fimmtudagur, júní 12

Batnandi manni er best að lifa
Jæja, einn dagur í helgina og bara stemming. Skitan er að lýða hjá (vonandi) og sólin skín útivinnandi stéttir fugos. Ég var að vísu að vonast til að fá ferðasögu frá höfuðstað norðurlands eða góðan pistil um kosti og galla Briggjuhverfissins en Pattinn hefur ekki látið í sér heyra, okkur hinum til mikillar mæðu. Annars hafa síðustu skrif mín einkennst af svo kölluðum "helgarblað DV" stíl og líst mér bara ágætlega á.
Nú að ánægjulegri málum, þá er ég að fara heimsækja frænda minn bráðlega sem að er u.þ.b eins dags gamall. Það er greinilegt að kalrl-genið hjá mömmu ætt er mjög sterkt þar sem að hún á þrjá stráka, einn þeirra á tvo stráka og nýjasti meðlimurinn er líka karlkyns. Spurningin er bara hvort að ég verði kellingin í þessum málum? Bara tíminn mun leiða það í ljós og já það er alltaf "ef"-ið sem að Jói bannar notkun á.
Snúm okkur að helgar málum. Þá verð ég að viðurkenna að ég er ólíklegur til stórræða þessa helgina þar sem að ég fékk svona skemmtilega upplifun síðast. Þó ætla ég að fara sparlega með stóru orðin í dag. Pattinn á samkvæmt mínum skrám að vera í tilbúin í eitthvað alla veganna annan daginn þar sem að vaktar törninn á að vera klárast á laugd, aftur þetta er samkvæmt mínum bókum og þær eru ekkert endilega réttar. Rammagerðar pakkið er ábyggilega eitthvað að vinna og ég enda ábyggilega á að eyða góðum hluta helgarinnar í ræktinni, svona til að friða samviskuna eftir alla ræpuna.

Engin ummæli: