Útskriftar/nopresents/brinyourownbooze-party
Titillinn lítur út fyrir að vera plan helgarinnar. Það verður sem sagt drukkið á morgun og svo þegar klukkan er orðin ógeðslega margt, partíið er nú niður í miðbæ, verður ferðinni heitið á einhvern frekar fúlan skemmtistað. Afhverju fúlan? Því að ég hef komist að því að allir skemmtistaðir bækarins eru fúlir. Það sem að skiptir máli er hverjir eru með þér og hvort að góð stemming sé í mannskapnum. Þetta er svona ákveðin kenning, hvort að það sé eitthvað að marka hana er svo annað mál en mér til rökstuðnings ætla ég að nefna Celtic. Celtic er yfirleitt einstaklegag fúll nema maður sé í góðu fugo-djammi eins og síðasta mánud. Auðvitað eru einhverjir staðir sem að þetta á ekki við (ég hugsa að það væri erfitt að vera í mega stuði á Kaffi Austurstræti) en hey undartekningin sannar regluna.
Annars ætla ég að vera sammála Gunnarri sem mældi eindregið með ræmunni Equilibrium.... alltaf gaman að sjá góðar myndir sem einhver kvikmyndamógull taldi ekki nógu merkilegar í bíó.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli