föstudagur, júní 13

Sorglegar stundir
Það er góður titill á hvernig vinnudagurinn hefur verið hjá útivinnandi fugo mönnum í dag og aftur get ég verið glaður við að vinna inni.
Alvarlegra mál hefur þó verið að læðast upp bakið á mér síðustu daga (nei, ekki magapestinn hún hefur meira verið á leiðinni niður). Þannig er nefnilega mál með vexti að fugo hefur verið frekar dautt upp á síðkastið. Þá á ég nú ekki við þessa síðu okkar heldur meira bara svona general hugmyndina. Það er talsvert síðan að menn hittust að drykkju og enduðu á að gera einhverja vitleysu. Oft hafa skálaferðir og útilegur verið góðir staðir til að halda upp á svona hluti en ekkert hefur verið gert í þessum málum í allan vetur. Vissulega höfum við hisst að drykkju yfir veturinn það er ekki málið. Það er það sem að gerist eftir á, okkur liggur ÖLLUM á að fara eftir það í bæinn og hitta eitthvað annað fólk. Það er horfnir þeir tímar að það var nóg að djamma með fugo mönnum og láta ruglið og vitleysuna ráða ferðinni. Að vísu verður að viðurkennast að í örfá skipti síðasta vetur kom þessu góða stemming upp á Celtic en þau má telja á fingrum annarar handar. Í mínum barnaskap hélt ég að menn yrðu æstir í að breyta þessu nú þegar að sumarið er komið þar sem að nægur tími er næsta vetur að eltast við þetta svo kallaða annað fólk, þ.e. ekki fugo menn. Ég tel að það sé kominn tími á að halda heyðri þessa hóps á lofti og eins og áður var sagt "láta ruglið og vitleysuna ráða ferðinni". Underhead, dunderhead......underhead, dunderhead....underhead, dunderhead....underhead, dunderhead.....underhead, dunderhead....underhead, dunderhead....

Engin ummæli: