þannig að ég verð að taka í sama streng og kvetja menn til að halda í gamlar hefðir með fugo og drykkju....sem aldrei fyrr...... vonandi getur þetta þróast í eithvað magnþrúngið sem við getur grátið okkur í sefn yfir að vera þáttakendur í !!!!! ég er annars bara að hafa það huggulegt í sveitinni(bryggjuhverfinu) þetta lítur sæmilega út nema að mér er fyrirmunað að finna verslæun í grenndinni sem ég get fallist á!!! anars kemur nðú örugglega að því við verðu bara að vera þolinmóð!! með kveðju til allra kvenna og kalla ég er kominn aftur blaðskellandi hingað á fugo til að bjarga einmanna Armandó frá þeirri sorg og skömm sem fylgir þ´vi að tala við sjálfan sig!!!!