Matareitrun í miðbænum
Já vitir menn ég fékk mér að borða á heimleiðinni á laugardagskvöldið með svona skemmtilegum afleiðingum... ég fengið að sita á klósettinu með ræpu síðan, jei!!! Hverjum á ég að þakka þessar dásemdir, eiginlega mér sjálfum fyrir að vera svo vitlaus að versla mat úr bíl. Nánar tiltekið Bitabílnum. Hvað í ósköðunum gerir mann svo heimskan að halda að bifreið geti komið í staðinn fyrir hús. Hugsið ykkur bara öll sósan, sem að drekkti samlokunni minni, geymd heila viku í bilastæði án nokkurrar kælingar...ummm ég sé salmónelluna myndast. Vopnaður 500 kr. í hendi og nokkrum öllurum í maga ákvað ég að þetta væri góð hugmynd, því það var styðst röð á þennan stað. Næsta kvöld þegar ég gekk þarna fram hjá, of illa haldin magakveisu til að geta verið lengur í bænum, datt mér eilítið í hug. Væri best að launa fíflunum sem reka þessa satans-búllu og skíta á bílinn... nei, ég hafði það ekki alveg í mér (að vísu illa orðað því samloka var algerlega í mér). Eftir á sé ég að það hefði verið einstaklega góð hugmynd þar sem að hin hefndin mín hefur ekki virkað, það svarar nefnilega enginn hjá heilbrigðiseftirlitinu. Svona eru þessar helvítis ríkisstofnanir aldrei neinn til staðar þegar á honum er þörf, ætli allt liðið sé ekki bara í sumarfrí og komi aftur í semptember. Ef ég hef það í mér næstu helgi þá mun ég skíta á satans-bílinn þar sem að svona fer ekki órefsan á minn part. Næst fer ég að ráðum Tröllsins sem að harðneitaði að kaupa eitthvað að éta þarna og fór bara staðinn í leigubílaröðina.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli