Jæja það er kominn föstudagur og það er meir að segja löng helgi. Planið er.....ekkert. Það lítur út fyrir að þetta verði róleg helgi fyrir okkur fugo menn. Að vísu lítur út fyrir að nokkrir okkar munu gera eitthvað skemmtilegt. Tröllið er á leiðinni í útskriftarveislur og ef ég þekki hann rétt þá segir hann ekki nei við ókeypis áfengi enda sannur fugo maður. Pattinn er á leiðinni á höfuðstað Norðurlands að gúffa í sig kökur en líklegast verður lítið um bjór á þeim slóðum. Síðast en ekki síst er það mósgrísinn sem staddur er á karbíska hafinu og læt ég ekki fleiri orð falla um það.
Verð að segja að vinnan hefði geta farið betur í dag þar sem ég er búinn að vera fastur í dælufræðum í alla dag og kemst hvorki fram né aftur. Sjáum hvort að helgin bjóð upp á eitthvað skemmtilegt en eins og ég sagði í gær þá verður gerð heiðarleg tilraun að standa við stóru orðin.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli