fimmtudagur, júní 5

Eins alltaf þá gleður mig mjög að sjá pattan taka til hendinni og skrifa nokkur orð á þessa merkilegu síðu okkar. Þú getur huggað þig við það að það eru litlar líkur á því að sumarhátíðin verði haldin meðan þú ert að gúffa í þig kökur í höfuðstað Norðurlands. Eina sem er mögulega á döfunni um helgina er kannski e.t.v. innflutnings partí hjá Jóa. Ég ætla reyna standa við stóru orðin sem ég lét falla og ekki djamma nema ástæða sé til.... kemur í ljós eftir helgi hvort að það gegnur upp. Oberration afgangur er nú algerlega út úr myndinni vegna of dýrra flugjalda og það að hér um bil engin möguleiki er að fá gistingu á staðnum. Þess vegna á að skal ferðinni heitið til Köben og er það mikil gleði. Fimm dagar (eða meira) sem eyddir verða í Cristjaníu eða Ester Gade (sjálfur ætla ég að verða mér út um gisti pláss inn í Carlsberg verksmiðjunni og bara vera þar). Stefnan er á síðustu helgina í júlí og er stemmingin enn góð, þetta mun að öllum líkindum breytast þegar að verðið verður orðið skýrara.
Annars er lítið meira að segja, að vísu get ég nefnt að kalkúnninn í hádeginu var afskaplega góður og er stefnan að brennan honum í bótinni á eftir, sem sagt bara stemming.

Engin ummæli: