mánudagur, júní 2

Það gleður mig mjög að sjá að einhver vilji tala við mig. Nú þar sem að ég er ekki lengur einn hérna á fugo þá ætla aðeins að spyrja um sumarið. Ég var að tala við Rammagerða pakkið og þeir vildu endilega fara í útileg(ur) í sumar og nefndu nokkrar helgar (sem ég man ekkert hverjar voru) sem komu til greina af þeirra hálfu. Nú ef menn eru með sérstakar óskir eða þurfa vinna voða mikið þá legg ég til að þeir láti í sér heyra um hvenær þeim henntar að fara í útilegu.
Annars þurfum við að reyna vera sem duglegastir í sumar að gera eitthvað. Hugmyndin kemur frá síðasta fimmtudegi þegar farið var í gólf í Hafnarfirði og svo í veiði við Reynisvatn. Þetta var bara hin besta skemmtun og legg ég til að meiri veri gert í þessum dúr (t.d. softball, frisbí, fjallgöngur o.fl.). Ef menn eru með skoðanir þá er bara að láta í sér heyra.
Að alvarlegri málum... þar sem fyrsta helgi júní mánaðar er á næsta leiti ætti hin árlega sumarhátíð að vera haldin von bráðar. Ef einhver á góðan garð þá á viðkomandi að gefa sig fram svo að hátíðin geti gengið sinn vanagang. Ef ekkert húsnæði finnst eða veðrið er vont þá skal ég bjóða fram Hagamelinn en það væri sorglegt þar sem vani er að halda hátiðina annarsstaðar en á hinum hefðbundnu drykkjustöðum (þ.e. hjá mér og Mósagrís). Menn ættu endilega að hafa skoðanir en þar sem þetta er bara ég og pattinn sem að lesum þetta þá ákveðum við þetta bara í sameiningu.
P.S. ef það er einhver exel snillingur þarna úti sem að getur sagt mér hvernig maður breytir láréttum dáli í lóréttan segið mér þá frá því.

Engin ummæli: