mánudagur, júní 23

Og enn var dottið í það
Helgin liðin með þynnku og annarri ánægju. Það var vel helt í sig á laugard í tilefni útskriftar hjá Balduri og Snæbirni. Gubergurinn var eini fugo maðurinn sem hafði að í sér að elta fulla manninn (eða var það öfurgt?). Pattinn var mikil hetja og lét sjá sig eftir erfiðan dag í verksmiðjunni en edrú menn hanga ekki lengur yfir okkur byttunum. Jói var náttúrulega einnig á svæðinu enn hann hvarf eins og alltaf. Tröllið skammaðist sín enn svo mikið eftir Júdasinn (hann sagðist að vísu vera veikur) síðustu helgi að hann sást hvergi. Kvöldið endaði svo á Felix eitthvað sem að ég man afskaplega takmarkað eftir.
Nú bíður maður spenntur að vita hvort Ýmir hafi komist í vinnuna fyrsta daginn. Það verður gaman að sjá hvort hann tileinkar sér vinnubrögð hins ríkisstarfsmans (your truly) og skrifar eitthvað að viti á þennan blessaða vef.
Verð að vísu að nefna snilld gærdagsins þar sem það ver gefinn skítur í góða veðrið, tvær pizzur verslaðar og ein heimskuleg ræma tekinn. Eftir það var étið yfir sig og legið í sófanum góða (sam undarlegt nokk hefur ekki enn fegnið nafn) sem sagt góður þynnkudagur.

Engin ummæli: