Gleðilega þjóðhátíð
Í gær var hinn árlegi þjóðhátíðadagur Íslendinga, 17. júní.  Dagurinn var haldinn hátíðlegur með góðri þynnku eins og árlegt er orðið.  Það voru fleiri hlutir á sínum stað á þessum merka degi, t.d. rigningin, umferðin o.fl.  Ekki lagði ég í það að kíkja í bæinn, reyndar var þreytan/þynnkan það mikil að ekki var farið úr sloppnum fyrr en um fjögur og þá bara af illri nauðsyn.  Menn þurftu nefnilega að mæta í fjölskylduboð, alltaf gaman að fá kökur.  Gallinn var að fyrst þurfti maður að komast á áfangastað sem að var ekkert grín, umferðin var nefnilega hræðileg.  Það alveg óskiljanlegt hvað Íslendingar eru duglegir að fara niður í bæ á þessum degi.  Afhverju eru menn ekki bara heima hjá sér að njóta frísins í stað þess að arka niður í bæ með barnavagninn. 
Annars verður Jói að fá feitan plús fyrir hið besta innflutningspartí.  Krummi fær einnig feitan fyrir Kúbu vindlana, jafnvel þó að ég helt að hausinn á mér myndi springa af þynnku þegar ég vaknaði.  Ég komst nefnilega að því að það getur aukið þynnku mjög ef að góður vindill er reyktur á djamminu og ég vildi náttúrulega ekki láta neitt af eðal Kúbu tóbakinu fara til spillis. Jæja svona er maður nú vitlaus.  Eftir helgina fá Ýmir og Gunnar einnig klapp á bakið fyrir þessar fínu Gloríur en samt mínus fyrir að fara snemma úr partíinu.  Nú er bara búa sig undir næsta partí, næstu helgi, og passa sig á bjórnum þangað til.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli