In the land of Foo
Það voru stórtíðinda aftan á morgunblaðinu þennan annars venjulega miðvikud. Ein helst rokkhljómsveit heimsins Foo Fighters er væntanleg til landsins og mun halda stórtónleika 26. ágúst. Ég og Gubergin höfum ákveðið að láta sjá okkur á staðnum og er ég viss um að margir aðrir fugo menn munu gera slíkt hið sama. Einn er galli er þó á hvernig í fjandanum á maður að ná sér í miða. Þarf maður að mæta kl 15:00 daginn áður en miðasala hefst og bíða í röð. Ég man þegar að maður gat hugsað sig um í 2-3 daga eftir að miðasala hófst en þetta er liðin tíð. Menn bíta og klóra til að verða sér út um miða en út af einhverri ástæðu er ekki svona góð miðasala þegar Björk mætir á svæðið (wonder why). Það er greinilegt að aðeins þeir hæfustu munu fá miða og við fugo menn erum náttúrulega efstir í fæðukeðjunni. Það væri kannski mögulegt að skiptast á að bíða í röðinni svo menn geti sinnt vinnu, farið á klóstið o.s.frv.
Um "einræðum Armandos" verð ég að segja Pattanum að þetta sé ágætis hugmynd hjá honum og verði hann því titlaður hugmyndasmiður í þessu merka riti sem verður fáanlegt í öllum helstu undirfatverslunum fyrir jól.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli